Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 30. MAl2005
Menning DV
BRAGl ÓIAFSSON
Skáldsögur
Bragaí ícilju
Tvær nýjustu skálsögur Braga
Ólafssonar, Gæludýrin og Sam-
kvæmisleikir, eru komnar út í kilju
hjá bókaforlaginu Bjarti. Báðar
sögumar hafa fengið einróma lof
gagnrýnenda. Su fyrri var tilnefnd
til fslensku bókmenntaverðlaun-
anna og Menningarverðlauna DV
og sú síðari fékk Menningarverð-
laun DV fyrr á þessu ári.
Skáldsagan Gæludýrin segir ffá
Emil, ungum manni sem kemur til
Reykjavlkur eftir stutta dvöl í út-
löndum og verður þá var við að
gamall kunningi hans, Hávarður
að nafni, er á höttum eftir honum.
Emil reynir hvað hann getur til að
forðast Hávarð en fer jafnframt að
rifja upp með sjálfum sér afdrifa-
ríka daga sem þeir höfðu átt sam-
an í London nokkmm ámm fyrr.
Þetta er grátbrosleg saga um hinn
mikla harmleik sem lff okkar er.
Samkvæmisleikir hefst undir
morgim þegar prentneminn Frið-
bert hefur kvatt síðustu gestina í
þrítugsafmælisveislu sinni. Þá
rekur hann augun í svarta
rúskinnsskó fyrir framan dyrnar á
stigapallinum, skó sem hann
kannast ekki við að hafa séð áður.
Hér er á ferðinni óvenjuleg, ágeng
og bráðskemmtileg saga sem
glímir við merkileg og ómerkiieg
siferðiieg álitamál.
Gæludýrin kemur út í Þýska-
landi síðar á þessu ári en bókin
hefur þegar komið út í Danmörku
og fengið þarfrábæra dóma. Þá er
í undirbúningi kvikmyndun sög-
unnar hér á landi og er verkið enn
á handritsstigi.
Stúdentaleikhúsiö sýnir í Musteri tungunnar
Þú veist hvernig þetta er
Fyrr á þessum vetri sló Stúdenta-
leikhúsið loksins aftur í gegn. Hópur-
inn, sem samanstendur af þeim krökk-
um í Háskólanum sem enn treysta sér
til að taka þátt í félagsstarfi, fékk til liðs
við sig Jón Pál Eyjólfsson leikara og
hann setti saman í sýningu fyrir hóp-
inn.
Árangurinn var sýndur í tónlistar-
miðstöðinni úti á Granda. Jón var síðan
tilnefndur til menningarverðlauna DV
fyrir framgöngu sína með höpinn og
loks var sýningin valin áhugaverðasta
áhugamannasýning vetrarins af þeim í
Þjóðleikhúsinu. Þar hefur sá siður
tíðkast um nokkurra ára skeið.
Þú veist hvernig þetta er flokkast
undir pólitíska og siðferðilega satíru.
Verkið er fjörlega sett á svið og kraum-
andi af hugmyndum. Þykir Jóni Páli
hafa tekist einkar vel að gera hópinn
samhæfðan í hreyfmgum og raddbeit-
ingu. Sýningar verða tvær í Þjóðieik-
húsinu annað kvöld.
Heimilda- og stuttmyndahátíðinni lauk í gær með verðlaunaafhendingu. Forstöðu-
menn hennar eru ánægðir með aðsókn þetta árið og áhugamenn þurfa ekki að ör-
vænta: stuttmyndahátíð Grand Rokk hefst á miðvikudag.
RittölmMr meú m0ml
oo Slmk the Shit múlaimuú
Hátíðin stóð smtt, varaði í aðeins
í fimm daga og var að auki haldin í
nýju en gömlu húsi: Tjamabíói og
var með hjáleigu í kvikmyndahúsi
Vilhjálms Knudsen í Hellusundi.
Gestir voru nær fimmtán hundruð.
Á hátíðinni var frumsýnd heimilda-
mynd Ásthildar Kjartansdóttm: um
Rósku. Annar listamaður var upp-
spretta heimildamyndar: Helga
Brekkan tók saman mynd úr
myndasafni Guðbergs Bergsonar
rithöfundar en hann var virkur kvik-
myndagerðarmaður á tímabili og
skráði hversdagslega og sögulega
viðburði á Spáni, Asóreyjum, í
Portúgal og á fslandi.
Verðlaun
Helga Brekkan heimti verðlaun-
in fyrir sína mynd um Guðberg.
Hending réði því að tveir listamenn
sem voru í framvarðarsveit SÚM á
sjöunda áratugnum og tengdust
hvor á sinn hátt alþýðuuppreisn-
um á þeim áratug og enn frekar á
þeim áttunda skyldu vera umfjöll-
unarefni í tveimur heimildamynd-
um á Heimilda- og stuttmyndahá-
tíðinni. Róska og Guðbergur voru
bæði brautryðjendur í að nota
kvikmyndavélina sem tæki til
skráningar á hræringarmiklum
tímum.
Ástfanginn klósettvörður f sundi ÚrSla-
vektheShit
Stuttmyndaverðlaunin
Fyrsta íslertska stuttmyndin sem
tilnefnd hefttr verið til verðlauna í
Cannes, Slavek the Shit sem Grímm
Hákonarson leikstýrði, var verð-
launuð í hópi stuttmynda.
Sá vettvangm er að verða æ
meira áberandi í íslenskum kvik-
myndaiðnaði og em ungir höfundar
óhræddir við að spreyta sig á þessu
knappa formi.
Verðlaunaféð var ekki mikið en
66°N og íslandsbanki lögðu það til.
Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun
em veitt á hátíðinni sem er nú hald-
in í fimmta sinn.
Grand Rokk
Framundan er næsta kvik-
myndahátíð, en Stuttmyndadagar
Grand Rokk hefjast á miðvikudag.
Þar er meira lagt í verðlaun enda
hefúr sú hátíð sem haldin er nú í
fjórða sinn verið skemmtileg viðbót
við hátíðahald á þessum vettvangi
um árabil.
Heimildamyndahátíðin er haldin
að ftumkvæði Félags kvikmynda-
gerðarmanna og hefur Hjálmtýr
Heiðdal verið óþrjótandi að halda
henni saman. Hún nýtm smðnings
Kvikmyndamiðstöðvar, Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins,
Filmkontakt Nord og Menningar-
neftidar Reykjavíkm.
Þrír sirkushópar sækja Reykjavík heim í
sumar og skemmta ungum og öldnum
Sirkussumar í nánd
Sirkusar hafa verið vinsælir þeg-
ar þeir hafa sótt hingað norður í
Dumbshaf. Þeir hafa fyrr á tímum
ekki verið nema svipur hjá sjón:
reglm bönnuðu flutning húsdýra
milli landa og tamin dýr vom lengi
vel helsta skemmtiatriðið í fjölleika-
húsum Evrópu og Ameríku.
Nýji sirkusinn byggir á öðrum
kröftum: dýrahaldi er hætt og öll
áhersla lögð á sjónræna upplifun.
Sirkussýningar nútímans byggjast á
henni.
Fyrstan ber að nefna franska
sirkusinn Cirque sem verður með
sýningar á hafnarbakkanum í næstu
viku: 2., 4., 5., og 7. júní. Hefjast ail-
ar sýningarnar kl. 17 og eru bæði
fyrir börn og fullorðna.
Annar hópur kemur rétt fyrir
miðjan mánuð og er frá Svíþjóð.
Hann mun sýna í Borgarleikhúsinu
dagana 14. til 17. júní. Sýning þeirra
er líka ætluð öllum aldurshópum.
Þriðji hópurinn er bandarískur:
Sirkus Jim Rose. Hann byrjar að
sýna 28. júlí og verða sýningar
þeirra sexmenninga á Broadway.
Sýningin er bönnuð innan 18 ára.
Hóparnir þrír eru um þessar
mundir á ferðalagi um heiminn.
Svíarnir koma hingað frá Japan. ís-
landsheimsókn Sirkus Jims Rose er
hluti af heimstúr sem hófst 20. maí
og stendur í rúman mánuð.
ísland er síðasti viðkomustaður-
inn í ferðinni.
Þessar heimsóknir munu vænt-
anlega setja sinn svip á bæjarbrag-
inn næstu mánuði og gleðja þá sem
sjá.
Rósa-Jimmf G álgafugl með
svakaleg atriöi sem ekki eru
1 fyrir viðkvæma