Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 27
NafmMagnús Þór Gylfason Aldur: 31 Maki: Elva Dögg Mel- DV Fréttir MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 27 drið 1977 var kvikmyndin Blóðrautt sólarlag eftir Hrafn Gunnlaugsson frumsýnd. Hun vakti talsverðar deilur. Jóhanna af Örk brennd í Rúðuborg Jóhanna af Örk, eða Mærin frá Orléans, var brennd á báli í Rúðu- borg fyrir villutrú og galdra á þess- um degi árið 1431. Jóhanna fæddist árið 1412 og var bóndadóttir frá Lothringen. Hún fékk vitrun frá Guði um að hún væri útvalin til að frelsa Frakka úr hönd- um Englendinga, sem þá höfðu yfir- höndina í hundraðárastríðinu og höfðu lagt undir sig hluta af Frakk- landi. Karl 7. Frakkakonungur fékk henni líúnn her til umráða og 1429 sneri hún gangi stríðsins Frökkum í vil þegar hún leysú borgina Orléans úr umsátri og næstu fimm vikur vann hún og her hennar fjölda sigra yfir enskum herjum. Hún fylgdi svo Karli 7. til Reims þar sem hann var krýndur konungur. Jóhanna var tekinn höndum af íbúúm Búrgundí og framseld Eng- lendingum sem dæmdu hana til dauða. Eftir að Frakkar unnu sigur í hundraðárastríðinu árið 1456 var hún lýst sýkn saka. Hún var tekin í dýrlingatölu 1920 og er messudagur hennar einmitt 30.maí. í íslandi gerðist það þennan dag að Eggert Ólafsson, varalögmaður og skáld, drukknaði á Breiðarfirði við áttunda mann árið 1768. Árið 1894 var Eldey klifin í fyrsta sinn so vitað sé. Þar voru á ferð þrír Vestmannaeyingar, þeirra á meðal Hjalú Jónsson sem kallaður var „Eldeyjar-Hjalú“ upp frá því. Þetta var talin mikil hættuför. Árið 1940 urðu ólæú í Reykjavík eftir knattspymuleik milli Víkings og Fram. í þeim látum varð lögreglan að grípa inn í og voru þrjáú'u áhorfendur handteknir. Úr bloggheimum Hvað gerðist? „Eitt sinn voru allir málsmetandi lista- menn þjóðarinnar sósíalistar, og þeir ungu og róttæku voru anarkistar. (dag eru virðulegustu lista- menn þjóðarinnar utanrík- isráðherrar, og þeir ungu og róttæku eru atvinnufífl úr Víkingi á Sauðarkróki (aðildarfélag SUS). Hvað gerðist?" Eiríkur Öm Norðdahl - , http://www.olog.central.is/amen Á umsátursmann „annars er það helstað frétta að ég á umsátursmann eða er það k ekki íslenska orðið yfir stalker..... það hringir í mig ein- hver kall og virðist \ I vita hvenær ég er að \\ / vinna og svona V y skemmtilegt og kallar mig vinuna sína__ þannig að ég er núna hætt að svara leyninúmerum og eins gott að ekki liggi við líf eða dauði (vinn- unni og hringt verði úr leyninúmeri.... það er nú bara ár síðan ég losnaði við síðasta umsátursmann sem sendi mér sms í gríð og erg um hversu mikill drullusokkur maðurinn minn elskulegur ætti að vera....„ Tinna -http://www.bhgg- land.is/blogg/26313/ Búin í prófum „Vil byrja á því að segja: ÉG ER BÚIN ( PRÓFUM!!! en allavega, þá bauð ég stelpunum í mat til mín á föstudags- kvöld þar sem við átum á okkur gat og horfðum sfðan á ungfrú (sland og gagnrýndum alla fitukeppi, of-brunku, Ijóta kjólaÝofl.á meðan við hámuðum í okkur nammi...hehehe (hvaða stelpur þekkja það ekki??) neinei...mjög mikið af flott- um stelpum þarna" Gugga -http://blog.central.is/thegirlz Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. þessa drykki er hægt að fá sykur- lausa og með sykri. Þetta eru samt bara þrjár tegundir! Hvað varð um Sítrón og Pólóið? Það voru almenni- legir drykkir. Hvers vegna í fjáranum framleiða þeir ekki eitt bretú eða tvö af Póló. Ég veit að fólk mun kaupa það. Þetta var langbesti þynnkudrykkurinn. Studum er komið með nýja drykki með miklu húllumhæi en þegar birgðirnar klárast þá koma drykkirn- ir aldrei aftur. Er t.d. hægt að fá Vanilla Coke einhverstaðar? Eða Pepsi Blue? Ég er viss um það að þegar Fanta Apple klárast þá mun það aldei sjást aftur. Ég er nýkomin frá Kaupmanna- höfn og þar er sko úrval. Hindberja- gos, Cream soda svo ekki sé minnst á Jollý Kóla. Meiri íjölbreytni kæru gosframleiðendur. Okkur þyrstir í breytingar. Vantar fleiri gosdrykkjat Framhaidsskólanemi hringdi: Ég hef ailtaf verði aðdáandi gos- drykkja. Ég drekk töluvert mikið af slflcum drykkjtun og finnst það gott. Ég er hins vegar orðinn hundleiður á því hvað úrvalið er lélegt. Þegar öllu er á botninn hvolft eru aðeins þrír drykkir í boði. Kóladrykkir, sem eru Coke og Pepsi. Appelsínudrykkir sem eru Fanta og Appelsín og glærir drykkir, sem eru Sprite og 7up. Alla Lesendur Hrinqbrautin er meira en lítið óþolandi Staifsmaðui í Húsasmiöjunni hringdi: Það er óþolandi að keyra Hring- brautina um þessar stundir. Ef mað- iu keyrir gömlu Hringbrautina frá vestri þá lendir maður í þvfliku slaufurugli að maður er orðin eins Lesendur og Nellý í Húsinu á sléttunni þegar maður loksins er kominn upp á Bú- staðaveginn. Ég er búin að villast nokkrum sinnum á leiðinni heim til mín. Verktakamir ættu allavega að sjá til þess að almennilegar merkingar séu úl staðar fyrst þeir eru að rústa öllu þama. Það er alger lágmarkskrafa. Ég get samt ekki beðið eftir því að nýja Hringbrauún opni. Þá verður gaman að þeysa um bæinn enda munu umferðaröngþveiú undan- farinna ára heyra sögunni úl. Vonandi stendur nýja Hringbrautin undir nafni því fæðing hennar hefur verið skelfilega þreytandi og afskaplega löng svo ekki sé meira sagt. Ingveldur Sigurðardóttir Er ekki hrifin afþvl að færa flugvöll I mýri og hús á Laugavegi. Þroskaþjálfinn segir Ég hef alltaf átt erfitt með að hlusta á þá endemis þvæiu að æúa að færa Reykjavíkurflugvöll. Segj- um sem svo að að ráðherra væri á sfnum æsku slóðum og svo vildi óheppilega til að hann fengi hjartaáfall. það getur tekið sjúkra- flug frá Hornafirði til Reykjavíkur rúman klukkutíma. það er spurn- ingin hvað sé eftir að h'fi í mannin- um. Hvað þá er hann þyrfti að keyra uppundir klukkustund f viðbót? Þau eru kannski einskis virði mannslífin út á landi? Mér finnst þessi umræða vera vanhugsuð og væri æskilegt að kynna sér þessi mál betur. það em viðvarandi sjúkraflugvélar á þremur stöðum á landinu Akureyri, ísafjörður og Egilsstaðir. Eftir því að mér hefur skilst þannig að þessi suðausturhluú er mjög útundan á þessu sviði. Ég vil að menn rannsaki þetta betur áður en þetta er ákveðið. Það er eins með Laugaveginn að fara að rífa þessi hús og eyöileggja þessa gömlu mynd sem þar er. En þetta er svo viðkvæmt hvað úúendingar segja um okk- ur, en það erum við sem þurfúm að búa við þetta en ekki þeir. Við trúum bara ekki að við séum svo ósjálfstæð að þurfa að láta segja okkur eitthvað sem ekki passar inní okkar ýmind. Þarna vantar líka nokkra íhugun. Ég vona að borgaryfirvöld flani ekki að neinu. Maður dagsins Ætlum að sigra í næstu kosningum Ég tók við starfi ffarn- kvæmdastjóra borgarstjómar- flokks sjálfstæðismanna eftir kosningamar 2002. Starfið felst í því að vera borgarstjórnar- flokknum innan handar í hverju því máli sem kann að faila til. Skipulagning funda og ýmis verkefni. Stærsta verkefrúð sem ég hef unnið að til þessa kynntu borgarfúlltrúamir síðasta fimmtudag undir kjörorðinu Búum til betri borg - Horfum lengra, hugsum stórt!" Framtíðarskipulag Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á dögunum hugmyndir að fram- úðarskipulagi Reykjavíkur sem vakið hafa mikla athygli. „Við höfum unnið að þessu verkeftii allt kjörtímabilið. Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson, oddviú borgar- stjórnarflokksins, ýtti því úr vör í byrjun árs 2004. Við fengum til liðs við okkur fjóra frábæra arki- tekta sem í samvinnu við borg- arstjómarflokkinn tmnu þessar hugmyndir og kynntu fyrstu drög að eyjabyggð og landfyll- ingum frá Örfirisey að Akurey um mitt síðasta ár. Síðan höfum við þróað þetta frekar, leitað til sérfræðinga og samhliða þeirri vinnu stýrði Hanna Bima Krist- jánsdóttir, borgarfulltrúi, steftiumótunarhópi um skipu- lags-, samgöngu- og umhverfis- mál. Fjölmargir komu að þessu starfi. „Búum til beúi borg" er afrakstur vinnu þessara tveggja starfshópa," segir Magnús Þór Gylfason. Hugmyndir sjálfstæðis- manna ganga út á að horft verði til vesturs í stað austurs við framú'ðarþróun byggðar í Reykjavflc og að eyjurnar við Sundin verði nýttar sem fram- ú'ðar byggingasvæði. Örfirisey, Akurey, Engey og Geldinganes verða samkvæmt þessum hug- myndum settar undir byggð og tengdar við fastalandið ýmist með göngum, brúm eða land- fyllingum. „Á þessum skemmú- legu svæðum er hægt að búa til byggð fyrir um 30.000 íbúa. í Viðey eru hugmyndir um liúa, lágreista og vistvæna byggð sem við sjáum fyrir okkur í anda Grjótaþorpsins. Undanfarin ár hefur heimsóknum í Viðey fækkað nokkuð. Okkur langar til að færa nýtt líf í Viðey þannig að tækifærum fólks og fjölskyldna til að njóta eyjunnar til útivistar fyölgi, enda sannkölluð nátt- úruperla." Góð spil Aðspurður segist Magnús ekki óttast það þegar valið verð- ur í leiðtogasæúð og á lista sjálf- stæðismanna fyrir komandi kosningar. „Það er mikil gleði í okkar hópi og góð samvinna milli ailra og við æúum að sigra í næstu kosningum." Með þess- um tillögum hafa sjálfstæðis- menn komið fram með hug- myndir sem fallið hafa í góðan jarðveg meðal borgarbúa, eru þeir ekki hræddir um að R list- inn hreinlega steli þeim? „Ég á ekki von á því. R listinn hefur lagt áherslu á að byggja upp til fjalla, núna við Norðlingaholt og í suðurhlíðum Úlfarsfells. Ef þeir nota eitthvað af þessum hug- myndum í sínu skipulagi þá er það bara ágætt fyrir Reykvfk- inga. Þeir verða þá bara að fram- kvæma þær, nokkuð sem ég á erfitt með að trúa að þeir geú," sagði maður dagsins. Magnús Þór Gylfason er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokkslns en hann birti nýstárlegar hugmyndir um framtíðarþróun byggðar I Reykjavík nú fyrir helgi þar sem land- fyllingar gegna lykilhlutverkl. __________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.