Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005 15 Birtan í hálsakoti Frá áramótum hef ég starfs míns vegna þurft að keyra vestur á Reykhóla oftar en ég er vön. Reyk- hólar eru rétt inni í hálsakotinu á íslandi. Ég hef alltaf séð ísland fyr- ir mér í eins konar dýrslíki þar sem Vestfirðir eru hausinn, Fells- Óperusöngkonan segir flnna Jónsdóttir fjallar um það hvernig Islandereinsogdýrí laginu. strönd og Skarðsströnd barkakýl- ið, Snæfellsnesið framfætur, Reykjanesið svona einskonar aft- urfætur, Austurland rassinn eða afturendinn, Suðurland maginn og Norðurland bakið með sínar kryppur. Ég hef þurft að keyra svolítið oft vestur í hálsakot síð- astliðinn vetur. Þetta er allt svona frekar venjulegt framan af, maður keyrir frá Reykjavík og upp í Borg- arfjörð, yfir Bröttubrekku, fram hjá Búðardal og síðan yfir Svína- dalinn. En þegar komið er niður af honum þá opnast önnur veröld. Allt verður yfirnáttúrulega blátt. Andinn tekst á loft og náttúran, loftið og sjórinn mynda einhverja töfra sem eru óútskýranlegir. Maður keyrir svo áfram algjörlega uppnuminn og þessi dýrð og þessi birta fylgja manni alla leið vestur á Reykhóla. Þar birtast þó fyrst töfr- arnir í öllu sínu veldi. Sjór, eyjar, fjöll, land og líf leika svo fallega á strengi sína að enginn verður ósnortinn. Ég fyllist gleði yfir að vera til og get ekki annað en þakk- að almættinu fyrir þessa miklu dýrð og fyrir að leiða mig á þenn- an stað. Ef þú ert í leit að náttúr- fegurð og andagift þá mæli ég með ferð vesmr í hálskotið til Reykhóla. Ættu að taka sér Guðmund Bjarnason til fyrirmyndar Reykvíkingar hundsa vandamálin Stoltur Akureyringur hringdi: Ég varð svo aldeilis hlessa þegar ég frétti af lélegri þátttöku í aðgerð- um gegn ofbeldi í Reykjavík fyrir skemmstu. Aðeins 400 manns mætti til að sinna þessu brýna mál- efiii. Á Akureyri mættu hins vegar um þúsund manns í mörgum sinn- Lesendur um mannfærra bæjarfélagi og mér finnst það hafa borgað sig, það hef- ur allt verið með kyrrum kjörum síðan mótmælin vom hér fyrir norðan. Mér finnst þetta til marks um það að Reykvíkingar hugsi ekki nógu mikið um náungann, hugsa bara um þá sem standa sér næst en láta aðra sig ekki varða. Það þarf að skera upp herör gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það er og þetta byijar allt hjá fólkinu sjálfu. Ef við látum öll vandamál um eyru okkar þjóta munum við aldrei leysa þau. í Ijósi allra þeirra skelfilegu ofbeldis- mála sem komið hafa upp á þessu ári er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna þátttakan var svona léleg í Reykjavík. Emil Thorarensen skrifar: Hann Guðmunur Bjamason hjá fbúðarlánasjóði, fyrrverandi félags- mála- og umhverfismálaráðherra fyr- ir Framsóknarflokkinn, er fyrirmynd embættismanna og stjómmála- manna, hvað það snertir. Hann hringir til baka í fólk sem er að reyna að ná í hann. Það er nóg að biðja einkaritara hans um að hann hringi ef hann er upptekinn. Mín reynsla hefur margoft sannað það. Ég fór að hæla honum fyrir þessa góðu kosti og sagist hann alltaf hafa gert þetta, bæði sem þingmaður, ráð- herra og forstjóri Ibúðarlánasjóðs. Eitt sinn hringdi hann í mig á tíunda tímanum að kvöldi og þá var hann að hafa samband við þá sem höfðu lagt inn skilaboð þann daginn og hann ekki komist fyrr til að afgreiða. Þetta er svoh'tið annað en með hann Halldór Ásgrísson forsætisráð- herra, en hér áður fýrr gat maður ávallt náð í hann, enda hef ég verið gegn og góður ffamsóknarmaður, en nú er hann orðinn svo merkilegur maður að hann má greinilega ekki vera að því að rækta samstarfið við grasrótina lengur. Auðvitað er maður ekki að tala við þessa menn daglega enda er mikið að gera hjá þeim en ég get staðfest það að þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þá lagði hann sig fram við að hafa samband til baka og hann sagði mér eitt sinn að öll skila- boð sem kæmu inn á borð til hans væru tekin fyrir, sama hvaðan úr þjóðfélaginu þau kæmu. Þjónustan á Subway ekki til eftirbreytni Dögg hringdi: Ég er hundleið á þjónustunni á Subway í JL húsinu og niðri í bæ. í hvert skipti sem ég versla þar vantar eitthvað hráefrú, eitthvað er bilað og allt gengur svo rosalega hægt að það fer að koma að því að ég hætti að versla þar. f gær vildi ég til dæmis fá steikar- og ostabát en hann var ekki til, þá bað ég um einhvem bát sem er góður með BBQ-sósu og þá sagði af- greiðslugribban að það væri BBQ- rifjabáturinn og að BBQ-sósa ætti ekki að vera á steikar- og ostabátnum. f ljós kom að BBQ-rifjabáturinn var ekki heldur til þannig ég endaði á því að kaupa bræðing, en hann er miklu dýrari. Hvemig endar þetta? I fyrsta lagi hlýt ég að mega ákveða hvort ég vil fá í BBQ-sósu á steikar- og ostabátinn minn en ekki hún og þegar maður ætlar að kaupa ákveðna vöm sem kostar ákveðið mikið og hún er ekki til er þá ekki eðlilegt að maður borgi það verð sem á henni er en ekki það sem maður neyðist til að kaupa sem er dýrara? Þetta er nú einu sinni vara sem er auglýst uppi á töflu hjá þeim allt árið um kring. Að auki var ekki til ítalskt brauð sem ég vildi og súkkulaðibitakök- Subway Dögg er orðin langþreytt á lélegri þjónustu og vöruskorti á Subway. umar vom einnig búnar. Mig langar bara að koma þessu til skila til þeirra sem ráða yfir Subway því það hlýtur að vera stefna þeirra að bjóða upp á betri þjónustu en þetta. Ef ég myndi reka þetta fýrirtæki myndi ég endur- skoða þjónustuhlutann vel, þetta er ekki til fyrirmyndar á Subway. Foster kemur fram í fyrsta hlutverkinu sex ára þann 19. maí árið 1969 kom stór- leikkonan Jodie Foster fram í sínu fyrsta leiklistarhlutverki í sjóvarps- þáttaröðinni Mayberry R.F.D., þá á sjötta ald- ursári. í þætt- I daq árið 1943 lögðu Churchill og Roosevelt á ráðinn með D- daginn í fyrsta sinn inum fór Foster með hlutverk skóg- arálfs en í þættinum fór Buddy Foster bróðir Foster með töluvert stærra hlut- verk. Leikferill Foster hófst þegar hún var Foster hélt áfram að birtast í aug- lýsingum þar til hún fékk hlutverkið í Mayberry R.F.D. Ferill Foster hefur verið mjög farsæll, enda hefur hún tekið að sér mörg eftirsóknarverðustu hlutverkin sem Hollywood hefur boðið upp á fýrri konur. Fyrsta hlutverkið sem hún fór með í stórri kvikmynd var hlutverk ungu gleðikonunnar Iris Steensma í Taxi Driver. Foster var þá aðeins 14 ára gömul, en auk hennar fóm stjömur á borð við Robert DeN- iro, Harvey Keitel með hlutverk í myndinni. Foster fæddist í Englaborginni í Kaliforníu 19. nóvember 1962 og hefur hún leikið í ótrúlegum fjölda kvikmynda. Hún hefur tvívegis hlot- ið Óskarinn fyrir leik sinn, fyrst árið 1988 fýrir frammistöðuna í mynd- inni The Accused og aftur árið 1991 þegar hún lék Clarice Sterling í The Silence og The Lambs á móti Ant- hony Hopkins sem hlaut verðlaunin Jodie Foster ihlutverki ungu hórunnar Iris Steensma t Taxi Driver. Þávarhún 14 áraog varð snarlega stórstjarna þegar myndin kom út. fyrir túlkun sína á Hannibal Lecter. Jodie var skýrð Alicia Christian Foster en tók snemma upp nafnið sviðsnafnið Jodie. Afturlappirnar Anna bendir á hvernig Island er elns og dýr I laginu og fínnst henni Reykja- nesið vera afturfæturnir en Austurland rassinn. .. .að yfirgefa Eden? „Ég er að hætta vegna þess að ég hef orðið fyrir heilsufarslegum áföllum. Ég fór 1 krabbameinsmeð- ferð árið 2003 og í haust þurfti ég að fara í opinn hjartauppskurð út af Qórum kransæðum sem vom stíflaðar. Undirvagninn í lagi Eftir þessar tvær aðgerðir er ég hressari en ég hef verið f tuttugu ár. Ef ég lfki þessu við forláta fombíl ffá fæðingarári mínu 1929 þá þarf að sjálfsögðu að gera við bílinn annað slagið. Ég er sjálfur búinn að fara í „bodý'-viðgerð, sem var krabba- meinsmeðferðin, og það er búið að taka upp mótor- inn, sem var hjartaaðgerðin, en það ekkert farið að Líta á undirvagn- inn enda held ég að hann sé í lagi. Heimsfrægur staður í ljósi þeirrar staðreyndar að ég er orðinn 76 ára finnst mér skemmtilegra og eðlilegra að segja skilið við staðinn sem ég hef starfað við stærstan hluta lífs míns lifandi fremur en dauður og ég vil skilja við hann í höndurn góðs fólks. Eden er orðinn frægur staður og ekki bara innanlands því ég hef í gegnum tíðina fengið mikið af fjöl- miðlamönnum í heimsókn frá hin- um ýmsu löndun, eins og t.d. Japan, Kína, Bretlandi, Þýskalandi og víð- ar. Þannig að það væri sorglegt ef Eden myndi hætta um leið og ég og í raun ættu ekki að vera neinar ástæður til þess. Getur vaxið áfram Það eru í raun óteljandi mögu- leikar í boði fyrir þann sem kemur til með að taka við og ég get tekið sem dæmi að þrátt fyrir ævistarfið hef ég ekki nýtt nöma einn þriðja af því landi sem til- heyrir staðnum þannig að það eru margir kostir í stöðunni. Þó að ég sé að yfirgefa Eden eins og Adam forðum þá er parardísar- garðurinn enn til staðar og hann getur haldið áfram að vaxa og dafna. Adam úr Hafnarfirði Ein saga um Eden sem ég hef oft sagt og er alltaf jafn skemmtileg er eitthvað á þessa leið: Fyrirrennari minn í aldingarðinum Eden, hann Adam gamli, var alveg örugglega Hafnfirðingur. Hann var á gangi í þessum yndislega garði með feg- urstu konu heimsins nakta sér við hlið og það eina sem karlinum dett- ur í hug í stöðinni er að spyrja hina guðdómlegu og nöktu Evu hvort hann megi ekki fá eitt epli." . P. u_f.,r rpiu5 Fden í Hveraqerði í 48 ár en nú hefur hann "siðnaðhætta rekstrinum og njótaefriáranna utanskarkala verslunar- .ð'ð að hætta reKstrmu g j 76 ára gamall og hafa Irfinnarðinn Eden og notið ævikvöldsins i ro og spekt._______________ ...og það er búið að taka upp mót- orinn, sem var hjartaaðgerðin, en það ekkert far- ið að líta á undir- vagninn enda held ég að hann sé í lagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.