Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 19.MAÍ2005 39 Dauðastjarnan fsland Nú styttist í frumsýningu á Star Wars - The Revenge of the Sith. Sjötta myndin í frábærlega skemmtilegum kvikmyndabálki sem hefur mótað heila kynslóð Vestur- landabúa. f myndaflokknum er heimsmyndin ákaflega skýr. „Vondu" og „góðu“ takast á í æsi- legri báráttu í óravíddum geimsins. Framtíðarsýn Star Wars er fantasíu- kennd, björt og dökk. Þar er gert ráð fyrir einhvers konar afli sem má líkja við guð. „Luke! Use the force!" er ógleymanleg setning úr fýrstu myndinni, en við það tækifæri kast- ar Logi geimgengdl öllu tæknidrasli til hliðar og treystir á guð. „Vondu" og „góðu" Mér hefir alltaf fundist íslenskur veruleiki endurspeglast í heims- mynd Star Wars-bálksins. „vondu" og „góðu" eru að takast á í samfélag- inu okkar. Jedi og Sith eru á ferli í Kringlunni meðal okkar hinna. í Teitur Atlason Skrifar um stjörnu stríðið í ísienskum þjóðmálum. Kiallari heimsmynd StarWars spila viðskipti stórt hlutverk. „Vondu" setja við- skiptabann á „góðu" til að knýja fram stríð. Stríðið er síðan háð, en að undirlagi hinna lymskufullu Sith- riddara er þeir búið að koma því þannig fyrir að það lítur út eins og sigurinn í stríðinu sé þeirra „góðu". Ríkur og fátækur Þetta er að því að mér virðist einmitt vera það sem er að gerast á íslandi í dag. Okkur er talið trú um að allt sé hér í himnalagi meðan ósonlagið þynnist, lífverur fæðast með tvo hausa og veiðihár og hagvöxtur dúndrast upp úr öllu valdi. Sú var tíðin og ekki fyrir svo löngu að ríka fólkið var ríkt vegna þess að það átti einn auman búðar- ræfil. Þessi búðarræfill stóð undir jeppa, einbýlishúsi og taktföstum utanferðum. Þetta fólk, sem áður var talið ríkt, er nú hreinustu fátækling- ar miðað við „ríka" í dag. Það á ekki vídeótæki eins og ríka fólkið í gamla- daga. Það á gervihnetti. Gunnarthe hut Stjórmálamennirnir í Star Wars eru meira að segja líkir þeim sem nú sitja á Alþingi. Sjáið bara Guxmar Birgisson. Hann gæti leikið Jabba the hut án þess að eyða tíma í förð- unarherberginu. Guðni Ágústsson, það þarf ekki fjárglöggan einstakiing til að sjá töluverð líkindi með hon- um og Jango Fett. Gunnar Örlygsson er gott dæmi um mann sem fór yfir á „the dark side“. Minnið um „góða" sem var „vondi". Sorglegt og Fremur hægur vindur, síst *ó suðaustan til r, , r J dramatískt. Svoleiðis maður er t.d. Svarthöfði. Annað dæmi er Dagný Jónsdóttir sem lofaði námsmönnum öllu fögru og sveik þá svo á ögur- stundu. Dagný er Watto, skransal- inn fljúgandi sem seldi móður Anak- ins í þrælkun. Davíð gengur í Samfylking- una Þegar Sith og Jedi takast á í næstu kosningum, mun Ingibjörg Sólrún prinsessa sennilega leiða Jedana til sigurs. Það mun ekki verða átaka- laust og margir munu falla. Hún mun reyndar komast það því að Davíð Oddsson er pabbi hennar, nokkuð sem hún mun upplifa sem töluvert áfall. En það stórkostlega við þessa atburðarás sem mun ræt- ast er sú staðreynd að Davíð mun skipta um flokk og ganga í Samfylk- inguna. Þetta mun allt saman gerast í „galaxy, Far. Far away". d Sa ndkor n með Símoni Birgissyni Sama gamla sagan og undanfarna daga, gamla góða gluggaveðrið. Slæmu fréttirnar eru þær að það mun hvessa á næstu dögum. Ef þið komist til útlanda drífið ykkur þvl það er ekki að koma sumar á (slandi, svo mlkið er víst. -lOckúT Fremur hæg norðlæg átt 7Q^) • Séð og Heyrt slær því upp í nýjasta tölublaði sínu að Þorvaldur Davíð Kristjáns- sonog Helga lind Björg- vinsdóttir séu „pottþétt saman". Helga Lind er fyrrverandi kærasta Amars Gunn- laugssonar fótbolta- kappa og á tvö böm með honum en hætti með Arnari fyrir leiklistamem- ann unga. Þorvaldur Davíð, sem var rödd Simba í Lion King, er sonur Kristjáns Þorvaldssonar, ritstjóra Séð og heyrt. Kristján mun vera afar stoltur af syninum eins og flennistóra greinin í Séð og Heyrt ber með sér... • Amar Gunnlaugsson er heldur ekki af baki dottinn þrátt fyrir að stóra ástin í lífi hans, Helga Lind, hafi yfir- gefið hann fyrir ung- an leiklistarnema. Stutt er síðan Arnar sást á uppáhalds- staðnum sínum, Hverfisbamtnn, með nýja dömu upp á arminn. Sú heppna heitir víst Elín Anna Steinars- dóttir og hefur spil- að fótbolta með liði ÍBV en reyndi fyrir sér í vetur í atvinnu- mennskunni á ítal- íu. Þykja Arnar og Elín Anna efni í nýtt ofurpar... • KR-liðið í knatt- spyrnu rúllaði yfir FylkismenníÁr- bænum enda aug- ljós styrkleikamunur í unum tveim-' ur. Svo virtist sem stuðningsmenn Fylkis væm í svip- uðu formi og leik- mennirnir; söngluðu lagið „Áfram, áfram, áfram bílstjórinn" meðan KR-ingar þöndu raddbönd- in að hætti alvöru Vesturbæinga við texta Bubba Morthens. Best var þó lukkudýr Fylkismanna, Tígri, sem hélt um rófuna á sér allan leikinn. Hann virtist yfirmóta lífsleiður og nánast undir áhrifum einhvers ann- ars en skammgóðrar sigurvímu... • Harðasti baráttudagurinn í glímu össurar Skarphéðinssonar og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur var í gær. Starfsmenn beggja framboða vom á þönum bæjarenda á milli í leit að atkvæðaseðlum sem áttu eftir að skila sér. Á heimasíðum fram- boðanna vom menn hvattir til að nýta sér svokallaða „heim- sendingarþjónustu" þar sem starfs- menn framboðanna sóttu atkvæða- seðilinn heim og komu honum í kjör- kassann. Helga Jónsdóttir borgarrit- ari mun ekki hafa fengið sendil frá Össuri heim til sín... *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.