Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 10
1 0 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Formaöur Félags Víet-
nama á íslandi segir
moröingja hafa reiðst af
litlu tilefni
Ekki í samræmi
við hefðir
Víetnama
Formaður Félags Víetnama á
íslandi, Teiftir Minh Phouc Du,
segir afar sérstakt að menn fremji
morð vegna brots á þeirri víet-
nömsku hefð að ávarpa sér eldri
menn á tiihlýðilegan hátt. Eins og
DV hefur greint frá mun árásar-
maðurinn í Hlíðarhjallamorðinu,
Tien Nguyen, hafa reiðst fómar-
lambi sínu gífurlega af þessum
ástæðum og talið að hinn látni, Vu
Van Phong, hefði ekki sýnt sér til-
hlýðilega virðingu.
„Það er í lagi að víkja frá þessari
reglu ef viðmælandi manns er á
svipuðum aldri eða ef rætt er sam-
an á léttum nótum," segir Teitur.
Tien Nguyen, sem nú situr í
gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni er
aðeins þremur árum eldri en
maðurinn sem hann stakk til
bana. Tien er sagður mikill skap-
maður með víni og segja vinir
hans að hann geti þá verið erfiður
viðureignar og reiðst af minnsta
tilefni.
Teitur, hjá félagi Víemama,
segir það af og frá að hefðir og
venjur Víemama séu á þá leið að
ráðast að, hvað þá myrða, menn
sem brjóta siðareglur sem þessar.
Harmleikurinn í Hlíðarhjalla mun aldrei liða úr minni konunnar sem horfði upp á
líf eiginmanns sins fjara út á stigaganginum. Hún kvíðir framtíðinni sem nú tekur
við. DV hefur stofnað til söfnunar fyrir ekkjuna og þriggja ára dóttur hennar og
hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að leggja henni lið.
Aðilar sem starfa að málefnum innflytjenda segja mörgu ábótavant
Áfallakerfi fyrir innflytjendur vantar
Toshiki Toma, sem mikið hefur
starfað að málum innflytjenda á ís-
landi segir að ekki sé næglega gott
skipulag á því hvernig bregðast
skuli við þegar innflytjendur verða
fyrir áfalli, eins og að
missa aðstandanda á
vofeiflegan hátt.
„Það vantar áfalla-
kerfi sem getur að-
stoðað fólk eins og
ekkju mannsins sem
myrtur var í Hlíðar-
hjalla. Þetta er eitt-
hvað sem við þurfum
að hugsa,“ segir
Toshiki. Fjölskylda
mannsins sem var
stunginn til bana í
Hlíðarhjalla var við-
stödd þegar hinn
hryllilegi atburður
átti sér stað. Friðrik
Smári Björgvinsson hjá
Lögreglunni í Kópavogi
segir að mæðgunum Viet og Krist-
ínu hafi þegar verið boðin áfalla-
hjálp en hún hafi ekki verið þegin.
„Þær verða þá að leita sér þessarar
hjálpar á eigin vegum,“ segir Frið-
rik Smári.
ar að óska eftir viðræð-
um um ástandið i mál-
efnum innflytjenda.
Framkvæmdastj óri
Alþjóðahússins, Einar
Skúlason, segir að Al-
þjóðahúsið geri hvað
það geti til að aðstoða
ekkjuna. Starfsmaður
á þeirra vegum hafi
farið að hitta hana og
kynnt henni þá mögu-
leika sem Alþjóðahús-
ið bjóði upp á. Þá hafi
Alþjóðahúsið einnig
lögfræðing á sínum
snærum, Margréti
Steinarsdótmr, sem
geti aðstoðað ekkjuna
við eftirmál morðsins í
Hlíðarhjalla. „Hins vegar
er það þannig að það
vantar ýmislegt upp á þá
þjónustu sem innflytjendum
er boðin," segir Einar og bætir
við að Alþjóðahúsið hyggist
ræða við aðila á þessu sviði
um þessi mál í kjölfar morðs-
ins í Hlíðarhjallanum.
Sýslumaðurinn á Akranesi
Stillholti 16-18, 300 Akranesi, s: 431 1822
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi,
sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Suðurgata 87, fastanr. 210-2035, Akranesi, þingl. eig. Halldóra
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun hf, miðvikudaginn
25. maí 2005 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
18. mai 2005.
Esther Hermannsdóttir, ftr.
DV hefur stofnað til söfnunar fyrir Thanh Viet Mae og þriggja ára
dóttur hennar Kristínu. Vinnuveitandi hennar, Sigurður Jónsson
sem staðið hefur sem klettur við hlið fjölskyldunnar, segir hana
djúpt snortna en minnir um leið á að fjölskylda árásarmannsins
eigi einnig um sárt að binda.
Eiginmaður Viet, Vu Van
Phong, var stunginn til bana í Hlíð-
arhjalla síðastliðinn sunnudag.
Viet sagðist í viðtali við DV í gær
kvíða framtíðinni enda sá eigin-
maður hennar að mestu fyrir fjöl-
skyldunni. Hann vann tvær vinnur
en gaf sér að sögn eiginkonu hans
ávallt tíma til að vera með Kristínu
dóttur þeirra og hjálpa til við
heimilisstörfin.
Rauði krossinn tekur þátt
Viet gengur með barn látins eig-
inmanns síns undir belti og for-
eldrar hennar eru búsettir í Víet-
nam. Hún á þó frændur og frænk-
ur hér á landi sem hafa aðstoðað
Rauði kross íslands
Reykjavíkurdeild
DVsafnarfyrir
Viet og Kristínu
Fyrir þá sem vilja leggja Viet
og Rristínu dóttir hennar lið er
reikningsnúmerið 301-26-350, kt.
530269-1839.
Rauði krossmn hefur tekið að
sér að vera vörsluaðili söfnunar-
fjárins og mun tryggja að það
renni óskipt til Viet og dóttur
hennar, Kristínar.
„Hún er djúpt snortin
og þakklát."
hana af fremsta megni og
hafa verið við hlið hennar
síðan á sunnudag.
Reykjarvíkurdeild
Rauða kross íslands hefur
tekið að sér að vera
vörsluaðili söfnunarfjár-
ins, sem mun renna óskipt
til Viet og dóttur hennar.
Rauði krossinn mun einnig, í
samstarfi við Alþjóðahúsið,
tryggja að Viet fái alla þá hjálp
sem hún kann að þurfa á að halda
í því ferli sem fór af stað við fráfall
eiginmanns hennar.
Viet djúpt snortin
Vinnuveitandi hjónanna, Sig-
urður lónsson í efnalauginni
Björgu, hefur verið fjölskyldunni
innan handar á þessum erfiðu tím-
um og mun halda því áfram. „Viet
og fjölskylda hennar eru ákaflega
þakklát fyrir þá jákvæðu umfjöllun
sem verið hefur um málið," segir
Sigurður. „Hún er einnig djúpt
snortin og þakklát vegna fyrirhug-
aðrar söfnunar sem fram á að fara.
En biður um leið um frið til að ein-
beita sér að því sorgarferli nú fer
fram.“
Sigurður bendir einnig á að
harmleikurinn í Hlíðarhjalla eigi
sér tvær hliðar. „í Keflavík er
einnig fjölskylda sem á um sárt að
binda," segir Sigurður og minnir á
að eiginkona árásarmannsins sé
ein á báti með tvö ung börn á með-
an maður hennar dvelur í gæslu-
varðhaldi og bíður dóms.
andri&dv.is
Vu Van Phong
Stunginn tilbana
á sunnudag.
Jón Atli er hjartahlýr, jákvæður,
uppörvandi og æðrulaus.
Jón Atli er með stóra þjó-
hnappa og er i lélegu formi.
„Hann Jón Atli er traustur vinur
og mjög óeigingjarn, sem er mik-
ill kostur. Hann er líka
maður sem maður vill
vera I kringum. Enginn er
þó gallalaus og ég finn
JóniAtla það helst til for-
áttu að hann er bara alls
ekki í neinu formi. Hann bara
verður að fara að koma sér í
form. En við leysum núúr þvi og
tökum hann í sirkusþjálfun. Hann
þarfað ná þessu upp."
Gisli Örn Garðarsson leikari.
„Jón Atli er einstaklega hjartahlýr.
Svo er hann líka bæði jákvæður
og uppörvandi.Æðrulaus og ein-
beittur og allt eru þetta
miklir kostir. Ókostirnir
eru hvað hann er með
stóra þjóhnappa. Þetta er
mér talsvert öfundarefni,
nánast rasslausum manninum."
Ólafur Egill Egllsson lelkari.
„Mér finnst hann hrikatega
skemmtiiegur. Ótrúlega duglegur
og vinnusamur, hann Jón Atli. Ég
held lika að hann sé framtíðar-
skáldajöfur landsins þegar kemur
að leikhúsinu. Gallarnir,
hmmm... Hann er galla-
laus, ég er ekkert að grín-
ast með þetta. Hann er I
einhverju nýju hálsbinda■
trendi þessa dagana og mér
finnstþaðæðislegt.“
Nina Dögg Filippusdóttir leikkona.
Jón Atli Jónasson er fæddur í Reykjavik áriö
1972. Hann sendi frá sér smásagnasafnið
Brotinn takt áriö 2001. Hann hefur síðan
skrifaö leikritin Draugalest, Brim og Rambó
7. Hann sótti leikritunarnámskeið í Royal
Court-leikhúsinu I London áriö 2003.
Rambó 7 er frumsýnt á Smíöaverkstæði
Þjóðleikhússins I kvöld.
Ónýtureftir
veltu
Tilkynnt var um bílveltu
á Eyrarbakkavegi rétt fýrir
klukkan sjö í gærmorgun.
Lögreglan á Selfossi var
kvödd á svæðið. Að sögn
hennar slapp ökumaðurinn,
sem var einn á ferð,
ómeiddur út úr óhappinu.
Hann var þó sendur til
skoðunar hjá lækni til örygg-
is. Bfllinn er aftur á móti
ónýtur og var fluttur af vett-
vangi með kranabíl. Lögregl-
an segir að tildrög bfl-
veltunnar séu ekki ljós.