Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 30. MAl2005 Fréttir DV Fyrsta heim- sókn páfans Hinn nýkjörni páfi Bene- dikt 16. fór í sína fyrstu op- inberu heimsókn nú á dög- unum. Hann fylgdi í fótspor Jóhannesar Páls 2. og fór til Bari á Ítalíu en heimsóknin stóð aðeins í þrjár klukku- stundir. Um 200 þúsund manns mættu í messuhans í borginni. Næsta heimsókn páfans, og jafnframt sú fyrsta utanlands, er til Þýskalands, heimlands páfans en heimsóknin mun fara fram í ágúst. Gríðarleg kjörsókn Gríðarleg kjörsókn er búin að vera í Frakklandi en þar er verið að kjósa um nýja stjómarskrá Evrópu- sambandsins. Niðurstaðan í kosningtmum í Frakklandi er talin vera afar mikilvæg vegna þess að önnur Evr- ópulönd munu fara að þeirra for- dæmi. Um 66% Frakka hafa þegar kosið en það ermesta kjörsókn síð- an kosið var tun Maast- richt-sátt- málann árið 1992, þá kusu 70% þjóðarinnar en Frakkar em rúmlega 42 milljónir. Fayaz skotinn til bana Mawlavi Abdullah Fayaz sem hefur lengi verið taliim einn áhrifamesti klerkur Afganistan var skotinn til bana nýlega. Hann var að ganga út af skrifstofu sinni þegar menn á mótorhjólum keyrðu upp að honum og skutu hann ít- rekað. Mawlavi var nýbúinn að halda ræðu gegn talíbönum og vakti það gríðarlega reiði meðal þeirra, en hann sagði að talíbanar myrtu saklaust fólk. Mawlavi lést á Ieiðinni á sjúkrahús. Þorsti endaði umsátur Um 56 klukkustunda umsátri lauk þegar Carl Roland, sem grunaður var um morð, þáði vatnssopa hjá lögreglunni sem not- færði sér þá tækifær- ið og stuðaði hann með rafbyssu. Þannig var mál með vexti að Roland klifr- aði uppí 18 hæða krana og hótaði að drepa sig. Seinna kom í ljós að hann var eftirlýstur í Flór- ída-fylki fýrir morðið á fyrr- verandi kæmstu sinni. Upphófst umsátrið sem stóð í 56 klukkustundir eða næstum tvo og hálfan sól- arhring. m Rakel Pálsdóttir er bundin viö hjólastól en á sér þann draum að komast til Dan- merkur til að fagna 25 ára afmæli sínu. En það er dýrt og Rakel er nú að safna til fararinnar. Siggi Stormur sá bréf frá henni þar sem hún segir frá aðstæðum sín- um, hann brást skjótt við og kom bréfinu á DV - sem þótti vitanlega vera á ferð hið merkilegasta mál. Siggi Stormur og Rakel Siggi á sjálfur son sem þjáist af samskonar sjúkdómi og Rakei. Hann leggur henni nú lið við aö safna sér fyrir drauma- ferðinni til Danmerkur en Rakel elskar Danmörku og allt sem henni tengist - nema Jóakim prins. ■ Z i Siggi stormup hjalpar iatlaðri stúlkn til Oanmerkur „Mér finnst bara eins og það sé eitthvað að í þessu þjóðfélagi þegar stúlka í þessari stöðu þarf að leita sér ásjár með þessum hætti," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingurinn sem er betur þekktur sem Siggi Stormur. Hann vísar til þess að nánast með tíu mínútna millibili hefji sig til lofts breiðþota með heilu farmana af fslendingum sem eru að fara til útlanda. „En i dag þoli ég ekkiJóakim vegna þess að mér fínnst hann hafa komið illa fram við Alexöndru og ég hefmisst álitið mitt á honum, til dæmis ias ég um daginnað hann hefði verið á ofsahraða með litlu strákana sína tvo í aftursætinu." Sigga barst nýverið eftir króka- leiðum tölvupóstur frá stúlku sem heitir Rakel Pálsdóttir þar sem segir að hún sé fötluð af heilalömun; cerebral palsy (C.P.) sem lýsir sér þannig að ákveðnar stöðvar í heilan- um virka ekki eins og þær eiga að gera og því er Rakel hreyfihömluð og bundin við hjólastól. í bréfinu segir jafnframt: „Þrátt fyrir mína föúun þá langar mig að lifa lífinu eins og annað ungt fólk. Ég verð 25 ára í sumar og því dreymir mig um að gera eitthvað af því til- efni. Það er einlæg ósk mín að kom- ast í utanlandsferð, sérstaklega lang- ar mig að fara til Danmerkur." Rakel segist ekki vita hvernig bréf- ið barst Sigga en hún sendi það á Stöð 2. Siggi kom því svo á framfæri við DV- enda er það blaðið sem læt- ur sig þá varða sem eiga við erfiðar aðstæður að etja. Máhð er Sigga skylt. „Ég á son sem þjáist af sama sjúk- dómi en hann er vægari en hjá Rakel. Sonur minn er 16 ára og heit- ir Þórir Snær Sigurðarson," segir Siggi og þekkir því vel til vandans. Mikill kostnaður við að ferð- ast Rakel er stúlka sem sannarlega lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og lætur fötlun sína ekki koma í veg fýrir það að lifa lífinu lifandi. Hún hefur farið þrisvar til Danmerkur áður. „Ég hef farið oftar til útlanda með fjölskyldunni minni en þá þurfti ég ekki að leggja neitt sérstak- lega út. En núna þarf ég að leggja út fýrir tryggingu fyrir starfsfólk, sem ég veit ekki hvað er há, leigja auka hótelherbergi fyrir starfsfólkið til þess að sofa í og mat fyrir starfsfólk- ið og venjulega þyrfti ég líka að leggja út fýrir flugmiðum. Svona er þetta ekki í Danmörku. Ég held að danska kerfið komi eitthvað á móti föduðum einstaklingum sem vilja ferðast." Kvíðir fyrir að skrifa ferða- söguna Rakel segist hafa verið svo lúmsk að senda bréfið á Flugleiðir og Iceland Express sem bauðst til þess að gefa henni flugmiða fyrir þrjá. „Eina sem þeir fara fram á í staðinn er að ég þarf að skrifa ferðasögu sem ég kvíði alveg rosalega fyrir. Ég er ekki góð í að koma einhverju frá mér á skriflegu formi. Einnig á ég í smá vandræðum með röddina þegar ég er að tala við ókunnuga í síma. Þetta eru bara hlutir sem tengjast fötlun minni." Rakel elskar að ferðast, þó ekki á íslandi. Hana langar til Ástrah'u, Kýpur og Möltu í framtíðinni en Danmörk er draumaparadísin og þctr vildi Rakel búa. Flún viU helst ferðast með mömmu sinni. „En í ffamtíðinni vil ég halda áfram að ferðast ein vegna þess að ég vil vera sjálfstæð. Ég elska mömmu en hún er búin að gera sitt fyrir mig og að- stoða mig við það sem ég get ekki (t.d. ýmsar daglegar þarfir) í 21 ár. Þegar ég var 21 árs flutti ég hingað í sjálfstæða búsetu til þess að öðlast sjálfstæði þó að mamma hjálpi mér aðeins við skattaskýrsluna og fleira." Danir góðir og skilningsríkir Rakel er búin að finna sig í Dan- mörku og liggur við að hún tali eins og Dani. „Svo vel að Danir eru oft hissa þegar þeir komast að því að ég er útlendingur. Það fatta þeir bara þegar að ég finn ekki orð á dönsku og þarf að leita til enskunnar, en það gerist sjaldan. Ég vil þess vegna fara tíl Danmerkur vegna þess að ég hef áhuga á að ná ennþá betra valdi á málinu og vegna þess að fólkið er svo hlýtt þama. Til dæmis þegar ég fór út til Danmerkur í fyrra var ég nýbúin að missa afa minn og þeir Danir sem ég hittí voru mjög góðir og skilningsríkir og föðmuðu mig að sér ef að ég brotnaði saman." Þolir ekki Jóakim Danirnir eru augljóslega Rakel að skapi og hún hefur mikinn áhuga á dönsku konungsfjölskyldunni. „Þeg- ar Jóakim og Alexandra giftust byrj- aði ég að vera „fan“ Danmerkur með öllu því tilheyrandi, það var 1995 að mig minnir. En í dag þoli ég ekki Jóakim vegna þess að mér finnst hann hafa komið illa fram við Al- exöndru og ég hef misst áhtið mitt á honum, til dæmis las ég um daginn að hann hefði verið á ofsahraða með htíu strákana sína tvo í aftursætinu, en ekki misst prófið vegna þess að hann er með friðhelgi sem prins. En ég dýrka eldri bróður hans og Mary prinsessu. Þau eru svo sæt saman og þegar þau kynntust vissi hún ekki þjóðfélagsstöðu hans, ekki fyrr en eftir um hálftíma þegar því var hvísl- að að henni að hún væri að tala við prins og ekki bara prins heldur krón- prins, verðandi kóng.“ Engin hjálp frá Félagsmála- stofnun í bréfinu sem Rakel hefur sent þar sem hún leitar eftír hjálp segir að enga hjálp sé að fá frá Félagsmála- stofnun og að söfiiunin gangi hægt. Hún veit ekki hvert hún á að snúa sér. „Því langar mig að leita til ykkar og kanna hvort þið getíð séð ykkur fært að veita mér fjárhagsaðstoð svo draumur minn getí ræst,“ segir Rakel í bréfinu. Reikningur Rakelar er nr. 1153-05-300046 og kennitala er 1106805629 ef einhver vill leggja inn á reikninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.