Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 35
Bómmttmk meö s>ebra Mcssíng ur 'WIB & ííríttT." t>áiiunum, Stórir hlutír gerast fyrir þá sem hugsa stórt! HITCHHIKER'S GUIDE TO THE GALAXY DIARY OF A MAD BLACK WOMAN THEJACKET VERA DRAKE NAPOLEON DYNAMITE MARIA FULL OF GRACE THE MOTORCYCLE DIARIES KEFLAVIK HITCHHIKER'S GUIDE... KL. 3.45-6-8.15-10.30 HITCHHIKER'S GUIDE...VIF KL 3.45-6-8.15-10.30 THE WEDDING DATE KL. 4-6-8-10.10 THEJACKET KL 6-8.15-10.30 SAHARA KL 5.30-8-10.30 THE ICE PRINCESS KL 4-6-8 SVAMPUR SVEINSSON . tal KL. 10.30 SVAMPURSVEINSSONisl.ini KL.4 THE WEDDING DATE HITCHHIKER'S GUIDE. SAHARA THE ICE PRINCESS THE WEDDING DATE HITCHHIKER S GUIDE. THEINTERPRETER THE WEDDING DATE HITCHHIKER'S GUIDE. THEJACKET P.IHGÍAH ( S8S 0800 AKURfTPI { 461 4666_______KtlíAVÍK { «1 U70 Jæja þá er komið að hálfgerðum leiðarlokum í Stjörnustríðsforsögu- bálknum sem hefur verið í gangi síðustu sex ár við mismikla hrifn- ingu áhorfenda. Þessi viðbót við vinsælasta þríleik sögunnar hefur verið lengi á leiðinni. Hér snýr einn flottasti skúrkur sem til er aftur í allri sinni dýrð og sannir nördar og forfallnir aðdáendur munu gera í buxurnar, eða það er planið. Geor- ge Lucas lætur allt vaða og fyllir hvern ramma af misgóðri tölvu- grafík og af svo miklu sjónrænu áreiti að meðalmaður getur hugsanlega fengið flogakast. Þegar hér er komið við sögu er Anakin fullorðinn maður og í þann mund að ljúka Jedi-þjálfun sinni. Hann hefur staðið sig vel að mati Obis Wan Kenobi en Jedi-ráðið er á öðru máli. Meðlimir ráðsins treysta honum ekki, skynja milda ólgu innra með hönum og ekki bætir úr skák að Analdn er ansi háður Palpatine þingmanni sem dekrar svolítið við strákinn og reynir að ná fram hinum myrku öflum innra með honum. Anakin er fenginn til að njósna um þingmanninn til að öðlast traust Jedi-ráðsins og þegar hann kemst að því að Paipatine er Sith-meistari og sá sem er á bak við allt vesenið úr fyrri myndunum er fjandinn laus. Stoð Anakins og stytta er að sjálfsögðu Patme, laumueiginkona hans og barns- móðir, sem reynir að hjálpa honum í gegnum þessa tilfinningaflækju. Hún reynir að fá hann til að slappa aðeins af og fá Obi Wan til að hjálpa til en strákurinn er svo blóðheitur að hann sér samsæri gegn sér alls staðar. Palpatine sýnir brátt sitt rétta andlit og fær strákinn í lið með sér og gegn Jedi-ráðinu og brýst þá út eitt allsherjar stríð gegn öllum Jedi-riddurum sem fyrirfinnast. Obi Wan þarf að gera upp við sig hvað hann á að gera við þennan vin sinn og „bróður” og hvort hann þurfi hreinlega að bara drepa hann. DA DA DAAAHHH! Áður en menn fara að kalla mig svartsýnan plebba eða einhvern artí-farti-gaur sem fílar bara indí- myndir vil ég benda á það að ég elska fyrri þríleikinn og á glæsilegt Star Wars-leikfangasafn og ... að Star Wars-myndirnar eru indí- myndir. Ég hata hins vegar þennan seinni þríleik sem hefur tekið allt það góða úr upprunalegu Star- Wars myndunum og sturtað því niður klósettið. Lucas gerir ráð fyrir að greindarvísitala áhorfenda hafi lækkað verulega síðan síðast og set- ur inn í myndirnar hræðileg atriði. Hann fer yfir um í þessum málum og kastar inn fimmaurabröndurum hér og þar í bakgrunninn en alltaf nógu áberandi svo maður taki eftir þeim. Og þarna er maður kominn að aðalvandamáli þessara mynda. Handritið. George Lucas er örugg- lega versti handritshöfundur sem sögur fara af. Hann getur komið með skemmtilegar sögur en getur ekki skrifað þær frekar en hrúga af kartöflum. Textinn sem leikararnir þurfa að fara með er svo ótrúlega vondur að ég átti stundum erfitt með mig. Sérstaklega er textinn á milli Anakins og Patme hræðilegur þar sem þau hljóma eins og tveir unglingar að klæmast í fyrsta skipt- ið: „Þú ert svo falieg”, „það er út af því að ég elska þig svo mikið”, „nei það er út af því að ég elska þig svo mikið” og svona heldur þetta áfram. Og hér skal bent á að þetta er tekið beint upp úr myndinni. Til að bæta gráu ofan á svart fær Lucas hræðilegan leikara til að fara með allar þessar skelfilegur línur. Hayden Christiensen er ágætur þegar hann heldur kjafti og horfir illilega í myndavélina en um leið og hann opnar munninn missir hann allt það kúlið. Sérstaklega er hann vondur, og ótrúlega fyndinn, þegar hann þarf að fara með reiðilestur og vera æstur. Það var oft sem ég hugs- áði með mér: var þetta virkilega besta takan sem þeir áttu með hon- um? En það eru ekki allir sem koma jafn illa út og Hayden. Ian McDi- armid sem leikur Palpatine er alveg eitursvalur og nær að nýta sína klassísku leikaraþjálfun til að fara með línurnar sínar. Hann er sá leik- ari sem er hvað bestur í öllum þess- um hópi og fýrir utan brellurnar er hann það eina góða við þessa mynd. Ewan McGregor reynir hvað hann getur til að bjarga því sem bjargað verður en er oft hálfvand- ræðalegur. Eitt af því sem ég held að dragi svo mikið úr leiknum er staðreyndin að leikararnir leika ekki á móti neinu, það er ekkert umhverfi til þess að tengja sig við eða lifa sig inn í og þess vegna verð- ur nánast allur leikur flatur og máttlaus. Þessi árátta Lucasar að nota tölvuna til að setja saman bíó- myndir á eftir að taka allt líf úr kvik- myndaforminu og gera það getu- laust. Brellurnar hafa skánað verulega og núna lítur þetta ekki nánast allt út eins og tölvuleikur. Byrjunarat- riðið er sérstaklega stórfenglegt þar sem Lucas notar myndlíkingar úr orustum freigátna út í geimnum. Samt nær hann ekki að gera tölvu- teiknaðar persónur jafn sannfær- andi en reynir samt að troða þeim eins mikið og hann getur inn í myndina. Star Wars: Revenge of the Sith Leikstjóri: George Lucas Aðalhlutverk: Ewar McGregor, Hayden Christiensen, Natal Portman og lan McDiarmid ★ ★ . Ómar fór í bíó Fyrstu mistök Lucasar voru þau að láta ekki færari leikstjóra sjá um myndirnar eins og hann gerði með The Empire Strikes Back og The Re- turn of the Jedi, og að láta almenni- lega handritshöfunda sjá um strúktúrinn. Hann hefur margoft látið það út úr sér að hann vilji helst ekki vinna með leikurum og það út- skýrir margt þegar maður horfir á þessar myndir. Honum tekst meira að segja að gera Svarhöfða sjálfan asnalegan. Þó eru margir sem elska þennan nýja þrfleik og finnst Lucas ekki geta gert neitt rangt og þeir eiga því eftir að skemmta sér konunglega á þessari því að þetta er skásta mynd- in til þessa. Það segir samt ekki mikið miðað við fýrri gæði. Ég er bara ánægður að þessu sé lokið og ég get notið þess góða í þessu í friði. Og svona aðeins í lok- in til þess að pirra Star Wars-nör- dana. Hún mun aldrei toppa Titan- ic í miðasölu. HA HA HA. vtmm SM3ÖI midliila n 185/80R14 8pr nú 6.723 195/70R15 nú 9.047 225/70R15 nú 10.375 195/75R16 Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 Ef þú kemur með bilinn í smur hjá Bllkó færðu afslátt af vinnu! J—jfVI^ ■j ® Léttgreiðslur Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 „Ég hata hins vegar þennan seinni þríleik sem tekur allt það góða úr upprunalegu myndun- um og sturtar því niður klósettið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.