Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 11 Fyrsta nýja húsið Fyrsta íbúðarhúsið hef- ur verið reist í Votahvammi á Egilsstöðum. Voti- hvammur er rúmlega tíu hektara svæði á bökkum Eyvindarár, norðan núver- andi byggðar á Egilsstöð- um. Áætlað er að byggja 123 nýjar íbúðir í Vota- hvammi, og mun vera tals- verð eftirspurn eftir hús- næði á svæðinu. íslenskum aðalverktökum var úthlut- að svæðinu til skipulagn- ingar og uppbyggingar. Aukin eftirspurn er eftir íbúðarhúsnæði á Austur- landi í tengslum við fram- kvæmdir á svæðinu. Ekkert spól í Sandvík Lögreglumenn á Reykjanesi höfðu í fyrra- dag afskipti af mönnum sem hugðust aka tor- færuhjölum sínum í Sandvík. Sandvík þykir friðsæl og falleg og er all- ur akstur torfæruhjóla bannaður þar um slóðir. Hitt er annað mál að ef samningar nást við stór- laxana Clint Eastwood og Steven Spielberg þá mun þeim verða frjálst að hreiðra um sig í vík- inni, ásamt 450 manna starfsliði til gerðar Hollywood kvikmyndar af stærstu gerð. Andstæðingar velkomnir Andstæðingar ÍA í knatt- spyrnu eru boðnir sérstak- lega velkomnir til Akraness og eru þeir hvattir til að gera sér glaðan dag í bæn- um. Þetta er sam- starfsverkefni Mark- aðs- og atvinnuskrif- stofu Akraneskaupsstaðar, knattspymudeildar ÍA, íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, Golfklúbbs- ins Leynis og Safnasvæðis- ins. Stuðningsmenn Grindavíkur hafa nú þegar fengið sérstakt andstæð- ingatilboð til að spila golf á Akranesi og fleiri slík tilboð munu vera í bígerð. Enginn Barði Á laugardag áttu um 200 MR-ingar tí'u ára stúdents- afmæli. Þau hittust í Viðey sem hefur verið nokkuð í deiglunni að undanförnu. Um 70 afinælisböm mættu og átu þrennskon- ar kjöt því boðið var upp á naut, lamb og svín. Fjöl- miðlafólkið Ingólf- ur Bjami Sigfússon og Rósa Björk Brynjólfstóttir stjómuðu afinæl- inu með bravúr. Tinna Ólafsdóttir þáverandi In- spector Schoale mætti og skemmti sér meðal fyrrver- andi „þegna" sinna. Barði lóhannson úr Bang Gang, einn eftfrminnilegasti nem- andi þessa árgangs, var þó ekki með þvi hann var með tónleika í Gamla bíói þetta kvöld með hljómsveitinni Lady and Bird. Bullandi ágreiningur er milli helstu kraftajötna landsins og hefur nú hópur sem Magnús Ver Magnússon fer fyrir neitað að taka þátt í Sterkasta manni íslands sem Hjalti „Úrsus" Árnason fer fyrir. „Strákarnir sem fara út að keppa verða fyr- ir áfalli. Við viljum lyfta þessu upp." Hjalti. „Þetta hófst þegar Jón Páll dansaði með Húsafellshelluna og Guðni Sigurjónsson brotnaði í sjó- manni." „Fólk á rétt á að vita sannleikann, af hverju bestu affraunamennimir eru ekki með,“ segir Georg Ög- mundsson sjúkraþjálfari og afl- raunamaður en hann er í hópi með Magnúsi og fleirum. „Við mætum allir á Vestfjarðavíkinginn, erum að vinna í því að stækka mót á Austur- landi og svo er minningarmót um Jón Pál. Erlendir gestir koma þar. Hjalti neitar að virða kröfur okkar um öryggisatriði, reglur sem við vilj- um hafa í heiðri, neitar að ganga til samninga við okkur og þar stendur hnífurinn í kúnni.“ jakób@dv.is Kristin Óskar Haraldsson - Boris... og allir velkomnir." En Magnús Ver hlýtur að teljast helsta stjarnan, margfaldur sterkasti maður heims? „Hann verður bara að keppa til að sanna það. Ég er með mennina sem stóðu sig best í mótaröðinni í fyrra fyrir... já, utan Magnús." Ef til vill er rétt að taka fram að Magnús Ver sigraði allar keppnirnar í fyrra sem Hjalti hélt. Og af átta mönnum sem komust áfram á Sterkasta manni íslands í fyrra eru ein- ungis tveir skráðir inn í dag þannig að þetta hlýtur að vera Hjalta áfall. Hjalti neitar öll- um samningum Mótið sem um ræðir er 20 ára af- rhælismót Sterkasta manns íslands - „Þetta er orgínallinn," segir „Nei, þetta verður ekki útkjáð í sjómanni. Það er komin meiri mannvonska og leiðindi í þetta en svo. Vantar alla gleði og skemmtun í þessa menn. Þeir eru fastir í reglugerðum sem þeir bjuggu sjálfir til," segir Hjalti „Úrsus" Árnason jötunn og mdts- haldari. Klofningur hefur orðið meðal kraftajötna íslands. Um tugur kraftamanna, með sjálfan Magnús Ver Magnússon í broddi fylkingar, ædar ekki mæta til keppni í móta- röðinni „Sterkasti maður íslands" sem Hjalti stendur fyrir og verður 17. júní. Þeir eru afar ósáttir við það hvernig Hjalti heldur á málum. Lengi hefur verið grunnt á því góða milli Hjalta og Magnúsar en nú hef- ur soðið uppúr. Kraftajötnar fyrir áfalli í útlöndum „í staðinn fyrir að semja við okkur um þetta mál ætíar hann að fylla mótið með... jahh, ein- hverjum," segir Magnús Ver sem leggur á það ríka áherslu að það sé ekki hann einn sem standi í stappi við Hjalta. Hópurinn er aðili að ISSA Strongman - alheims- samtökum kraftamanna og Magnús segir eina helstu ástæðu ágrein- ingsins við Hjalta þá, að Hjalti neiti að ganga að tilteknum skilyrðum, reglum og ör- yggisatriðum sem sett eru af sam- tökunum fyrir þátttökunni. „Það hefur orðið þróun í þessu sportí en hjá Hjalta er þetta allt eins og var fyrir tíu árum. Strákarnir sem fara út að keppa verða fyrir áfalli. Við viljum lyfta þessu upp." Jákvætt að vera gam- aldags Hjalti sjálfur gefur lítið fyrir þessar skýr- ingar. „Er ekki bara já- kvætt að þetta sé gamaldags? Það eru allir velkomn- ir á mótið en þeir eru í sjálfskipuðu keppnisbanni. Ég er með skærustu stjörnurnar: Auðun Jóns- son og O/vKUVFR/Ð Hættir með Hjalta Hann er ekki árennilegur hópurinn sem nú setur Hjalta stóiinn fyrir dyrnar. Þeir segja mótaröðina Sterkasti maður Islands staðnaða og neita að keppa. Hjalti Ursus Segir fmt að vera gamal- dags og vill ekkigera út um málin í sjó- mann - segir ofmikla mannvonsku komna í málið. DV-mynd Vilhelm íbúi lýsir árás fimm manna á nágranna Aðkoman í Dalshrauni eins og í sláturhúsi Um klukkan sex á laugardaginn ruddust fimm menn inn í Dalshraun 13 í Hafnarfirði og réðust á einn íbúa í leiguherbergi, samkvæmt frásögn íbúa í húsinu. Hann segir að menn- irnir hafi verið vopnaðir stálrörum og öðrum bareflum. Hann lýsir því að þeir hafi lamið manninn mis- kunnarlaust þar til annar leigjandi í húsinu og vegfarandi skárust í leik- inn og náðu að halda mönnunum frá fórnarlambinu þar til lögreglan kom á staðinn. Að sögn íbúans höfðu mennirnir komið að tómum kofanum fyrr um daginn og þá lagt leiguherbergið í rúst og skilið ekkert eftir heilt nema sjónvarpið. íbúinn segir mennina fimm hafa verið stað- ráðnir í því að slasa manninn og ekkert verið á leiðinni að hætta berja á honum þegar þeir voru loks stöðv- aðir. Að sögn sjónarvottarins voru árásarmennirnir allir á fimmtugs- aldri og afar ógæfulegir í útíiti. Að- koman var eins og í sláturhúsi segir íbúinn og var blóð upp um aila veggi. Fyrir utan húsið fundust svo nálar og sprautur og eru þær taldnar vera í eigu árásarmannanna. Lög- reglan kom á vettvang og handtók mennina. Ekkert er vitað um líðan fórnarlambsins en hann var útskrif- aður af sjúkrahúsi í gær. Upptök málsins eru ókunn, lögreglan í Hafharfirði vill ekkert tjá sig um máhð og segir að það sé í rannsókn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.