Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. MAl2005 Fréttir 0V Sigurður þykir flinkur í bólinu og góður í vinnunni, fram- takssamur og metnaðargjarn náungi Hann sofnar eftir einn bjór, hefur verið kallaður Litli- Balti og getur verið ómögu- legt að ná í hann. Stundum full metnaðargjarn. „Jú hann Sigurður er náttúriega sérlega flink- ur i bólinu og það verður að teljast honum til tekna. Guiivisakortið hans er líka ótvíræður kostur. Hann vinnurjafnframt vel, þegar hann vinnur. Síðan hefur það verið honum bæði kosturog löstur í gegnum tíöina að vera kallaður Litli-Balti. Það getur hins vegar verið ansi erfitt að ná í kauða. Svo á hann það til að sofna eftir einn bjór, og það er varla kostur." Gottskáik Sigurðarson, leikari Hann Siggi er allt í senn, ástríðufullur, framtaks- samur og metnaðar- gjarn. Ókostirnir eru helst þeir að hann getur verið full ástríðufullur, full framtaks- samur og líka full metnaðar- gjarn. Páll Sigþór Pálsson, leikari Siggi er toppmaður og ég þekki hann að góðu einu. Það hefur oft verið mjög gaman innan um hann og vini hans og glatt á hjalla. Ókostirnir eru kannski helst þeir að maöur sér ekki nógu mikið afhonum, en það gæti nú hreinlega verið mér að kenna. Einar Tönsberg, tónlistarmaður Siguröur hefur veriö viðriðinn leikhús síöan á menntaskólaárum. Hann hefurlagt stund á Ijósahönnun og nam þau freeöi í Englandi á tímabili. Hann hefur verið viö- riðinn uppsetningará leikritum í Noregi en er nú á íslandi og hefur rekiö Loftkastalann upp á síðkastið. Siguröur er flæktur I net Nælon-kvendis. Hraðamæl- ingar í Breið- holti Áhersla verður lögð á hraðamælingar í íbúahverf- um í Breiðholti í vikunni, en átak stendur yfir þessa dagana þar sem hraði er mældur á ökutækjum inn- an íbúahverfa í Reykjavík. Um er að ræða hverfi 109 og 111. í síðustu viku var mælt í Mosfellsbæ og voru alls 1022 ökutæki mæld. Þar af voru aðeins 36 bíl- stjórar kærðir og þótti lög- reglu hraði vera almennt frekar lítill. Þetta eru ánægulegar niðurstöður að mati lögreglunnar. Þeir sem eru hvað hættulegastir samborgurum sínum vegna geðsýki og fíkniefna- neyslu ganga um götur borgarinnar því að ekki er gert ráð fyrir þeim í kerfinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna vita af hætt- unni en ekkert geta gert. Morð hafa átt sér stað í kjölfarið. Hættulegustu geðsjúklingaruir mæla gutumar í Reykjavík Hópur um það bil tuttugu geðveikra manna, sem oft eru af- brotamenn og fflcniefnaneytendur, mælir götur borgarinnar vegna þess að hvorki geðdeild Landspítalans, réttargeðdeild né lögregla telja sig geta hýst þetta fólk. Menn af þessum meiði hafa jafnvel beðið um hjálp vegna sturlunar sinnar en ekki fengið hana og í kjölfarið framið morð. Sjúka fólkið sem fellur á miUi kerfa fær hvorki aðsetur hjá geðsviði Landspítalans né réttargeðdeildinni á Sogni. Réttargeðdeildin er ætluð ósakhæfum afbrotamönnum og Landspítalinn tekur ekki við geð- sjúkum sem hafa dóm á bakinu. „Hér kom maður ekki alls fyrir löngu og sagði: Ég er búinn að fara ítrekað upp á bráðamóttöku og biðja um innlögn en alltaf fengið höfnun. Nú er bara spurningin: á ég að skera mig á púls?“ segir Sveinn um einn skjólstæðing sinn. Morð á milli kerfa Fjöldi dæma eru um að geðsjúkir afbrotamenn hafi ekki fengið viðeig- andi vistun á stofnun og framið glæpi í kjölfarið. Jafnvel hrotta- fengna glæpi. Þannig myrti Steinn Ármann Stéfánsson mann við Klapparstíg árið 2002. Hann féll á milli kerfa. „Við þekkjum þónokkuð mörg dæmi af mjög veiku fólki sem mælir göturnar," segir Sveinn. „Eitt dæmi „Ég veit að mjög mik- ið af veiku fólki í sturlunarástandi, sem jafnvel kemur með lögreglu á bráðamót- töku geðdeildar, er vísað i burtu“ hefur verið á borðinu hjá okkur und- anfarið. Það varðar einstakhng á deild 33a sem var sendur af lækni í endurmeðferð á Kleppi. Þegar í ljós kom að hann var með dóm á bakinu sem hann átti eftir að afplána var hann útskrifaður með það sama, þrátt fyrir að Fangelsismálastofnun hefði gefið leyfi á að hann kláraði meðferðina. Ég er með það skriflegt frá geðsviði Landspítalans að það sinni ekki þeim sem hafa dóm á bak- inu. Þeir vísa á Sogn. En ég vísa því á bug, því þar eru vistaðir ósakhæfir Geir Jón Þórisson Óttast um velferð borgaranna. Á Hlemmi Sturlaðir afbrotamenn halda sig tmiðborginni. Þeir falla á milli kerfa og fá afþeim sökum ekki viðeiaandi meðferð. TaJsu é ■ -K'd Jlf Ll ! 1 einstaklingar og þar er aðeins pláss fyrir sjö sjúklinga," segir hann. Magnús Skúlason yfirlæknir á Sogni staðfestir þetta. „Já það er allt saman fuilt hér, allt ósakhæfir. Það er búið að vera dálítið lengi allt fullt, í mestallan vetur.“ Hættulegasta fólkið „Ég veit að mjög mikið af veiku fólki í sturlunarástandi, sem jafnvel kemur með lögreglu á bráðamót- töku geðdeildar, er vísað í burtu," segir Sveinn Magnússon. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, kannast við þetta. Hann segir lögreglumenn hafa reynslu af mönnum í þessum hópi, sem taldir hafa verið hættulegir og síðan framið mjög alvarlega glæpi. Meira að segja morð. „Þama eru einstaklingar sem við teljum hættu- lega. Þetta virðist vera hættulegasti hópurinn og þess vegna teljum við að þeir ættu að vera í einhverju lok- uðu úrræði. En við getum ekld farið á neinn ákveðinn stað með þetta fólk þar sem fer í gegnum prógramm sem væri því til góðs. Þetta ferh er ekki til,“ segir Geir Jón. í miðborginni Lögreglan hefur oft afskipti af fólkinu en lögum samkvæmt er því ekki haldið lengur en í sólarhring. Að vistinni lokinni liggur leiðin á Sveinn Magnússon Framkvæmdastjóri Geðhjálpar lýsir þvi hvernig 20 hættulegustu geðsjúklingarnir fá hvergi aðstoð. götuna á nýjan leik, sama hversu al- varleg sturiunin er. „Við erum að horfa til þess að vemda borgarana með því að koma þessu fólki í eitt- hvað úrræði. Við emm hræddir um að sumt af þessu fólki valdi borgur- unum skaða. Og borgurum sem lenda í þessu fólki finnst öryggi sínu ógnað, sérstaklega þegar þeir vita að þeir em á götunni," segir hann. Þessi tuttugu manna hópur geð- sjúkra afbrotamanna og fócniefna- neytenda er sérstaklega áberandi á sumrin. Kjörsvæði hans em fjöl- menn svæði í miðborginni, Austur- völlur og Hlemmur, svo eitthvað sé nefilt. jontrausti@dv.is Fyrirtaka í máli gegn Biskupsstofu í dag Enn á gjörgæslu með hermannaveiki Frekar stjórnsýsluglöp en kynjamismunun „Það er réttast að málið hljóti sína eðlilegu umfjöliun í dómskerfinu áður en ég tjái mig frekar," segir Sig- ríður. Fyrirtaka verður í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Sig- ríður, sem er sóknarprestur í Grafar- holtssókn, hefur höfðað mál á hend- ur Biskupsstofu vegna ráðningar séra Sigurðar Arnarsonar í embætti sókn- arprests í Lundúnum. Sigurður var innvígður í Lundún- um fyrir tæpu ári síðan af tengdaföð- ur sínum, herra Karli Sigurbjömssyni biskupi íslands. Sigríður hafði sam- band við lögfræðing á þeim forsend- um að um kynjamismunun hafi verið að ræða þar sem hún taldi menntun sína meiri en Sigurðar. Lögfræðingur Sigríðar, Sif Konráðsdóttir fór yfir málið og komst að þeirri niðurstöðu að málið væri stjómsýslulegs eðlis. SlgríSur Guð- Sigurður Arnar- marsdóttir Vill að son Var vígður inn i máliö hljóti meðferð embætti sóknar- fyrir dómstólum og prests í Lundúnum vill ekki tjá afstöðu aftengdaföðursín- sína á meðan. um, biskupi Islands. Undanfari ráðningarinnar var ekki vandkvæðalaus og upp kom ágrein- ingur um hver skyldi standa straum af rekstri íslenskra prestsembætta erlendis. í ljósi þessa ákvað biskup ís- lands á sfnum tíma að fresta ráðning- unni, án bráðabirgðaráðstafana. Óbreytt ástand Sigurðar Sigurður H. Bjömsson, starfs- maður Landspítalans liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Vakthaf- andi svæfingarlæknir vildi lítið tjá sig um málið í gær að öðm leyti en því að allir sem liggi á gjörgæslu séu taldir í lffshættu. Sigurður gekk ekki heill til skógar á ferðalagi sínu um ftah'u nýverið. Ekki þykir einsýnt hvort hann smitaðist á ferðalaginu eða hvort hann hafi þegar verið smitaður fyrir brottför frá íslandi, þar sem meðgöngutími hermanna- veiki getur verið allt ffá 2 - 10 dagar. Nokkur afbrigði em til af bakteríunni sem veldur veikinni, en einkennin em í öllum aðalatriðum hin sömu, þ.e. öndunarvegur og lungu veikjast. Meðferð er til við sýkingunni en þrátt fyrir það er dánarhlutfall þeirra sem sýkjast allt að 15%. Hermanna- veiki var fyrst greind árið 1976 í Fíla- delfi'u, en við rannsóknir á sjúk- dómslýsingum fyrri tíma varð mönnum ljóst að að veikin var ekki Slguröur H. Bjömsson Starfsmaður Land- spítalans smitaðist afhermannveiki og ligg- ur enn á gjörgæslu. ný af nálinni. Hermannaveiki smit- ast ekki manna á milli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.