Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 22
22 LAUGARDAGUR 21.MAÍ2005 Helgarblað DV Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er baráttujaxl sem vílar ekki fyrir sér að fara eigin leiðir og treður sjaldan annarra slóð. Hann er vinur eiturlyijabaróna og glæpamanna sem hann segir marga hverja meiri menn en suma í eigin stétt. Hann virðir skjólstæðingana og vinnur fyrir þá af einurð með það að markmiði að fá dóma mildaða. Þeir þakka honum með því að láta skíra börnin sín í höfuðið á honum. Marga hefur hann séð verða að betri mönnum en kynni hans af tugthúslimum þessa lands hafa kennt honum umburðarlyndi og slökkt á gömlum fordómum sem vanþekkingin hélt á lífi. Tíkin á Ægisíðunni en börnin í Fram Sveinn Andri býr i Vesturbænum og um hanngengurhann meðhundinn en iætur sig ekki munaumað aka börnum sínuml Framheimilið. Hafði ekki hugáað eiga bör til að þau yrðu KR-ingar framtíöarinnar. „Þaðvar mikil reynsia og ég bý enn að þessum siglingum. Þarna lærði maðurað vinna, kynntist öðrum löndum en það áttu ekki allir kost á því að fara til útlandaþá éins og nú. Ég man að ég var einu sinni tvo mán- uði i Rússlandi sem þá voru Sovétrík- in með KGB-mönnum og vörðum grá- um fyrir járnum á hverju götuhorni „Sjóndeildarhringur minn hef- ur vfldcað og viðhorf mín til manna og eðliskosta þeirra hafa gjörbreyst undangengin ár. Svo sannarlega skynja ég það. Með því hef ég áttað mig á að það hefur ekki alltaf með manndóm og drengskap að gera hvar í réttarsalnum hver og einn tyllir sér niður," segir Sveinn Andri Sveinsson alvarlegur í bragði. Lögmaðurinn sem oftar en ekki tekur að sér mál fíkniefnasmyglara og annarra þokkapilta er maður upptekinn. Hann getur lítið sagt til um það að morgni hvar hann lend- ir að kveldi. Ekki frekar en nokkurt okkar veit yfir höfuð baun um það heldur. Eðli lögmennskunnar er á hinn bóginn að bregðast við þegar kallið kemur og ekki er spurt hvenær brot eru framin. Tvisvar mátti hann fresta þessu spjalli en síðari hluta dags í lok þessarar sól- ríku og hrollköldu viku fann hann sér tíma til að anda; og láta hugann reika til fortíðar. Fylgdi föðurnum eftir skilnað Sveinn Andri hefur lifað fjöl- breyttu lífi, vísast ekki alveg í takt við aðra sem voru honum sam- ferða á sjöunda og áttunda ára- tugnum. „Ég var níu ára þegar for- eldrar mínir skildu og ég fylgdi pabba í Kópavog 11 ára. Hin systk- inin bjuggu hjá mömmu," segir hann og játar að það hafi ekki ver- ið venja á þeim árum að börn fylgdu feðrum þó að vissulega hafi það þekkst. Faðir hans er Sveinn Haukur Valdimarsson hæstaréttarlögmað- ur og Jóhanna Andrea Lúðvígs- dóttir móðir hans. Þau voru annars vegar ættuð úr Jökuldalnum og hins vegar frá Vopnafirði. „Jú, jú,“ svarar hann og glottir, „mamma rekur ættir sínar til danskra kaup- manna en pabbi var sonur Valdi- mars Sveinbjörnssonar, íþrótta- kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en hann er talinn faðir handboltans," segir hann og bætir við að einn afkomenda hans sé einmitt Valdimar Grímsson, fyrr- verandi landsliðsmaður. í félagslífið í MR En aftur í Kópavoginn. Þar ólst þessi verðandi lögmaður upp hjá föðurnum og þriðju eiginkonu hans, Elínu Finnbogadóttur, en hún var af Kópavogsaristókratinu. Finnbogi Rútur var faðir hennar en ekki er ólfldegt að hver Kópavogs- búi hafi einhvern tímann heyrt á hann minnst enda landnemi þar og fyrsti bæjarstjóri. Sveinn Andri segir að gott hafi verið að búa hjá þeim og vonandi hafi uppeldið tekist, en hann var heimagangur í kennarastofunni í Kársnesskóla þar sem hún kenndi. „Um helgar voru mömmuhelgar og þá fór ég til hennar og systkina minna," rifjar Sveinn Andri upp og aftekur með öllu að hann hafi fundið fyrir eftir- sjá. „Ég gat valið, gerði það. Mér leið vel hjá föður mínum og Elínu. Þetta voru bara sanngjörn skipti," svarar hann snöggt. Eftir grunnskólapróf biðu kennslustofur MR eftir Sveini Andra og þar fann hann sig vel. „Já, mér þótti óskaplega gaman í MR. Það átti vel við mig að vera þar sem félagslíf var mikið en ég hafði ógur- lega gaman af því að stússast í því. Var inspector og tók þátt í flestu sem þar bauðst þessi ár í skólan- um. Nýtti mér vel frjálsa mæt- ingaskyldu sém embættið inspector bauð upp á. Maður var alltaf að vinna að fé- lagsmálum," segir hann og brosir út í annað munnvildð. Varð að manni á einni nóttu Mörg sumur þar á undan var Sveinn Andri á sjó. Sigldi með Fell- unum en faðir hans, sem var lög- fræðingur Sambandsins, útvegaði syni sínum pláss á skipum félags- ins. Sveinn Andri rifjar upp þegar hann fjórtán ára fór fyrst á sjó og varð fullorðinn á einni nóttu, eða því sem næst. „Það var mikil reynsla og ég bý enn að þessum siglingum. Þarna lærði maður að vinna, kynntist öðrum löndum en það áttu ekki allir kost á því að fara til útlanda þá, eins og nú. Ég man að ég var einu sinni tvo mánuði í Rússlandi sem þá voru Sovétrfldn með KGB-mönnum og vörðum gráum fyrir járnum á hverju götu- horni. Á þessum tíma var kalda stríðið í algleymingi og þarna var ég, fjórtán ára guttinn, að spóka mig um göturnar," segir Sveinn og réttir út armana orðum sínum til áherslu. Veltir fyrir sér hvað kona hans myndi segja ef hann styngi upp á að sonur þeirra, sem einmitt er á svipuðu reki, færi í siglingar. „Það kæmi ekki til greina og ég get ekki einu sinni séð það fyrir mér,“ segir hann og skellir upp úr. Sveinn Andri segir að kynni hans af mönnunum um borð hafi ekki síður haft áhrif. „Þarna voru alvöru jaxlar, harðir karlar sem töl- uðu út úr skegginu. í fyrsta túrnum var kokkurinn meira eða minna fullur alla leiðina. Og ég fékk að vita hvað það var að vinna en þetta var mér gjörsamlega framandi heimur og ég er þakklátur nú fyrir að hafa fengið að kynnast lífinu á þennan hátt. Svo átti ég alltaf nóg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.