Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005 Ást og samlíf DV Ekki nógu hrifin afhonum Nærri allar konur af hafa lent í því að byrja tilhugalíf með ýkt fín- um manni - manni sem hefur allt til að bera til að þú fallir fyrir honum - en samt sem áður gerist það ekki. Þetta getur haft (för með sér afar óþægilegar afleiðingar því það er ekki gaman að þurfa að slíta sambandi og valda einhverjum ástarsorg og reiði, enn síður er svo gaman að festast í einhverri rómantík sem þú vilt ekkert hafa með í þínu lífi. Samkvæmt lan Kerner, höfundi bókar- innarYou're not that into him either,sem myndi útleggjast á ís- lenska tungu Þú ert ekki nógu hrifin af honum heldur, lendir mikill fjöldi kvenna í óhamingjusömum sambönum og veseni sem þeim fýlgja vegna þess þær eru ekki nægilega ánægðar með sig. Hann hvetur konur til að setja markið hátt og reyna ekki að gera sér upp hrifningu sem þær vita innst inni að mun ekki vakna. Halló Ragga! Nú er aldeilis farið að vora og þá vaknar allt, sérstaklega millistykkið á mér. Ég er hress strákur, laus og liðugur og vorið gerir mig svo ósköp graðan. Ég fæ svona rosalega útþrá og langar í kynhf utandyra. í fyrra- sumar fór þetta frekar illa þegar tvær miðaldra konur gengu fram á mig í miðjum klíðum í Heiðmörkinni. Þær öskruðu og hlupu í burtu. Þetta var mjög óskemmtilegt vegna þess að ég hef alls enga sýniþörf og er enginn perri. Það -kitíar mig samt smá að eiga einmitt þetta á hættu, en bara í huganum, raunverulega atvikið var algjört törnoff. Yfirleitt hef ég þurft að garnna mér einn f grænni lautu en mig langar hka ósköp mikið að kynnast stúlku sem væri til í þetta með mér. Ég er reyndar kominn með eina væna á krókinn en er dálítið hikandi við að kynna henni þetta áhugamál mitt. Geturðu gefið mér ráð sem fær hana fáklædda með mér út en fælir hana ekki í burtu frá mér. Bestu kveöjur, Giæna höndin. Sæll Græna hönd! Gott ef ég las ekki í Dévaff á liðnu sumri um felmtri slegnar göngu- konur sem urðu fyrir árás kynbrota- manns í Heiðmörkinni. Eftir því sem ég best veit stendur lögreglan ráðþrota og leitar enn að kauða. En að þínum vanda góurinn. Hvers vegna heldurðu að þessi ágæta stúlka hlaupi í burtu ef þú býður henni í rómantískan bíltúr út í nátt- úruna? Vorið er tíminn sem lífið vaknar á ný og því ekki að undra þó aukin kynhvöt vakni í kjölfar þess alls. Reyndu bara að virkja þessar auknu hvatir í réttan farveg. Ég þekki til að mynda heilan helling af konum sem dreymir um að hnoðast í mosató með lögulegan og kraftmikinn karl- mann milli læranna. Þónokkrar hafa meira að segja prófað og láta vel af. Konur eru alla vega ekki minni nátt- úruunnendur en karlar þegar kynlíf- ið er annars vegar og ég efast ekki um að vorið hefur svipuð áhrif á þær nokkrar og þig. Ég held að þú ættir að bjóða kærustunni í bíltúr á falleg- um sumardegi. Taktu með mjúkt teppi, kodda og nesti sem þú hefur sjálfur smurt af kostgæfni. Til að mynda mæli ég persónulega með því að þú útbúir litíar sætar samlok- ur með áleggi sem þú veist að er í uppáhaldi hjá henni. Það er æðislegt að láta stjana við sig og hugulsamur kærasti kemur hvaða stelpu sem er í gott skap, jafnvel lostafengið gott skap. Eftir nart í nestið gætirðu svo byrjað að narta í hana. Láttu vaða! Giænai og graðai kveðjui, Ragga. I grsenni lautu bar... Kynörvan Matur hefur löngum veriö tengdur ást og kynlífl og fjöldi fæöutegunda er tengdur við munúð og syndir holdsins. Ótal dæmi er hægt að finna um þessi sterku tengsl fæðu ? og langana og eitt það elsta þekkj- um við flest úr frásögn Biblíunnar af falli Adams og Evu í aldingarðin- um Eden. Þegar minnst er á kyn- örvandi mat koma ostrur upp í huga flestra en margar aðrar teg- , undir matar og krydda eru notaðar 0 í sama tilgangi, hvort sem er tif V lækningar á ýmsuin „kvillum“ eða til að komast í rétta skapið fyrir réttu augnablikin. APRIKÓSUR í Kína til forna var talið að þessi fal- legi ávöxtur væri tákn nautna. Best er að bjóða elskhuganum upp á rauðleita apríkósu en þær eru fers- kastar fr á maí til júlí. BANANAR Það skal engan undra að þessi sæti, rjóma- kenndi ávöxtur sé talinn til kyn- örvandi matar, prófaðu að mata elskhugann á ban- ana og hver veit hvað gerist. KARDIMOMMA Samkvæmt indverskum jurtafræð- um er gott að fá sér bolla af kardi- mommu soðinni í mjólk, blandaðri hunangi, fyrir svefninn. Drykkurinn á að hjálpa við að laga getuleysi og of brátt sáðlát. FÍKJUR Þetta er einn munúðarfyllsti ávöxtur veraldar. Þessi safaríka og sæta bragðbomba er upprunnin í Asíu og er einungis í boði frá júní til október. Ef þú hefur ekki bragðað á þessum kynörvandi ávexti er tilvalið að bjóða hann fram með rjóma og sykri og njóta með ástinni sinni. HUMAR Það er mjög kynæsandi að borða humar með fingrunum, löðrandi í smjöri eða olíu. Ef þú trú- ir því ekki, leigðu þá Flash Dance. SAFFRON Þetta dýra krydd er sagt verka líkt og kynhormón og virkja næm svæði líkamans. Gott er að setja örlítið saffron í til dæmis pæellu og borða til að koma sér í rétt skap. Nokkur ráð áður en þú hittir tengdó í fyrsta skipti Hugaðu að klæðaburði Ekki klæðast of flegnum fötum þegar þú hittir tengdó í fyrsta skiptið. Þú vilt varla hafa augu tengdapabba og mága á milli brjóstanna á þér yfir matnum. Sinntu heimavinnunni Spurðu kærasta/kærustuna þ(na um nöfn, störf, áhugamál tengdafor- eldranna og eitt og annað sem þér dettur (hug áður en þú hittir þau. Veru smekklega klædd/ur Ekki vera I of stuttum, klæðalitlum fötum. Komdu með gjöf Færðu tenda- foreldrum þfnum rauðvíns- flösku, blómvönd eða eitthvert Ktilræði til að kæta þau við komu þína. Ekki verða full/ur Gættu hófs ( áfengisdrykkju fyrir framan tengdaforeldra þ(na. Stilltu þig Ekki sofa hjá kær- astanum/kærustunni heima hjá tengdó fyrsta kvöldið, ekki láta alveg eins og heima hjá þér. Það er ekki vist að tengdaforeldrar þfnir liggi í stofusófanum með tærnar upp í loftið þrátt fyrir að þú gerir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.