Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 3
Ólafur Ragnar Grímsson og Nand
Khemka Snæddu saman á Hótel Holti.
Nand Khemka er mikill Islandsvinur og
góður kunningi Ólafs Ragnars.
ImlPlínT Ílllpl - fí Mllil
i’illHlllllí i! i|j 'jll
Spurning dagsins
Hefur Samfylkingin eitthvað að fela
varðandi varaformannskjörið^
Á leiðinni að kynna
mérþað
„Ég bara veitþað ekki. Ég bara hef
ekki kynntmér málið nægiiega en
að sjálfsögðu er ég á leiðinni að
kynna mér það."
Barði Stefánsson, listamaður
og ráðgjafi.
„Ég hefbara
ekki mótað
mérskoðun á
málinu."
ína Lilja Jóns-
dóttir sölu-
maður.
„Ég hefbara
ekki kynnt mér
málið nógu vel.
Ég get ekki
dæmt um það
því ég hefbara
fylgst með því
með öðru auganu."
Róbert Douglas kvikmynda-
leikstjóri.
„Nei. Mér
finnst ekkert
athugavert við
það."
Þórður
Ágústsson
barþjónn.
„Það má vel
vera að það sé
eitthvað
gruggugt við
hann Ágúst,
þósvo að
hann sé ungur
og efnilegur
eins og Gísli Marteinn."
Viðar Breiðfjörð öryrki.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, snæddi kvöldverð
með Nand Khemka, ræðismanni íslands á Indlandi, á laugar-
dagskvöld. Ólafur Ragnar og Nand Khemka eru gamlir vinir og
fór vel á með þeim fyrir utan Hótel Holt eftir kvöldverðinn. Eig-
inkona Nand Khemka var einnig með í för, glæsilega klædd að
indverskum hætti.
Koma Nands Khemka hingað til lands tegnist opinberri
heimsókn dr. Abduls Kalam, forseta Indlands, sem kom til
landsins í gær. Kvöldverðurinn á Holtinu var þó aðeins fundur
tveggja vina en ekki opinber viðburður. Ólafur Ragnar virtist
lika hissa á athyglinni.
„Þetta er bara vinafundur og kvöldverður," sagði hann fyrir
utan Holtið í fyrrakvöld.
Nand Khemka er mikill íslandsvinur og býr á Hótel Nordica
meðan á dvöl hans hér stendur. Hann yfirgaf forsetann bros-
andi og ánægður með góða máltíð, enda maturinn ekki í verri
kantinum á Hótei Holti.
Mikið hefur verið rætt um meint kosningasvindl varðandi kjörið á
varaformanni Samfylkingarinnar. Fólk í miðbæ Reykjavíkur virtist
ekki hafa myndað sér skoðun á því enda mikið deilumál á
ferðinni með margar hliðar.
„Við fórum í yflrheyrslu hjá lög-
reglunni eftir að við sendum lón Atla
Jónasson leikritaskáld inn á Alþingi
til að gera hróp að þingstörfum í
beinni útsendingu," segir Jón Gnarr.
Gamla myndin er af Tvíhöfða, þ.e.
Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni,
fyrir ffaman lögreglustöðina árið
1998.
„Jón Atli átti að fara upp á þing-
palla og hrópa: „Bla, bla, þið vitið
ekkert hvað þið eruð að segja!" En
hann er svo mikill róttæklingur og
hrópaði því: „Þið hafið svikið ís-
Það er ekki tilviljun
að orðatiltækið
„einsfallegurog
flugvöllur" þekkist
ekki á neinu tungu-
máli.
Douglas Noel Ad-
ams (11. mars 1952
-11. maí 2001),
Breskur rithöfund-
ur. Þekktastur fyrir
bók sýnaThe
Hitchhiker's Guide
to the Galaxy.
lensku þjóðina með því að
samþykkja gagnagrunnsfrumvarp-
ið!“ Þá tók málið alvarlegri stefiiu. Við
báðum hann ekkert að segja það.
Þetta var dýrkeypt spaug. Við hlutum
skilorðsbundinn dóm í eitt ár og
þurftum að borga málskostnað."
Jón segir þá félaga hafa verið tíða
gesti í yfirheyrslu á þessum tíma.
Þurftu til dæmis að svara fyrir það
þegar Jón stjórnaði umferð ídæddur
sem lögreglumaður. „Það er víst
bannað. Annars sé ég ekki eftir neinu.
Þetta var athyglisverð reynsla. En það
sem er leiðinlegast við það að dansa á
þessarri línu, vera byltingarmaður, er
að mæta í yfirheyrslu hjá lögreglu-
manni sem vélritar hálfa síðu á
klukkutíma. Þeir pikka allt inn með
tveimur fingrum og hafa eflaust kæft
margar uppreisnir í fæðingu með
lélegri vélritunarkunnáttu."
ÞAÐ ER STAÐREYND...
...að þúsundasta
talan i pí er 9.
ÞAU ERU FEÐGIN
Verkalýðsforinginn og söngkonan
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam-
bands Islands og Björk Guðmundsdóttir söngkona
eru feðgin. Guðmundur hefur farið mikinn i baráttu
sinni upp á slökastið og stendur vörð um hagsmuni
verkalýðsins. Hann er frægur fyrir að standa á sínu t
flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Björk er okkar
ástsælasta söngkona fyrr og sfðar og er fræg um
allan heim. Björk hefur hlotið MTV-verðlaun, Brit-
verðlaun og að auki var hún tilnefnd til Golden Glo-
be-verðlauna árið 2001.