Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 23
DV Heilsan MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 23 Vilja taka oddinn af eldhúshnífunum Breskir lækna vilja að langir og odd- hvassir eldhúshnífar verði bannaðir og er ástæðan sú að árlega látast fjölmargirafvöldum þeirra. Ofbeld- isglæpum fer fjölgandi og má rekja helming dauðsfalla afvöldum stungusára til eldhúshnífa. Læknarnir bera rök fyrir því að vegna þess hve aðgengi að slfkum hnífum er auðvelt sé líklegra að fólk grípi til þeirra. Rætt var við tíu matreiðslumenn um notagildi slikra hnífa í eldhúsum og varð niðurstaöan sú að þeir væru síður en svo nauðsynlegir þar sem styttri hnífar gerðu sama gagn en orsökuðu mun minni skaða ef notaðir væru við of- I beldisverk. Hvað gerir þú þér til heilsubótar? ■ H íiiU Ég eignaðist dóttur fyrir 15 mánuð- um, það má segja að ég fái heilmikla hreyfingu við það f að elta hana. Mataræði mitt er ekkert sérstakt, bara allur almennur matur," segir Bryndís Bolla textílhönnuð- ur. „Þar sem ég bý í Teigun- um fer ég oft í göngu í Laugardalnum og stundum í sund. Við Herdís dóttir mín förum oft í göngutúra í dalnum og njótum útivistarinnar og náttúr- unnar. Það er mjög heppilegt að hafa útivistarsvæði nálægt heimili sínu. Mín heilsubót felst í göngu og sundi." I London maí 2004 I Londin kynntist Edda kenningum Davids Heber um hvernig setja á saman fæðuna. Kílóin Ijúka Edda Sigurjóns- dóttir er fædd 1956. Hún er menntaður ljósmyndari og starfaði við það i 18 ár. í dag vinnur hún við útkeyrslu og ber út blöð í afleysingum. Hún er einnig dreifing- araðili fyrir Her- balife og hefur gert það síðastliðin 7 ár. „Ég fór að borða meira prótein og breyta mataræðinu eftir að ég fór á fyrirlestur í London vorið 2004“ segir Edda, en þar kynntist hún bókinni LA shape diet eftir dr. Dav- id Heber, sem er einn fremsti megr- unarlæknirinn í Bandaríkjunum. „Mér leist vel á hugmyndir höfund- arins um það hvernig setja á saman fæðuna“ segir hún en Edda var á árum áður í lyfjatækninámi og hef- ur tekið endurmenntunarnámskeið í sambandi við lyf og fæðubótarefni og hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu. Eda segir það líklegast stafa af því að foreldrar hennar voru bæði miklir sjúklingar og hún vill ekki lenda í því sama. Fljótlegt að skella í sig próteini Fyrir London-ferðina hafði Edda ekki hugsað neitt sérstaklega mikið um mataræðið en eftir að heim var komið fór hún að auka prótein- neysluna og passaði sig á að borða ekki minna en 100 grömm af próteinum á dag. „Mér flnnst bara mjög þægilegt og fljótlegt að geta skellt í mig próteinsjeik eða prótein- stykki því ég er mikið á ferðinni". Edda borðar tvo shapeworks-hrist- inga á dag frá Herbalife og í þá bæt- ir hún við frosnum berjum og öðr- um ávöxtum. Auk þess borðar hún eina próteinríka máltíð með miklu grænmeti úr öllum litaflokkum og þá helst fisk eða kjúkling og þá oft- ast í hádeginu. Milli mála borðar hún próteinstykki. Aðspurð segist Edda ekki narta mikið á kvöldin en hún drekki mikið grænt te og vatn. Brúnkukremin slá í gegn Brúnn án áhættu Flest brúnkukrem innihalda efnið dihydroxyacetone (DHA) og virkni þeirra felst í því að þau ganga í efna- samband við ákveðnar aminósýrur sem er að finna íríkum mæli íefstu lögum húðarinnar. Við efnahvarfjð myndast brún litarefni sem kölluð hafa verið melanoidin en þau mynda ekki vörn gegn sólargeislum eins og nátt- úrulegur brúnn litur. Liturinn dofnar síðan og hverfur á 5-7 dögum. Einnig er áberandi að brúni liturinn sem myndast af brúnkukremum er venju- lega dekkri þar sem húðin er þykk, til dæmis á lófum, iljum, hnjám og oln- bogum. Þess vegna er oftast mælt með því að þessi svæði, auk hársins, séu var- in þegar brúnkukrem er notað. Aðferðir í boði Ýmsar aðferðir eru notað- ar til þess að koma efninu á húðina, til dæmis hanskar, klútar og sprey. Margir telja að besta ráðið til að varna því að húðin verði flekkótt sé að bera á sig kornkrem í sturtu eða baði til að losa húðina við dauðar húðfrumur. Menn greinir á hvort betra sé að bera á sig rakakrem áður eða eftir að brúnku- efnið er borið á og fólk verður bara að þreifa sig áfram. Margar snyrtistofur bjóða upp á þjónustu þarsem efnin eru borin á húðina afsnyrtifræðingi eða þeim er úðað á húðinoj svokölluð- um brúnkuklefa eftiraö ákveðin svæði hafa verið hulin. mikilvægur val- kostur Lyfjaeftirlitið í Bandaríkjun- umhefurgef- iðútalmenn- arráðlegging- artilþessað draga úr líkum á því að DHA komistinnílík- amann. Ráðlagt erað halda niðri í sér andanum og hðfa augun lokuð á meðan úðunin fer fram. Einnig ættu ófrískar konur og einstaklingar með astma eða ofnæmi að sneiða hjá slíkri úðun. Lítið hefur verið gert afrannsóknum til að meta öryggi DHA. Enn sem komið er virðist þó ekkert benda til þess að efnið sé skaðlegt og er það því mikilvægur valkosturfyrirþá sem vilja hafa brúnan húðlit. Tröllatrú á próteinum Edda hefur hreyft sig mikið síðastliðin 10 ár en það var ekki fyrr en hún fór að auka próteinneysluna að kílóin fóru að fjúka. „Ég hef tröllatrú á próteinum sem sést best á því að öll fjölkyldan er á próteinum og 21 árs gamall sonur minn hefur þyngt sig um sjö kíló á einum mánuði en hann var alltof grannur fyrir.“ Eirný Halla, 8 ára dóttir Eddu, drekkur líka Herbalife- hristinga vegna þess að það hjálpar henni að halda exemi í skefjum. Edda segist einnig taka vítamín og treíjar frá Herbalife, andoxunarefni, kalk og omega 3. „Þegar konur eru komnar á breytingaraldurinn verða þær að hugsa vel um heilsuna og ekki síst mataræðið", segir Edda en hún lítur alls ekki út fyrir að vera 49 ára. lOrang- hugmyndir í. Það er hættulegt að synda eftir að hafa borðað. Nei, það versta sem getur gerst er stingur ísíðuna og þá fer maður bara upp úr vatninu. 2. Gulrætur gera nætursjón betri. Það er ekki rétt, en þær erugóðar fyrir sjónina yfír höfuö 3. Þú getur fengið sýfilis afklósetset- um Nei,það versta sem getur gersteraðþú færði í maga- nn, en þú þarft að hafa fyrir því. 4. Mannslíkaminn er 98% vatn. Nei, það er nær 70% 5. Sjálfsfróun orsakar blindu og getuleysi. Ertu að grínast? 6. Konur hafa hærri sársauka- þröskuld en menn. Það virðist einungis eiga við um síð- ustu þrjá mánuði meðgöngu. 7. Þú færð gyllinæð afþvi að sitja ásteypu Ekki satt. 8. Baðherbergið erskítugasta herbergið Nei, eld- húsið á þann heiður, sérstak- lega vaskur- 9. Við notúm bara 10% heilans. Bull og vitleysa. Þessi trú kom í kjölfar rannsóknar á fólki með sjaldfgæfan heilaskjúkdóm 10. Lífrænt ræktaðar afurðir valda ekki ofnæmi. Það er ekki rétt, flest fæðuofnæmi, eða um 90%, orsakast afslíkri fæðu. 'í%' NUunttmji' ''21 Rós Kr. 1.991’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.