Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Page 33
Ljósm: Stefán Karlsson DV Menning MÁNUDAGUR 30. MAÍ2005 33 Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri á Akureyri Langt ersiöan rekstur Leikfélagsins á Akureyri hefurgengið svona vel. Magnús Geir skilar góðum vetri hjá Leikhúsinu á Akureyri. Ef allt er talið hafa aldrei fleiri gestir farið um salar- kynni Leikfélagsins í Brekkunni Halii réttur fyrir noröan Nú líður að lokum þessa leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur aðsókn verið ein sú mesta í sögu leikhússins. Sýningar hafa al- mennt gengið vel og fengið já- kvæða gagnrýni. Leikhúsið skilar nokkrúm rekstrarafgangi, sem nýttur er til að greiöa niður skuldir fýrri ára. Aðsókn Áhorfendur að leiksýningum á Akureyri leikárið 2004 til 2005 eru 16.737. Til viðbótar bætast um 1.390 gestir á aðra viðburði í leik- húsinu og 6.482 áhorfendur að þremur leiksýningum sem voru einnig sýndar í Reykjavík í sam- starfi við aðra. Samtals eru gestir að viðburðum á vegum LA á leikár- inu því 24.609. Samstarfssýningar verða taldar með í áhorfendatölum samstarfs- aðila LA og er því vafasamt að telja tekjur og áhorfendur þeirra með í niðurstöðu vetrarins en áðsókn er vel yfir meðaltali síðustu ára. Söngleikir trekkja en kosta Stjóm leikfélagsins leitaði sam- starfs við Sinfóníu Norðurlands um söngleikinn Óliver sem flestir gestir sóttu: 7000 gestir sáu sýning- una og komust færri að en vildu. Þá var setti nýtt og áður óþekkt trukk í árskortasölu og með vönd- uðum kynningum og fjölbreytí- legri dagskrá varð metsala á áskriftarkortum en þau voru seld til 960 leikhúsgesta. Þriðja besta ár í aðsókn Ef aðeins er litið til hefðbund- inna áhorfenda á Akureyri er að- sóknin sú þriðja mesta frá upphafi starfsemi LA, þvíleikárið 1983-1984 vom gestir 19.378 en þá var My Fair Lady á íjölum samkomuhússins, og leikárið 1987-1988’vomálrorfendur 18.166. Ef bætt er við aðsókn á sam- starfsverk í Reykjavík er ljóst að aldrei hafa fieiri gestir sótt viðburði leikhússins. Sýningarnar Sýningar LA í vetur hafa al- mennt hlotið jákvæða umsögn gagnrýnenda, en eftirtalin verk vom frumsýnd: Svik, Ausa og Stól- arnir, Óliver og Pakkið á móti. Pakkið verður á fjölunum á ný næsta haust, enda þurftu margir frá að hverfa í vor. Til viðbótar bættust þrjár gestasýningar; Brim, Hárið og Græna landið. Þrjár sýn- ingar vom sýndar í Reykjavík í samstarfi við aðra: Eldað með Elvis (í samstarfi við Eilíf), Svik (í sam- starfi við Sögn, LAogÁ senunni) og Ausa og Stólarnir (í samstarfi við LR). Rekstur Sú stefnubreyting sem Magnús Geir innleiddi í rekstri hússins þar sem horfið var frá árssamningum en þess í stað ráðið í verkefni hefur því tekist vel. Þótt leikárinu ljúki ekki fyrr en 1. ágúst, er ljóst að það verður rekið með nokkrum rekstr- arafgangi, sem nýtmr er til að greiða niður skuldir fyrri ára. Nið- urgreiðsla þeirra hófst í upphafi síðasta árs og gengur vel. Um helmingur skuldarinnar hefur ver- ið greiddur niður og stefnt er að því að leikhúsið verði orðið skuld- laust í lok ársins 2006. Hlutfall sjálfsaflafjár hefur ekki verið hærra á síðastliðnum árum. Svavar fór á 9000 danskar Á vefnum Lauritz.com em oft ís- lensk verk í boði eins og DV hefúr marginnis greint ffá. Þann 27. maí lauk tilboðsfresti í tvö íslensk verk sem þar höfðu verið til sölu um nokkurt skeið: Eldra verkið var mál- verk frá 1980 eftir Svavar Guðna- son, en eins og kunnugt er var mik- ið af verkum hans til álita í stóra málverkafölsunarmálinu sem svo var kallað. Þá var einnig á vefnum til sölu olíumálverk eftir Helga Þor- gils Friðjónsson. Báðar myndirnar seldust. Málverk Helga fór á 7 þúsund danskar en var metin á metin á 10 þúsund. Svavar var metinn á 8 þús- und danskar en var sleginn á 9 þús- und. Lauritz.com er stærsti upp- boðsvefur á Norðurlöndum með listmuni og safriaravörur. Hann er flokkaður í margar deildir og afar vel uppbyggður. Uppboðsvörur em ■i' ;■ írfíiíH hjá aðilum víða um Norðurlönd en á kaupverð leggst ailtaf 18% upp- boðsgjald. Stundum er lagt á 1% gjald í höfundarréttarsjóð. Kaup- andi greiðir fyrir flutning og loks verður að greiða virðisaukaskatt af vömnni komi hún til landsins. Um þessar mundir eru uppákomur leikrænar svo margar aö það er hætta á því aö stórgóðar sýningar fari fram hjá leikhúsáhugafólki. Finnskar stdlkur kryíja til mergjar hlutverk stdlkuunar Ég elska þig, ég elska þig ekki. Með Baldursbrá úr bréfi er þessi romsa síendurtekin á rússnesku og allir skilja. Á fimmtudag og föstudag var á fjölum Nýja sviðs Borgarleikhússins sýning sem vel hefði verið þess virði að senda alla leiklistarnema og unga leiklistarneytendur á. Reyndar var hún ekkert bundin við ungt fólk, þótt leikaranir væm ungir, en það var nýlunda að sjá svo vel tæknilega út- færð atriði bæði í dans og leik. Nokkr- ar norrænar leikkonur hafa tekið sig saman og stofriað stórgóðan leikhóp og sýninguna sem hér var á ferðinni nefna þær The Subfrau Acts. Kveðjuhóf fyrir frú Það er kannski verið að kveðja frúna? Alla vega var eitt mjög gott innlegg þar sem nokkrar staðlaðar kvenpersónur fengu tækifæri tfl að kveðja frúna. Þó talað sé bæði á ensku og sænsku er þetta fyrst og fremst sungið dansverk, þar sem flnnski danshöfundurinn Arja TiUi á heiður- inn af- fyrri hlutanum og rússneski danshöfundurinn Sasha Pepeyaev þeim síðari. Óbeislað hugmyndaflug Fjórar stúlkur kryfla tíl mergjar hlutverk stúlkunnar, konunnar og ímynd kvenpersónunar í leikbók- menntum og lífinu í heild sinni. TU þess nota þær dans, söng og óbeisl- að hugmyndaflug. Gestaleikur í Borgarleikhúsinu á The Subfrau Acts var sannarlega heUdstæð skemmtun fyrir bæði augu og eyru. Ungar norrænar leikkonur Joanna Wingren, Ida Löken, Sonja Ahlfors og Lotten Roos hafa undir leiðsögn frábærra dans- höfunda sett saman eins konar kab- arett þar sem leikhústáknin fá að geysast um og skipta um hlutverk eins og í spreUflörugum leik bama. Björgun með einni góðri kerl- ingu Fyrri hlutinn gerist í anda plötu- snúðs. Við kynnumst plötusnúð og veruleika hans og persónur em kynntar til leiks gegnum tóna og orð sem flæða fram úr undravélum plötusnúðsins. Það þekkja það nú aUir hvað það getur verið fyndið að sjá karla leika konur. Hversu oft hefur Randver ekki bjargað þreyttum Spaugstofu- húmor með einni góðri kerlingu? Hitt er svo annað mál að það er og verður aUtaf minna fyndið og erfið- ara fyrir konur að leika karla þannig að skemmtUegt sé. Nú loksins tókst það. Hér í þessum vUlta leik undir tryUingslegum hljómum úr mörgum tegundum tónlistar þar sem ýmist var verið að skírskota tU textans eða taktsins þutu um sviðið ungir menn leiknir af konum og það var unun á að horfa. Einkum var það ein þeirra Joanna Wingren sem svo lítU og mjó tók sér bólfestu í öUum þeim asna- legu drengjum og vandræðalegu ungum mönnum sem við þekkjum úr okkar eigin U'fi. Ráðist á rússnesku hefðina Leikurinn var tvískiptur. Fyrir hlé fengum við að fylgjast með aUs kyns dansatriðum tengdum vonsviknum ungum stúlkum og kUsjukenndum mönnum. Dansinn var þar aUsráð- andi og eins frábær undirleikur þeirra sjálfra á ýmis hljóðfæri. í seinni hlutanum var svo ráðist á hefðina í rússneska leikhúsinu. Bitr- The Subfrau Acts Danshöfundar: Arja Tiiliog Sasha Pepelyaev. Búningar: Marja Uusitalo, Charlotta Lund- gren og Sonja Ericsson. Hljóð: Pietu Pietianen. Framleiðsla: Belinda Tirkonen. Leikarar:Lott- en Roos, Sonja Ahlfors, Ida Löken, Joanna Wingren. Leiklist ar og markeraðar yfirstéttarstúlkur sem bíða eftir vonbiðlum æla úr sér voninni í eiginlegri merkingu og dansa um í ffaukukjólum hreinna meyja í langþráðri bið eftir að kom- ast í hjónaband. Umbreytingarrdans Hér er það einn frægasti dans- höfundur rússa um þessar mundir, Sasha Pepelyaev sem sjálfur hefur komið nálægt flestum greinum leik- hússins, sem semur þann umbreyt- ingardans sem límir saman stutt leikatriði í einskonar paródíu á Þremur systrum. Þær vinna með umbúðapappír þannig að brúðarkjóll breytist í hænsnabúning og blómin sem brúðurin er skreytt með eru búin til á staðnum. Eins er það eftirminni- legt hvernig þær léku sér með skæri sem. breyttust í vopn, hljóðfæri í gleraugu og ýmis önnur tól úr okkar daglega k'fi. Ambögur á ensku Subfrau er hópur sem stofnaður var í Helsinki árið 2001. Leikhópur- inn samanstendur af stúlkum sem aliar hafa hlotið menntun sína við Ríkisleiklistarskólann í Helsinki. Hér voru þær aðeins flórar, en oft eru þær fleiri og meðal þeirra er María Pálsdóttir sem nú var aðeins áhorfandi og líklega gestgjafi. Þetta var sannarlega vel til fúndið að koma hingað með norrænar flinkar leikkonur í einkar skemmti- legu showi. Einu ambögur sýningar- innar má segja að hafi verið að það var greinilegt að löngum talatriðum hafði verið snarað á ensku, líklega til þess að áhorfendur hér skildu inni- haldið, en það var greinilegt að leikkonurnar sjálfar skildu varla þau orð sem þær voru að fara með. Hefði verið betra að tala bara sænsku eins og í öðrtim styttri atrið- um. Það er vonandi að kröfurnar hafi ekki komið héðan, því það er jú alveg nauðsynlegt fyrir okkur að heyra norræn mál og það var ekkert í þessu sem hefði verið of flókið fyrir sæmilega upplýst eyru að skilja. Stútfullt af smáatriðum Fyrri hlutann sömdu stúlkurnar sjálfar en höfúndur seinni hlutans er Danil Kharms. Sýningin var stútfull af smáatriðum sem vöktu kenndir, tilfinningar og hláturgusur vegna þess að áhorfendur þekktu svo dæmalaust vel bæði týpurnar og það sem verið var að flalla um. Leiðinlega konan sem var að doktorera í einhvers konar handa- hófsheimspeki fékk lengri umræðu- tíma hjá sjónvarpskonunni heldur en raðhússfrúin sem var að lifna við eða unga suður-ameríkanska konan sem var svo ljómandi ánægð með lífið sitt. Hér var á ferðinni mjög skemmti- legur leikhópur sem svo sannarlega kann að þeyta hefðbundum táknum og viðteknum venjum upp í loftið án þess að klisjurnar falli um sjálfar sig beint á gólfið. Skemmtilegt leikhús þar sem stundin flýgur ieifturhratt hjá eins og mörg frábær smáatriði. Förðun stúlknanna var sérdeilis skemmtileg ekki síst í seinni hlutan- um þar sem baugar innilokaðra hreinna meyja með berkla á byrjun- arstigi urðu að enn einu tákninu sem teiknað var svo skýrt. Elísabet Brekkan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.