Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 19
r DV Sport MÁNUDAGUR 30. MAl2005 19 Nike með hótanir við Man. Utd. íþróttavömframleiðandinn Nike hefur varað Man. Utd. við þvi að annað tímabil . ántitia J geti orðið ' - til þess * -Lj.. \ ^ aðþeir j '■■ riftisamn- ingi sínum við félagið sem er í stærra laginu. Nike gerði 13 ára samning við United árið 2002 sem var metinn á rúmlega300 millj- ónir punda. Siðan þá hafa fáir titlar komið í hús hjá United og félagið vann til að mynda eng- an titil í vetur og virðist vera að falla talsvert á eftir Chelsea. „EfUnited kemst ekki í meistara- deildina þá er komin upp vandræðastaða," sagði Ian Todd ffá Nike en þeir ku hafa klausu í samn- ingi sínum við United sem gerir þeim fært að rifta samningnum haldi árangur- inn hjá United áfram að láta á sér standa. Holmes skar sjálfa sig Hlaupadrottningin breska Kelly Holmes greindi frá því um helgina hvernig hún hefði skaðað sjálfa sig á tveggja mánaða tíma- taili aðeins ári áður en hún blómstraði á Ólympíuleikunum í Aþenu. Holmes segist hafa byijað að skera í handleggi sfna og bijóst því hún var svo niðurdregin yfir endalausum meiðslum sem ógn- uðu ferli hennar. „Ég hélt að það væru álög á mér. Ég var mjög þunglynd og leið ákaflega iUa,“ sagði Holmes. „Ég læsti sjálfa mig inni á baði og skrúfaði frá vatninu svo fólk gæti ekki heyrt mig gráta. Svo tók ég skæri og byrjaði að rista á mér handleggina. Ég var að öskra á hjálp og vissi allan tímann að ég gæti ekki fyrirfarið mér." Liverpool fær öflugan sfuðniug Liverpool hefur fengið öflugan stuðning í baráttu sinni fyrir sæti í meistaradeildinni á næstu leiktíð en sigur í keppninni gefur ekki sjálfkrafa þátttökurétt að ári og þar sem Liverpool náði ekki einu af efstu fjórum sætunum í Englandi á félagið ekki rétt á sæti f keppninni. Bæði Lennart Johans- son, forseti UEFA, og Franz Beck- enbauer, forseti Bayem Munchen og væntanlegur arftaki Johans- sons, hafa mælt með því að Liver- pool fái tækifæri til að verja titil- inn. „Sigurvegari á að fá tækifæri til að verja titil sinn," sagði Jo- hansson en hann hefur skipað nefnd til að fjalla um málið á þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní. Pressan á UEFA að hleypa Liverpool í keppnina er orðin það mikil að þeim er vart stætt á að gefa meisturunum ekki sæti í keppninni. I * gj Knattspyrnukappinn Rio Ferdinand gerir það ekki endasleppt en hann komst enn eina ferðina í fréttirnar í gær vegna einhvers sem átti sér stað fyrir utan knatt- spyrnuvöllinn. Rio sleginn kaldur f Rio var greinilega ekki í góðu skapi og svaraði fyrir sig á fallegri engilsaxnesku: „Fuck off". Við þessi orð Rios varð fjandinn laus og upphófust mikil slagsmál. Atvikið átti sér stað á skemmti- staðnum Café Opera í Stokk- hólmi en Rio er í sumarfríi í Svíþjóð með félaga sínum. Hann fékk ansi þungt högg á kjammann sem leiddi til þess að hann steinlá á gólfinu al- blóðugur. Slagsmálin vöktu mikla athygli í Svíþjóð sem og annars staðar og er um lítið annað talað í Stokkhólmi. Ferdinand fór á skemmtistaðinn klulckan hálf tvö um nóttina ásamt vini sínum og yfir- manni knattspyrnumála hjá AIK, Peter Kisfaludy. Lætin hófust skömmu eftir að tríóið hafði komið sér fýrir við borð á staðnum. „Fuck off" sagði Rio Þá kom maður að Rio og spurði hvort hann gæti fengið mynd af sér með stjörnunni. Rio var greinilega ekki í góðu skapi og svaraði fyrir sig á fallegri engilsaxnesku: „Fuck off‘. Við þessi orð Rios varð fjandinn laus og upphófust mikil slagsmál þar sem ófáir gestir staðarins létu hnef- ana tala. Ferdinand var sleginn kaldur en hann varð alveg vitíaus þegar hon- um tókst að standa upp á nýjan leik. Hann greip bjórglas, stökk upp á stól og gerði sig Líkleg- an til þess að grýta glasinu í gaurinn sem kýldi hann. Dyraverðir hússins voru fljótír á staðinn Grenjuskjóða? Ekki fylgdi sögunni hvort Rio hefði grátið eftir barsmíðar helgarinnar en hann fellir hér tár eftir tap United í bikarúrslitunum gegn Arsenal. DV-mynd Getty Images Baráttuhundur Rio er tilfinningavera sem lifír sig inn I hlutina. Hann fagnarhér marki með öðrum skapheitum leikmanni, Alan Smith. þeir náðu að rífa miðvörðinn dýra niður áður en hann kastaði glasinu en það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hefði honum tekist það. Rio var alblóðugur „Þetta var mjög ljótt. Rio var al- blóðugur og snarbilaður. Hann fékk ansi þungt högg þannig að mér finnst ekkert skrítið að hann hafi orðið reiður," sagði vitni á Café Opera. Rio og félagar yfirgáfu staðinn fljótíega en voru langt frá því hættír að skemmta sér því þeir sáust á tveimur öðrum skemmtistöðum áður en nóttin var útí. Rio virðist hafa þrifið af sér blóðið, harkað af sér og svo haldið gleðinni áfram enda var nóttin ung þegar slagsmál- in áttu sér stað. Rio virðist finna sig vel á Norður- löndunum og skemmtanalífið í Skandinavíu virðist höfða til hans. f fyrra fór hann til Noregs og skemmti sér ærlega í Ósló, hann gerði fínt mót núna í Svíþjóð og hver veit nema hann geri strandhögg á ís- landi næsta sumar. Ferill Rios utan vallar er að verða ansi skrautlegur en ekki er langt síð- an hann var dæmdur í langt keppn- isbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf sem er mál sem mönnum rennur seint úr minni. Eyjólfur Gjafar Sverrisson hefur valið U-21 árs landsliðið Eyjólfur valdi þrjá nýliða íhópinn i Eyjólfur Gjafar Sverrisson, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins, kynnti um helgina 18 manna hóp sem mun mæta Maltverjum og Ungverjum í forkeppni EM hér á íslandi í byrjun næsta mánaðar. Fyrri leikurinn er gegn Ungverjum og fer fram föstudaginn 3. júní á Vfkingsvelli en síðari leikurinn er gegn Möltu og leikinn fjórum dögum síðar og þá er leikið á KR-velli. Þrír nýliðar eru í landsliðshópi Eyjólfs Gjafars að vamarmaðurinn Kristján Hauksson úr Fram og Ragnar Sigurðsson úr Fylki en hann er einnig vamarmaður. Enginn stöðugleiki íslenska liðið hefur skort allan stöðugleika í undankeppninni. Leikur piltanna var frábær er þeir sigmðu Svía og Búlgara en að sama skapi skelfilegur þegar þeir töpuðu fyrir Möltu á Ta Quali-vellinum, 1-0. Það býr mikið í þessu íslenska liði enda em fjölmargir stórefiiilegir menn í liðinu og með ffnurn úrslitum f þessum tveimur leikjum verður staða liðsins í riðlinum ekki svo U-21 HÓPURINN Markverðin Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir Magnús Þormar Keflavík Aörlr lelkmenn: Hannes Sigurðsson Viking Viktor Bjarki Arnarsson Fylkiri Ólafur Ingi Skúlason Arsenal Sigmundur Kristjánsson • mm Davíð Þór Viðarsson FH Emil Hallfreösson Tottenham Sölvl Geir Ottesen Djurgarden Hörður Sveinsson Keflavlk Steinþór Gfslason Valur Tryggvi Sveinn Bjarnason KR Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Gunnar Þór Gunnarsson Fram Pálmi Rafn Pálmason KA Hjálmar Þórarinsson Hearts Kristján Hauksson Fram Ragnar Sigurðsson Fylkir slæm en strákarnir hafa einnig harma að hefna gegn Ungverjum sem þeir töpuðu fýrir 1-0 og var það tap afar sárt enda kom sigurmark Ungverja í uppbótartíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.