Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 11
DfV Fréttir LAUGARDAGUR 21. MAl2005 11 VW-merkið frá nasistum Volkswagen-fyrirtækið hefur verið lögsótt vegna deilna um höfundar- rétt á einkennis- merki fyrirtækis- ins. Nikolai Borg, 86 ára, sem vann sem grafískur hönn- uður fyrir nasistaflokk Hitlers, segist hafa hannað merkið að skipun yfirboð- ara sinna. Hann segist hafa skjöl undir höndum sem sanni aðháttsettur foringi innan flokksins hafi skipað Nikolai til verksins. Hann á ekki teikningar af endan- lega merkinu en hefur tvö vitni sér til aðstoðar. Hann segist ekki á eftir pening- um, einungis viðurkenn- ingu á verki sínu. Skakkur hundur Albínóahundurinn Orlando í Chile er orðinn háður maríjúana. Eigandi hans, Angelica Fuentes, segir að hann borði lauf af maríjúanaplöntu upp á hvem einasta dag. Þetta gerir hann til að lina þján- ingar sem hann finnur fyrir í kviðarholinu, að sögn Angelicu. Orlando byrjaði að bryðja maríjúana þegar Angelica tók plöntu í fóstur fyrir vin sinn. Orlando fékk sér bita og hefur ekki stoppað síðan. Gróa á Leiti er sakhæf íbúar kólumbísku borgarinnar Icononzo þurfa að gæta að hvað þeir segja í framtíðinni. Borgaryfirvöld hafa kynnt ný lög sem kveða á um að hægt sé að fangelsa þá sem verða uppvísir að því að bera út slúður um aðra. Samkvæmt lögun- um mega þeir sem brjóta lögin búast við um sex milljóna króna sekt eða allt að fjögurra ára fang- elsi. Borgarstjórinn svar- aði gagnrýnisröddum á þann veg að hann hefði áhyggjur af því hversu margir væm fangelsaðir eða drepnir í borginni vegna slúðurs. Klapp kjúklii aðu ingi Vísindamenn frá Singa- pore hafa hannað hug- og vélbúnað sem gerir fólki kleift að klappa kjúklingum með aðstoð intemetsins. Tímaritið Wired News segir þetta fysta skrefið í snerti- möguleikum í gegnum sýndarveruleika. Notendur klappa brúðukjúkling og kerfið túlkar snertinguna á raunkjúkling með aðstoð búnaðarins. Búnaðurinn er meðal annars hugs- aður fyrir fólk sem er með of- næmi fyrir dýrum og fyrir gesti dýra- garða, svo þeir geti til dæmis klappað ljónum eða björnum. Gleði breyttist í sorg þegar smáhundur komst í leitirnar llið rændum ekki smáhundimim „Það er af og frá að við höfum rænt þessum hundi," segir Steinunn Friðriksdóttir sem liggur ásamt fjöl- skyldu sinni undir ásökunum um þjófnað á smáhundinum Nölu. Eig- andi Nölu auglýsti eftir hundinum á síðum DV á dögunum og barst í kjöl- farið ábending um hvar hann væri. Lögreglan var send á heimili Stein- unnar og endurheimti hundinn. Valgerður Steingrímsdóttir, eig- andi hundsins, sagðist hafa hengt auglýsingar upp um allan bæ en enginn hefði gefið sig fram. Henni hafi síðan borist ábending frá dular- fullri konu sem hefði sagt henni frá því hvar hundurinn væri. „Á endanum fór lögreglan til fjöl- skyldunnar og skilaði hundinum til mín,“ sagði Valgerður hissa á því að fjölskyldan hefði ekki skilað hundin- um í tíma. Fjölskyldan sem sökuð var um að hafa tekið hundinn óftjálsri hendi er miður sín út af málinu, þrátt fyrir að viðurkenna að hafa haldið honum í tæpa viku. „Við fundum hundinn á hlaupum yfir umferðargötu, illa til reika og glorsoltinn," segir Björn Davíð Kjartansson, tengdasonur Steinunnar. „Eftir að hafa gefið hundinum að borða athuguðum við dýrasíður á netinu og hringdum í lögregluna eftir tilkynningum um týnda hunda. Ekkert kom upp og hundurinn var ekki merktur." Steinunn segist aldrei hafa ætlað að taka að sér hundinn. Þau hafi skilað honum fegins hendi og jafti- vel búist við fáeinum þakkarorðum úr munni eigandans. „Nú erum við sögð vera hundaræningjar og eðli- lega sárnar manni slíkur rógburð- ur.“ simon@dv.is Hundurinn heim Nala sést hér dsamt barni Valgeröar á slnu rétta heimili. 1*7 % V V * jniiiilin liiM mv • - m *> * * Z m » * • iiti. # 2 • » * m ^****> * 5 - 2 S í ===//=: • <* s • í Ji 2** *!<■*** 5 *• » Z m m £ * m m m m *> £ 2 * m ” » m £ m » m » HSÍ £ S rf'll - fiu* > z « : ; : 3,..^ c = : \\ \ l 4^ m m * m 5 «r»ssf 1siA liis" 3..n 1..r> «...*» 1»....»»...#■ *i||,0* Mili Brimkló Group með bros á vör, sól í hjarta og vasa futla af draumum hatda í KLÚBBINN VIÐ GULLINBRÚ og vonast til að sjá sem flesta í mögnuðu Eurovision partýi. Laugardagskvöld 21. maí Keppnin á risaskjám. kaldur á krananum og svo frábær stemming með Brimklónni langt fram á nótt þar sem sumir af bestur Eurovision slögurunum htjóma um salarkynni Klúbbsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.