Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005 Menning DV Úthlutað ur Menningarsjóði Gamli Menningarsjóðurinn sem Jónas frá Hriflu stofnaði og var um árabil I senn styrkja-, listamanna- launa- og útgáfufýrirtæki Islenska lýöveldisins er enn til og er núna notaður til að styrkja ritun og útgáfu menningarverka. Stjórn sjóðsins er sklpuð af Alþingi og sitja þar á palli þau Bessí Jóhannsdóttír.Jakob Frí- mann Magnússon og Kári BJarna- son. I fyrradag var tilkynnt um út- hlutun þessa árs og voru veittar rúmar 17 miljónlr til 69 aðila. Stærstu styrkirnar, upp á hálfa milj- ón króna,fá verkefnin Stjórnarskrár- bókin eftir ýmsa höfunda, verk um ísland og skáksögu heims- ins, safn af ræð- um og fyrlr- lestrum Mattí- asar Jóhann- essen.Fjögur hundruð þús- und krónur fara I hvern eftirtal- inna:ævisögu JónsúrVörsem Magnús Bjarn- freðsson er að skrifa, verk um Iff og Ijóð Davfðs Stefánssonar eftir Erling Sígurðsson, hljóð Brennu-Njálssögu fær viðbótarstyrk, útgáfa á ein- söngslögum Páls ísólfssonar er styrkt Ifka og málnotkunar og hug- takabók Jóns Hilmars Jónssonat. Magnús Bjarnfreðs- son skrifar ævisögu Jóns úr Vör Smærri styrkir, 300-100 þúsund, eru fjölmargir: sunnlenskar þjóðsögur, ævisaga Guð- mundarStein- grlmssonar trommu- leikara, rit- gerðasafn um ný við- horf f utan- rlkismálum, úttekt á sög- umGuðrúnar Helgadóttur, ævi- saga Þorsteins M. Jónssonar, bóka- útgefanda og bókasafnara með meiri sem Viðar Hreinsson vlnnurað.fimmta bindi bókmenntasögu Máls og menning- ar er styrkt og ævi Hannesar Haf- stein eftir Gunnar Friðriksson. Böðv- ar Guðmundsson hyggur á útgáfu þriðja bindir bréfa úr Vesturheimi og væntanlegt er Ijóðasafn Jóns Ara- sonar biskups. Guðrún Helga- dóttir lendir und- írhnff bók- menntafræðinga. Margvfsleg og fjölbreytlleg efni ein- kenna listann sem ógetið er um. Augljóslega er margt fróölegra texta á leið til útgáfu sem horfatil mennlngar- legs auðs og bókaútgef- endur treysta sér ekki f nema Hannes Hafstein á með tilstyrk úr frfmerki en kemur sjóðum skatt- brátt á bók. borgara. Spyrja má hvort safn kveðskapar um skák á erindi á mark- að sérstaklega, eða tfmarit á borð viö Andvara og Hugin eigi rétt á slfk- um styrkjum. Latfnukvæði Brynjólfs biskups verða lesin af fáum sér til skemmtunar. Má f raun spyrja hvort margt efni á styrkjalistum Menning- arsjóðs eigi ekki frekar heima á vef- sfðum en á bók. Áður óþekkt safn verka og persónulegra muna Friedu Kahlo hefur fundist í Bláa hús- inu, heimili hennar síðustu æviárin. Þar á meðal er einkasafn sem telur hátt í 26 þús- und bréf og skjöl sem talin eru varpa enn skýrara ljósi á líf listakonunnar, storma- sama sambúð hennar og Diegos Riviera og ótal elskhuga hennar af báðum kynjum. Margir eru hissa á því að starfs- menn Bláa hússins í Mexico borg skuli ekki hafa vitað hvað aflæst bað- herbergi í húsinu hafði að geyma, segir Christopher Tumer í grein í Gu- ardian um málið í gær. Meðal þeirra gripa sem fundust í baðherberginu er sérsmíðaðir stígvélaskór Friedu, fóst- ur í geymsluvökva sem læknir henn- ar gaf listamanninum bamlausa, eymalokkur úr fflabeini sem Picasso gaf henni og 180 tehuantepac-slár sem vom einkennisklæðnaður henn- ar. Mestur fengur þykir þó í stóm safni pesónulegra gagna sem talið er að varpi skýrara ljósi á þessa virtu listakonu. Lifandi goðsögn Síðastliðinn sunnudagskvöld sýndi Sjónvarpið kvikmynd sem gerð var fyrir fáum árum um líf Friedu sem var áralangt metnaðarmál sam- löndu hennar Sölmu Hayek. Þar vom flestar persónur í dramatísku og skrautíegu lífi Friedu kynntar til sögu. Riviera, eiginmaður hennar, lést 1958 og þá gerði stuðningskona hans, auðkýfingurinn Dolores 01- medo Patino, Bláa húsið að safiú helguðu verkum Friedu. Patino átti 25 verk eftir málarann. Allar þær myndir verða á yfirlitssýningu í Tate Modem í London sem opnar í júní. Henni var lítið um verk Friedu gefið, hafði þegið myndimar af Riviera fyrir bænastað hans og greiddi fyrir þær 1600 Bandaríkjadali. Patino lést fýrir þremur árum og hafði þá staðið í vegi fyrir að líf og hættir Friedu yrðu kunnir. Aldarminning 2007 Sonur hennar, Carlos Phihps tók þá við rekstri húsanna sem móðir hans gaf til að hýsa verk Riviera og Kahlo. Hann hefur nú einsett sér að vinna fúllkomna skrá um verk Friedu fyrir aldarafmæli hennar 2007. Hann segir að sú goðsögn sem þegar hefúr myndast um listakonuna verði nú endurskoðuð í ljósi þeirra gagan sem fundust. Lýsingar hans á listakon- unni em ófagrar. Frieda var veik, hún var rúmliggjandi og skapill, þreif sig ekki og híbýli hennar lyktuðu af van- þrifúm. Myndir föður Friedu Meðal þess sem fundist hefur er glerplötusafn úr eigu föður Friedu. Wilhelm Kahlo fluttist til Mexico frá Þýskalandi 1891 og kvæntist móður Friedu þremur árum síðar. Hún var ólæs og heittrúaður kaþólikki. Þeim varð fjögurra dætra auðið, en einn son áttu þau sem fæddist andvana. Frieda var sú þriðja í röðinni og gekk föður sfnum í sonar stað. Hann myndaði hana í karlmannsfötum í ffægri mynd 1926. Wilhelm var opinber ljósmyndari einvaldsins Diaz og skyldi eftir sig gríðarlegt safri ljósmynda af opinber- um byggingum Mexíkó. Á þriðja ára- tugnum urðu ljósmyndir hans mikils metnar sem gögn um þjóðararf og hann komst í efhi og gat sent dætur sínar í dýra einkaskóla. í einum slík- um hitti Frieda Riviera sem var 20 árum eldri en hún. Blá húsið Þegar eru á kreiki kenningar um áhrif föður á dóttur og er þá einkum litið til þess stjarfa sem einkennir myndir þeirra beggja, hans sökum þess að myndir voru teknar á tíma og lýsti af þeim kyrrstöðu, en hennar verk eru sagðar leita í þá tilfinningu. Hún málaði í allt 66 sjálfsmyndir. Þau Diego Riviera bjuggu saman sitt í hvöru húsinu sem voru tengd með brú. Faðir hennar settist að í Bláa húsinu sem varð síðar hennar hinsta skjól. Þar myndaði hann verk hennar uns elliglöp gerðu hann óstarfhæfan. ímynd föður hennar var um síðar miMlvægt tákn í mál- verkum Friedu og ljóst er af þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar um fúndinn í Bláa húsinu að síðasti steinninn hefur ekld verið lagður í kenningasmíði um sam- band þessa þýsk-ungverska ljós- myndara og áhugamálara og dóttur hans sem eftir bflslys á unga aldri var mörkuð fyrir lífstíð - svo sem sjá má í meistaraverkum hennar með ohu á striga. Tvær sýningar verða helgaðar Fríedu Kahlo ísumar íLondon: Tate Modem og National Portrait Gall- ery, sú fyrri opnar 9. júní en hin seinni er opin til 26. júní. Lars von Trier tekst enn aö hræra upp í hugum vanaþræla suður í Cannes Kynþáttafyrirlitning í Mandalay Leiðari í danska dagblaðinu í gærmorgun fjallaði um blaða- mannafúnd Lars von Trier á kvik- myndahátíðinni í Cannes þar sem hann fór háðulegum orðum um forseta Bandaríkjanna. Tilefni fundarins var frumsýning á annari myndinni í Ameríku-þrfleik Lars, Mandalay, kvikmynd sem gerist á plantekru þar sem enn eru þrælar þrátt fyrir að þrælahald hafi verið bannað fyrir mörgum áratugum. Raunar áttu menn von á því suður á strönd að það yrði uppi- stand. Lars er vanur að valda fjaðrafoki hvar sem hann þar að vekja athygli á kvikmyndum sín- um. Frumsýningin vakti jú mikla athygli en ekki hefur frést mikið af hrifningu, en danska pressan segir hann njóti mikillar virðingar þar syðra. Menn eru hættir á púa á Lars von Trier. Lars segist hæglega geta ganrýnt Bandaríkin þótt hann hafi aldrei stigið fæti þar á jörð: „Frá Banda- ríkjunum koma 60% af þeim hugs- unum sem fylla á mér heilann, 60% af grunninum sem ég byggi líf mitt á, 60% af orðum mínum. En ég er ekki Kani. Ég get ekki kosið, bara setið á mínum stað í landi sem er undir slæmum áhrifum. Bush er asshole en tölum ekki um hann. Ameríka situr ofan á heiminum, þess vegna bý ég til kvikmynd rnn Ameríku. Er það skrítið? Mandalay gerist á bómullarekru í Alabama. Það vakti fúrðu hversu margir leikarar í hlut- verkum þeirra svörtu í myndinni voru breskir. Níu af tólf meginhlut- verkum myndarinnar eru leikin af svörtum breskum leikunrm. Þeir bandarísku þorðu ekki að taka þátt í henni. Hinn kunni bandaríski leikari Danny Glover var einn þeirra þriggja sem þorðu. Hann sagði á títtnefndum blaðamaimafúndi að sér hefði ekki þótt óþægilegt að leika í myndinni sem segir sög frá sjónarhóli hinna hvítu þrælahald- ara. Það er einmitt það sjónarhom sem menn óttast að fari kolöfugt ofan í bandaríska áhorfendur: að svarti maðurinn þoli ekki sjónar- miðið og hinir hvítu neiti að kann- ast við það. Síðasti og þriðji hluti verksins á að heita Washington. Eins og kunnugt er fór Nicole Kidman með aðalhlutverkið í fyrsta hlutanum, Bryce Dallas Howard tók við hlut- verki hennar í öðrum, en möguleiki er að Nicole komi aftur að verkefii- inu. Bryce segist reiðubúin að klippa af sér tá til að fá að vinna meira með Lars. Annað en Björk. Lars hefur aftur sagt að hann þurfi hlé frá þessu verkefni. Hvað hann tekur sér fyrir hendur í millitíðinni skal ósagt látið. Verkefnið varð til þess að hann sleppti því að leik- styra Niflungahringnum f Bayr- euth. Hvar sem þessi snjalli Dani stingur sér niður verður það ömgg- lega fréttnæmt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.