Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR I9.MAÍ2005 Fréttir 07 tromlan Jónas Gunnarsson upp- finningamaður hefur fund- ið upp einfalda og fjótíega leið til að skera túnþökur. Hann kallar uppfinninguna túnþökutromluna sem virk- ar þannig að tromla full af vatni er dregin eftir grasfleti og um leið sker hún þökur niður í rétta stærð og lyftir upp með eins konar „ripp- er“. Jónas er afkastamikill uppfinningamaður og fékk m.a. hugmynd að stefniljós- um á hliðarspegla biffeiða tveimur árum áður en þau fóru að sjást á bílum dags- ins í dag. Kýlduraf „líki" Rúmenskur læknir er í fríi frá vinnu eftir að „lík" á líkstofu spítalans sem hann vinnur á gaf honum á kjaftinn. Þegar betur var að gáð kom í ljós að sextán ára strák- ur, Bogdan Georgescu, hafði ranglega verið úr- skurðaður látinn. Bogd- an hafði liðið út af og verið talinn látinn þegar hann kom á sjúkrahús. Hann kveðst hafa fyllst ofsahræðslu þegar hann vaknaði umkringdur l£k- um og sá mann í hvítum slopp beygja sig yfir sig. Bogdan taldi lækninn ætía að drepa sig. Bjarni fyrir dóm í gær var tekið fyrir skaða- bótamál í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Jón Jóhann Jóhanns- son stefndi Glugga- smiðjunni ehf vegna gamals vinnuslyss. „Ég fékk ansi slæm- an hnykk á hálsinn og málið snýst um hvort tryggingafélagið sé bótaskylt eða ekki,“ segir Jón. Athygli vekur að Bjama Ármanns- syni, forstjóra íslandsbanka, er einnig stefiit í málinu. Lög- fræðingur Bjama, Ólafur Har- aldsson, segir ástæðuna ein- falda. Bjami sé stjómarfor- maður í Sjóvá og þvf sé hans nafn á dómablöðum. „Hérerum við að undirbúa okkur fyrir sumarið," segir Há- kon Aðalsteinsson skógar- bóndi að Húsum á Fljótsdal. „Skógræktin blasir við okkur, og það þarf væntanlega eitt- hvað að grisja. Svo er undir- bÚn- Landsíminn fyrir ferðaþjónustuna, en við erum með tvær ibúðir sem við leigjum útyfirsumartímann. Ég heffarið öðru hvoru inn aö Kárahnjúkum í vetur og verið með leiðsögn þar. Það hefur verið ótrúlega snjólétt í það heila sem er gott þegar menn eru aö vinna þetta háttyfir sjávarmáli. Það er gott tíðarfar tilvinnu." Nekt og list Á myndun- um gefur að líta nakinn líkama Hstakonunnar sem vakið hefur við- brögð Hafnfirðinga. „Hafnarfjarðarbær kemur hvergi nálægt sýningunni," segir Símon Jón Jóhannsson, formaður menningarmálanefndar Hafnarfjarðar. Athygli vekur að einungis tólf ára aldurstakmark er á sýninguna. Símon Jón segist aldrei hafa séð annað eins. „Ég hef séð listræna eró- tík en þetta er of gróft. Ef ég myndi I mæla með þessu á annað borð væri I það ekki nema fyrir fullorðna og ég * myndi aldrei vilja láta börnin mín sjá hana. Ég hefði viljað sjá eitthvað annað þarna í tengslum við listahá- tíðina og þetta er hneykslanlegt að mínu rnati." segir Símon Jón. iÉS Innstu kenndir Samkvæmt lýsingu Listahátíðar Reykjavíkur er sýningunni ætíað að vekja upp spurningar varðandi kven- leika og sögu Vínarborgar. í verkum sýningarinnar er leitast eftir því að sýna myndir af innstu kenndum listakonunnar, þar sem kynfæri hennar og annarra eru í aðalhlut- verki. Tugir mynda af þessu tagi prýða nú sýningarsal Hafnarborgar. Góð aðsókn Jón Proppé sýningarstjóri í Hafii- arborg segist hafa tekið eftir mis- munandi viðbrögðum fólks. „Fólki líkar þetta misvel eins og alltaf." segir Jón. „Sýningin opnaði fyrir tveimur dögum og hefur að- sóknin verið framar vonum." íbúar í Hafnarfirði sem rætt var við voru á einu máli um að sýningin væri of gróf, tólf ára aldurstakmark væri ekki nóg. Aldurstakmark umhugsunar- efni Guðmundur Rúnar Ámason, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, leit á verk- in í gær og sagði þau ekki vera fyrir sinn smekk. „Þessi sýning höfðaði alls ekki til mín. Ég treysti mér ekki til að leggja mat á hvað er list og hvað ekki. Mér finnst aldurstakmark þarna vissulega vera umhugsunarefni og að það ætti að skoða þau nánar." segir Guð- mundur. Vekur ekki löngun Verkamaðurinn Ingimar Ingi- marsson er mikill listunnandi en lýs- ing fólks á verkum sýningarinnar vöktu þvert á móti hrifningu hans. „Er ekld komið nóg af sýningum sem eiga að hneyksla. Eg hef mætt á nán- ast allar sýningar í Hafnarborg en ég sleppi þessari. Ég hef bara einfald- lega ekki löngun til að sjá þetta," seg- ir Ingimar. gi@dv.is u u u J J Hafnfirðingar eru í sjokki yfir sýningu aust- urrísku listakonunnar Elke Krystufek í Hafnarborg. Á tugum mynda má sjá kyn- færi listakonunnar berskjölduð ásamt öðr- um líkamspörtum. Tólf ára aldurstakmark er á sýninguna og margir spyrja hvort þetta sé í raun og veru list. ’vm. Fimm menn fyrir rétti fyrir fíkniefna- og auðgunarbrot í Héraðsdómi Reykjaness Handtökuskipun gefin út á tvo sakborninga Mál sýslumannsins í Hafnarfirði er varðar auðgunar- og fikniefna- lagabrot gegn fimm sakborningum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Einungis tveir sakborn- ingar mættu fyrir Svein Sigurkarls- son héraðsdómara, þeir Arnar Geir Amarson og Snorri Geir Júlíusson. Hinir þrír - Guðfinnur Kristinn Gíslason, Aron Árnason og Heiðar Andri Heiðarsson - voru fjarverandi og var opin handtökuskipun gefin út á þá Heiðar Andra og Aron. Þáttur Arnars Geirs var tekinn fyrir í gær þar sem Snorri hafði játað brot sín. Ákæran á hendur Arnari var annars vegar þátttaka í bensín- svindli á bensínstöðvum Olís og hins vegar varðveisla þýfis úr inn- broti. Arnar sagðist hafa tekið við fimm gullúrum, látið félaga sinn fá þau sem hafi síðar látið þann þriðja fá þau. Sá þriðji sem hafði úrin undir höndum gaf sig svo fram við lög- reglu, ásamt Arnari Geir. „Ég geymdi þessi úr ekki þannig að ég játa ekki þetta brot. Löggan talaði ekki einu sinni við vin minn þegar við skiluðum úrunum. Hún tók mig en rak hann í burtu," sagði Arnar Geir. Hann segist þó vera bú- inn að taka sig á. Hann sé nýkominn úr meðferð og hafi ekki verið í neinu sambandi við aðra aðila málsins eftir að ákæra var gefin út á hendur þeim. Einnig fannst honum ósann- gjarnt að taka bénsínsvindlið fyrir í ákærum þar sem hann hafi borgað fyrir umræddan skaða og sloppið við bótakröfu Olís „Einn fékk skil- orð, annar sekt og sá þriðji ekkert. Þetta erbara mismunun," segir Arn- ar Geir, „Hér er engin mismunun, heldur er fólk mismunandi og með mis- Arnar Geir Arnarson og Snorri Geir Júlíusson Tveir sakborninganna sjást hér á leið úr dómsalígær. munandi ákærur." sagði Sveinn Sig- verður tekið fyrir á ný þriðjudaginn urkarlsson héraðsdómari. Málið 31. maí. gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.