Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2005, Side 44
44 LAUGARDAGUR 21. MAl2005 Sport DV Hvernig fer úrslitaleikurinn í dag? Liklegt byijunarlið Arsenal (4-4-2) Freddie LJungbers Gllb*rto Silva PaWck «era Jose Reyes Dennis Bergkamp Robert Pires Ae' -*ÍS r > . .V' _ “ , ‘i aWaHBHBi HBHBi 1 Ryan Ciggs Ruud van Nistelrooy Paul Scholes Wayne Rooney Roy Keane Darren Fletcher Quinton Fortune Michael Silvestre Rio Ferdinand John O'Shea Roy Carroll Lfklegt byijunarlið Man.Utd (4-2-3-1) Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kveðst eiga betra samband við Alex Ferguson, stjóra Man.Utd, heldur en Arsene Wenger, stjóra Arsenal, og af þeim sökum haldi hann með Sir Alex og félögum í úrslitaleik bikarsins sem fram fer í dag. verúi mistmr tímabilið þegar þeir gátu ekkert og töpuðu mörgum stigum/' „Við höfum undirbúið fyrir að Henry spili, en efég hefrangt fyrir mér mun ég taka sjáifan mig í naflaskoðun og reyna að vera ekki jafn vantrúr á orð kollega míns hjá Arsenal í framtiðinni. Ég mun ekki tilkynna liðið fyrr en á allra síðustu mínútu og við teljum að Henry verði i liði Arsenal. Undirbúningur okkar miðast algjörlega að því hvernig við teljum að Arsenal muni stilla upp í leiknum." Mourinho en stóðst þó ekki mátið um að skjóta örlítið á Wenger. „Hann segir að honum líki ekki eins vel við Chelsea-liðið í ár samanborið við liðið undanfarnar leiktíðir. Ég veit af hverju það er. Því við erum meistarar. Honum líkaði betur við liðið okkar þegar hann sjálfur var meistari. Mér líkaði ekki við Arsenal í upphafi tímabilsins þegar þeir voru óstöðvandi og ég naut þess ekki að horfa á þá þegar þeir unnu Everton 7-0 um daginn," saagði Mourinho og brosti. „Ég var hins vegar ástfanginn af þeim um mitt tímabilið þegar þeir gátu ekkert og töpuðu mörgum stigum. Þess vegna skil ég fullkomlega af hverju Wenger líkar ekki við okkur." vignir@dv.ls „Ég var ástfanginn af Arsenal um mitt Alex Ferguson, stjóri Man.Utd „Ég virði hann, en það er ekki aðeins það. Mér líkar vel við hann," segir Mourinho í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC sem sýnt verður á mánudaginn þegar hann var spurður um hvaða álit hann hafi á Alex Ferguson hjá Man.Utd. Arsene Wenger, stjóri Arsenal „Alex Ferguson getur undirbúið sitt lið undir að mæta Thierry Henry en ég get fullvissað alla um að hann mun ekki spila. Ég er þegar búinn að ákveða að byrja inná með Jose Antonio Reyes, en ég veit samt ekki alveg hvar ég læt hann spila. Ég tel hann vera mun líkamlega sterkari en í upphafi tímabilsins. Við höfum ekki Henry en Reyes er framherji sem getur auðveldlega leitt framlínu okkar. Hann er mikilvægur hlekkur í okkar liði. “ „Ég myndi vilja að Man. Utd sigraði. Það er lítið vandamál fyrir mig að segja það,“ segir Mourinho opinskátt. „Ég á mjög gott samband við Alex Ferguson. Ég tel hann vera stjóra sem á skilið að hljóta titil á hverju ári,“ segir Mourinho á meðan samband hans við Arsene Wenger er ekki eins byggt á jafnsterkum böndum. Wenger er tapsár „Ég þekki hann ekki það vel svo að ég held að það sé ekki sanngjamt að tala um einhvern sem ég þekki ekki persónulega," sagði Mourinho hélt áfram að hæla kollega sínum hjá rauðu djöflunum og sagði hann hafa haft nokkur áhrif á sig í gegnum tíðina. „Hann er þessi karakter sem berst af fullum krafti þegar hann þarf til, en þegar leikjum er lokið getum við sest niður með gott vín í glasi og rætt opinskátt um leikinn. Hann stendur mjög fast á sínum skoðunxun og hefur gefið mér nokkur góð ráð," segir Mourinho, sem er þekktur fyrir allt annað en að sitja á skoðunum sínum. Það kemur einmitt á daginn þegar hann var spurður um hvort hann styddi Man. Utd eða Arsenal í bikarúrslitaleiknum í dag. Innanfótarspyrnur munu ráða úrslitum „Ég vona bara að Arsenal vinni og held að þeir geri það, 2-1. Þeir spiia skemmtilegasta fótboltann á meðan Man.Utd hefur ekki verið að heilla mig íár. Ég er mikill unnandi innanfótarspyrna og held að minn maður Robert Pires skori tvö mörk með slíkum spyrnum íleiknum. Wes Brown minnkar muninn eftir hornspyrnu þarsem boltinn rekst einhvernveginn í hann. Hann skorar með bakinu." Jón Ólafsson, tónlistarmaður og stuðningsmaður Leeds. „Þetta fer 2-1 fyrir mínum mönnum í dramatlskum leik. Van Persie skorar fyrst en Giggsjafnar. Fabregas skorarsíð- an sigurmarkið í framlengingu." Stefán Hilmarsson, söngvari og stuðningsmaður Arsenal „3-1 fyrir Man.Utd. Mjög sannfærandi eins og alltafhjá mlnum mönnum. Nistelrooy skorar tvö og Scholes eitt. Ljungberg skorar eitt sárabótarmark fyrir Arsenal. “ Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálf- ari í handbolta og stuðningsmað- ur Man.Utd. „3-2 fyrir Man.Utd. Rooney með tvö og Ronaldo eitt en Reyes og Pires skora sitt- hvort markið fyrir Arsenal. Þetta verður leikur ungu kynslóð- arinnar." Margrét Lára Viðarsdóttir, knatt- spyrnukona hjá Val og stuðnings- maður Man.Utd. „Ég er á leið upp í flugvél á völlinn og ætla að horfa upp á 2-0 sigur minna manna. Reyes skorar fyrst og síðan verður Henry leikfær, kemur inn afbekknum og setur eitt I lokin." Kjartan Björnsson, rakari og for- maður Arsenal-klúbbsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.