Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 15
DV Neytendur MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 15 • Vetrartilboðin á Hótel Vík renna út þann 31. maí en í dag og á morgun er hægt að nýta sér 38% afslátt á stúdíóíbúð hjá þeim á 9.000 krónur en eftir það bætast 5.500 krónur við upphæðina í sumar. • OZONE Midnight Driver 400 CC golfkylfan fæst á 9.900 krónur í Golfbúðinni til 2. maí en það er 34% og 5.000 króna afsláttur. • Everest er með fimm manna Venture 500 tjaldið á 21.995 krón- ur til 13. júní og er það 26% og 7.905 króna sparnaður. ♦ Bradford-borð og íjórir Marine-stólar úr harðviði fást í Rúmfata- lagemum á 20% afslætti og kosta 19.900 krónur til 10. júní. • Fjögurra Ktra Kjörvari fæst í Harð- viðarvalá 3.490 krónur til 4. júní og er þáð 1.000 króna eða 22% spamaður. Geislalausar brúnkumeðferðir eru að taka við af ljósabekkjum vegna krabbameins- hættunnar sem slíkir bekkir auka. Helga Sigurðardóttir hjá Fake Bake og Jenný Jóakimsdóttir hjá MagicTan segja ekkert benda til þess að þessar nýju brúnku- meðferðir séu krabbameinsvaldandi enda engir útfjólubláir geislar tengdir þeim. Gervibpúnka ver ekki húöine íyrir sólinni Brúnkumeðferðir án geisla hafa notið gríðarlegara vinsælda síð- an ljóst varð að ljósabekkir geta valdið krabbameini. Þessi nýja leið til að verða brúnn felst í því að líkaminn er sprautaður líkt og bíll. Það er hins vegar ekki haggt að nota Fake Bake til þess að venja húðina við sólarljósið áður en farið er til útianda eins og hægt er að gera með ljósalömpum. Fyllt læri með kota- sælu og spínati Hráefni: • Fjögur stykki.læri með legg • 50 grömm rifinn parmesan ostur • Salt og pipar eftir smekk Fylling: • Ein dós kotasæla • Tvær matskeiðar ferskt basil skorið I strimla • Einn bolli fínt skorið splnat • Svartur pipar eftir smekk • Tvö pressuð hvitlauksrif Matreiðsluaðferð: • Blandið saman kostasælu, basil, spínati, hv/tlauk og svörtum pipar. • Losið skinnið frá kjötinu og setjið fyllinguna undirskinnið. • Kryddið með salti og pipar • Setjið (180’c heitan ofninn I um það bil 45 mínútur • Setjið rifna parmesan ostinn yfir lærin þegar 10 mínútur eru eftir af eldun; Gott er að hafa ferskt salat og gráðostasósu með ásamt nýbökuðu brauði. Þessa og fleiri uppskriftir er að finna á lambakjot.is „Þetta kemur ekki í veg fyrir að þú brennir í útlöndum enda eru það útfjólubláu geislarnir, eða UVB - geislarnir, í ljósabekkjunum sem eru krabbameinsvaldandi en það eru þessir sömu geislar sem valda því að húðin verður brún við sólböð." „Að fara í brúnku eða brúnku- meðferð er þetta kallað á stöðinni," segir Helga Sigurðardóttir, eigandi Salon Ritz sem er vinsæl snyrtistofa sem býður upp á svokallaða brúnkumeðferð án geisla. Ekki krabbameinsvaldandi „Þetta er í raun næsta skrefið í þróuninni á eftir brúnkukreminu og er unnið úr sömu efnum en í miklu minna magni og eins og reynslan á þeim sýnir þá bendir ekkert til þess að þetta geti verið krabbameins- valdandi." Helga segir það ákveðið ferli sem felist í því að fara í Fake Bake meðferð en hluti af því er að Helga sjálf sprautar efninu á viðkomandi. „í einföldu máli þá fer ég inn í klefann með viðskiptavinin- um og sprauta litnum jafnt á allan líkamann.“ Brúnkusturta önnur útgáfa af geislalausri brúnkumeðferð er MagicTan og fæst hún hjá hárgreiðslustofunni Space í Kópavogi. „Við erum með hálfgerðan sturtu- klefa sem sér um að sprauta á við- skiptavinina og tekur þetta ekki nema eina mínútu, en svo er það sjálft ferlið sem tekur aðeins lengri tíma," segir Jenný Jóakimsdóttir eigandi Space. „Ég hef samt ekki fengið neinn Ross hingað ennþá," bætír Jenný við en frægt er orðið atriðið úr Friends-þátt- unum þegar einn þeirra vina, Ross, snéri sér við í slílcum klefa með þeim afleiðingum að hann varð dökkbrúnn að framan en hvítur að aftan. Venur ekki húðina „Fólk er farið að koma hingað sem segist vera hætt að fara í ljós en vill samt verða brúnt," segir Jenný en þvertekur fyrir að fólk komi ekki áður en það fer til.út- landa. „Fólk kemur mikið áður en það er að fara til útlanda en það er vegna þess að þeir vilja ekki vera kríuhvítir þegar út er komið. En Þessi aðferö venur húöina ekkert viö sól- arljósiö, þaö er rétt." þessi aðferð venur húðina ekkert við sólarljósið, það er rétt," segir Jenný Jóakimsdóttir. tj@dv.is „Sá staður sem ég fer oftast út að borða á er Vegamót, það er alltafgóður matur þar," segir leikkonan Isgerður Elfa Gunnarsdóttir.„Mér finnst rosalega gott að fara í Sjávarréttakjallar- ann efþað á að vera fínt en efþað er minna fínt þá fer ég oft á American Style. Það sem skiptir mestu máli er að matur- inn sé góður og auðvitað vill maður að þjónustan sé góð, sérstaklega þar sem mað- ur er fínt úti að borða, en mað- ur pirrar sig kannski minna á henni efhún er ekki nógu góð þar sem maður borgar minna. Mér finnst ítalskur matur of- boðslega góðurog sjávarréttir eru ofarlega á blaði líka, atia vega þessa dagana en ég veit ekki alveg afhverju, kannski er það eitthvað hollustudæmi sem erí undirmeðvitundinni." ReykUust ogeldsnöggt . nautaKjot a grlTlið þitt - seinm nluti Það er auðvitað alveg upplagt að grilla nautahamborgara, nautahakk- pinna, útbúa nautapinna með góðum gúllasbitum og sveppum, lauk og öðru lostæti að eigin vali milli nautabitanna. Grillaðir hamborgarar geta verið svo mrklu meira en skyndibiti og það er ekkert lögmál að nautahamborgurum þurfi alltaf að fylgja hvítt hveiti- brauð, hamborgarabrauð. Það er gott að grilla tvo nauta- hamborgara á mann, bera þá fram með fersku salatí, krydd- smjöri, sósu úr sýrð- um rjóma með gras- lauk, sveppum eða hvft- lauk eða grilla með ferskan ananas, tómata, sveppi, lauk með sinnepi eða aðrar kræsingar að eigin vali til að snæða með nautaham- borgurunum í stað hvíta brauðsins. Best af öllu er að njóta þess að grilla fyrir sig og sína og passa að lenda ekki í því að vera á hlaupum á milli grillsins og eldavélarinnar milli þess sem öskr- að er á börnin, unglinginn, eða mak- ann og matarstellinu hent á borðið. Undirbúið góða en einfalda máltíð, það þarf ekki allt heimsins meðlæti og jafnvel ofurkonur og ofurkarlar geta ekki verið á mörgum stöðum í einu. Ljúkið öllu í eldhúsinu áður en vinnan við grillið hefst ef einn full- orðinn á að sjá um máltíðina. Til þess eru mörg snjöll ráð, það er til dæmis ómissandi að eiga góðan kaffi- brúsa, já svona thermos-hitakönnu, að geyma í tilbúna heita sósu. Svo magnað að búa hana til fyrir fram og varð- veita á öruggum stað heita og tilbúna ef á annað borð á að hafa heita sósu með matnum. Salatið geymist auðvitað til- búið, kartöflubökuna má baka í ofninn áður en byrjað er að grilla, það má líka sjóða kartöflur fyrir fram, það kunna kúabændur sem eru á síðdegisvakt í fjósinu frá fimm til sjö og leggja svo máltíð fýrir fjölskyldu og gestí á borðið um leið og komið er úr vinnunni. Kart- öflurnar sjóða einfaldlega í 10-20 mín- útur, eftír stærð, fyrir klukkan fimm svo er slökkt undir pottinum og þær eru til- búnar þegar að máltíð kemur upp úr sjö. Kannski ekki allra besta næringar- efnafræðilega leiðin en sjáum til, streita hefur afar neikvæð áhrif á heilsu svo það er hoilt að velja léttar leiðir. Njótum lífsins með nautinu okkar við grillið, reyklaus^vel klædd og afslöpp- uð, allt annað er til, máltíðin er einföld og góð og við erum snjallt nútímafólk sem nýtur stundarinnar markvisst. Kristín Linda Jónsdóttir á kjot.is Heidurdfram að segja okkur frá íslenskri grill- menningu og samteið henn- ar við safarikt nautakjöt. Bórtdakoiutn og nautið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.