Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005
Sport DV
pool.‘
Rúmeni slær
í gegn á opna
franska
Benitez ekki
á leið til Real
Madrid
Spánverjinn Rafael Benitez,
knattspyrnustjóri Liverpool, hafh-
aði í gær sögusögnum um að
hann myndi taka við Real Madrid
ísumar.
ings-
, menn
Real
| taka við lið-
1 inu. Benitez
| segist ekki
vera búinn
að fullnægja
memaði
sínum hjá
Liverpool og
því kom ekki
til greina að yfir-
gefa félagið. „Ég
er aðeins að
hugsa um hvem-
ig ég geti undirbú-
ið mína menn sem
best iyrir næsta
tímabil. Ekki hvort ég
eigi að tala við Real
Madrid," sagði Benitez.
t . „Ég er fæddur í Ma-
dríd, þar er mín fjöl-
skylda og vinir en ég hef ekki hug
á að flytja heim strax. Ég ætla fyrst
að vinna fleiri tida með Liver-
Óþekktur Rúmeni, Victor
Hanescu að nafni, kom verulega á
óvart á opna franska meistara-
mótinu í tennis um helgina þegar
hann sló út David Nalbandian
sem var raðað í tíunda sæti á
styrkleikalista mótsins. Hanescu
varð um leið fyrstur til að tryggja
sér þátttöku í átta manna
úrslitum mótsins.
Karptn hefur
lokið keppni
Rússneski miðjumaðurinn Val-
ery Karpin lagði skóna á hilluna
um helgina eftir mjög svo gifturfk-
an feril í Evrópu. Stuðningsmenn
Real Sociedad stóðu upp og hylltu
Karpin langa stund í gær þegar
hann klæddist búningi félagsins í
síðasta skipti. Karpin, sem er orð-
inn 36 ára, var einnig heiðraður
fyrir ieikinn. „Ég vil ekki leika fót-
bolta lengur," sagði Karpin eftir
leikinn sem var gegn Barcelona.
„Ég er búinn að ákveða mig og
þótt ég muni kannski sjá eftir
þessari ákvörðun eftir fjóra már>-
uði þá stendur ákvörðunin og ég
tel að þetta sé rétti tímapunktur-
inn að hætta. Karpin fór til
Sociedad árið 1994 en hann lék
áður með Spartak Moscow. Hann
lék í eitt ár með Valencia, fimm ár
með Celta Vigo og fór svo aftur
„heim" til Sociedad 2002.
settu
Beni-
tez efst-
an á lista í
könnxm um
hver ætti að
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig frábærlega á móti í Áskorenda-
mótaröðinni um helgina en keppt var í Marokkó. Þrátt fyrir góðan árangur var
Birgir Leifur pínu svekktur eftir mótið.
Hefði alveg getað
unnið betta mót
Birgir Leifur lék síðasta daginn
á 66 höggum og mótið í heild á
11 höggum undir pari. Hann
fór fyrsta daginn á 73 höggum,
annan á 66, þriðja á 68 og svo á
66 í gær. Þetta góða skor nægði
Birgi Leif í níunda sæti móts-
ins sem er hans besti árangur
á Áskorendamótaröðinni til
þessa. Það var margt jákvætt í
leik Birgis og hann segist vera
á réttri leið. Verðlaunaféð fyrir
mótið var í kringum 3000 evr-
ur sem er rétt fyrir kostnaði.
„Ég spilaði ógeðslega vel í dag.
Grátlegt að hafa ekki verið aðeins
betri. Mér var refsað á tveimur hol-
um en ef þær hefðu gengið þá væri
ég í bráðabana núna," sagði Birgir
Leifur örlítið svekktur. „Svona er
þetta bara. Það þýðir ekki að væla
yfir þessu."
Þetta var þriðja mót Birgis Leifs á
árinu og hann segist vera sífellt að
bæta sig. „Það er flott að vera í ní-
unda sæti en þetta mót sýndi mér að
ég get vel unnið svona mót. Ég tek
það jákvæða úr þessu móti með
„Mér finnst ég samt
eiga mikið inni
þannig að ég er pínu-
lítið svekktur líka. Ég
hefði nefnilega alveg
getað unnið þetta
mót efég lít til baka."
mér,“ sagði Birgir Leifur en hvað var
hann ánægðastur með hjá sér?
„Ég sló alveg svakalega vel og
hitti flatirnar betur en oft áður. Það
gefur mér mikið sjálfstraust því ég
hef verið að vinna í ákveðnum hlut-
um í sveiflunni sem eru vonandi að
smella núna."
Bermúda-gras
Birgir lenti í vandræðum með
flatinar á mótinu enda var svokallað
Bermúda-gras á flötunum sem Birg-
ir þekkir ekki nógu vel. „Þetta gras
liggur hálfasnalega og þetta var að-
eins í annað sinn sem ég spila á
svona grasi þannig að það vantaði
smá reynslu þar. Þetta var samt allt í
lagi þótt ég hefði kannski þrípúttað
einum of oft."
Það var mjög fínt hljóðið í Birgi
Leifi eftir mótið í gær og ljóst að
sjálfstraustið er meira en oft áður.
Níunda sætið er frábær árangur hjá
Skagamanninum og í raun hans
besti til þessa.
„Þetta er minn besti árangur á
þessari mótaröð og það er að sjálf-
sögðu jákvætt. Það sem maður horf-
ir í er að ég spilaði vel en mér finnst
ég samt eiga mikið inni þannig að ég
er pínulítið svekktur líka. Ég hefði
nefnilega alveg getað unnið þetta
mót ef ég lít til baka. Það er reyndar
auðvelt að tala svona en erfiðara að
framkvæma. Ég klára þetta bara á
stærri mótunum," sagði Birgir Leifur
og hló dátt.
Það verður nóg að gera hjá Birgi
Leif í sumar en hann mun keppa á
mótum erlendis nánast allt sumarið
en hann kemur þó heim til þess að
taka þátt í Landsmótinu. „Þetta
verður mikil törn en þannig vill
maður hafa það," sagði Birgir Leifur
Hafþórsson. henry@dv.is
Heitur (Marokkó Skagamaöurinn Birgir Leifur Hafþórsson náðisínum besta árangri á
Áskorendamótaröðinni I Marokkó um helgina.
Alltaf stutt í brosið Ragnhildur Sigurðardóttir og Þórdís Geirsdóttir leyfðu sér að brosa þótt
þær ættu í harðri samkeppni allan gærdaginn. Mynd VíkurfréttirA/alur B. Jónatansson
lcelandair-mótið fór fram um helgina:
Þórdís og Magnús byrja
sumarið með látum
Það var ágætis veður, en svotítið
hvasst, á Hellu um helgina þegar
fýrsta mótið í Toyota-mótaröðinni,
Icelandair-mótið, fór fram. Það var
mikil spenna í kvennaflokki þar
sem Þórdís Geirsdóttir úr GK bar
sigurorð af Önnu Lísu Jóhannsdótt-
ur úr GR eftir mikla baráttu. Þórdís
kom í hús á fjórum höggxnn yfir
pari en Anna Lísa var á fimm yfir.
Ragnhildtm Sigxnðardóttir varð síð-
an þriðja á sjö yfir pari.
„Ég er geysilega ánægð með
mína spilamennsku. Lykillinn að
þessum sigri var þolinmæði í rokinu
að mínu mati," sagði Þórdís kampa-
kát en kom sigurinn henni á óvart?
„Nei, hann kom mér ekki á óvart
þótt hann hafi eflaust komið ein-
hverjum öðrum á óvart. Ég hef æft
mjög vel og vissi vel að ég gæti gert
fína hluti hér um helgina."
Þórdís hefur byrjað verulega vel
síðustu ár og oftar en ekki unnið eitt
af fyrstu mótum sumarsins.
Hjá körlunum reyndist Örlygur
Helgi Grímsson úr GV sterkastur en
hann kom í hús á 5 höggum undir
pari rétt eins og Magnús Lárusson.
Þeir félagar þurftu því að leika
bráðabana og þar reyndust taugar
Magnúsar sterkari og hann fagnaði
þxn sigri á fýrsta móti sumarsins.
Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKJ varð
þriðji. henry@dv.is