Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2005, Blaðsíða 40
i—1 s t t i i rr^Sí 51^X0 í Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ynafnleyndar er gætt. sjsj Q sj [J Q Q SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [STOFNAÐ 19H)] SÍMISSOSOOO 5 690710 TÍTÍ171 • Heyrst hefur að grínarinn Auðunn Blöndal, sem hefur gert garðinn frægan í Strákunum á Stöð 2 að undanförnu ásamt félögum sínum Sveppa og Pétri Jóhanni Birgissyni, sé að fara í hármeðferð vegna yfirvofandi hár- þynningar og skalla. Þetta eru stórfréttir vegna þess að Auðunn hefur alltaf þótt hárprúðastur strákanna og hefur mikið verið spaugað með það hversu ört líkamshár hans spretta. Svona meðferðir eru að vísu ekki taldar skila miklum árangri þegar til lengri tíma er litið eftir því sem heimildir DV í hárgreiðsluheim- inum herma. Bandaríski millj- arðamæringurinn Donald Trump hefur víst lengi verið í dýrum meðferðum vegna hár- þynningar en menn geta svo sem dæmt hver fyrir sig hvort það hefur borið árangur. Vonandi fara Auddi og Sveppi ekki í hár saman! 3 „Barinn borgar þetta,“ segir Karl Hjaltested, eigandi Grand Rokk. Um næstu helgi heldur hann árlega listahátíð Grand Rokk þar sem verð- launafé í stuttmynda- og smásögu- keppni slagar upp í milljón. Verðlaunin í stuttmyndakeppn- inni eru hálf milljón króna og í smá- sögukeppninni 200 þúsund. „Svo hef ég líka sett inn ágæt verðlaun fyrir annað og þriðja sæti, kannski um hund- rað þús- und á Við- skipta- netinu og fimm- tíu þús- und í pening- um með. Ég á eftir að ákveða hvernig það verður,“ segir Karl en leita þarf meðal stærstu kvikmyndahátíða heims til að finna jafn rausnarleg verðlaun fyrir stuttmyndir. Inntöku- skilyrðin hjá Grand Rokki eru þau að myndirnar verða að vera gerðar sér- staklega fyrir keppnina og tengjast staðnum á einn eða annan hátt. Það þýðir því ekki að mæta með eldra verk og senda það inn. „Síðustu mánuði hafa menn ver- ið að skjóta hérna inni á barnum og fyrir utan. Þetta er mikil stemning," segir Ingvar Stefánsson, umsjónar- maður stuttmyndakeppninnar, sem býst við sjö myndum til keppni. Síð- ustu tvö ár hefur kvikmyndagerð- arteymið Markell, Örn Marínó Arnarson og Þorkell Harðarson, borið sigur úr býtum. Þeir mæta með nýja mynd þetta árið ásamt Ottó Tynes, sem vann keppnina fyrsta árið. „Annars er skilafrestur í dag. Þá fæ ég staðfestingu á öllum þeim myndum sem eru með," segir Ingvar en keppnin fer fram á laugar- daginn. Það er ekki minni atgangur í smá- sögukeppninni, þar sem þemað er hryllingur, og hafa þegar borist rúm- lega sjötíu verk í hana. Keppnin er vinsæl meðal rithöfunda, jafnt þeirra sem gefa út og hinna sem stinga efni sínu ofan í skúffu. Reynir Traustason ritstjóri hefur þegar tryggt sér réttinn á því að birta bestu sögurnar í júlíhefti Mannlífs. Meðal annarra viðburða listahátíðarinnar má nefria leikrit- ið Land fyrir tvo, þar sem Krist- ján Þor- valdsson ritstjóri er meðal leikenda, og upp- bitann arnum boð á sunnudeginum. Þar verða annars vegar boðnar upp fágætar bækur og hins vegar myndir, sem ýmsir tónlistarmenn mála yfir helgina. Þetta er vinsæll viðburður og hafa myndirn- ar selst á allt að sextíu þús- und krónur. Þá verður hátíðin slegin af með tónleikum nýrrar hljóm- sveitar Megasar á sunnudags- kvöld. Gjafmildur eigandi „Bar- inn borgar þetta, “ segir Karl Hjaltested eigandi. Bubbi og Brynja saman í hesthúsinu Brynja Þorgeirs Blskarhesta. Það var gaman að fylgjast með Bubba Morthens og Brynju í hest- húsinu í gærkvöldi, en þá var hesta- þátturinn Kóngur um stund sýndur á Stöð 2. Umsjónarmaður þáttarins er fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir og henni tókst að fá Bubba með sér inn í hest- hús þar sem ^, '"$\í Bubbi viður-, Bubbi Morthens Hræddur við hesta. kenndi að hann væri hræddur við hesta. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bubbi kemur í hesthús en þessi alkunni harðjaxl hefur aldrei áður viðurkennt opinberlega að hann sé hræddur við þennan þarfasta þjón manns- ins. Annars er það helst að frétta af Bubba að hann mun gefa út tvær nýjar plötur á næstunni og er í sjálfskipuðu fjölmiölabindindi. Leoncie ekki boðið í stúdentsveisluna Ræðumaður íslands Björn Bragi Arnarson útskrifaðist úr Verzló um helgina. DV sagði frá því um helgina að indversk-íslenska söngkonan Le- oncie hefði kært ummæli Bjarnar á vefsíðu hans til lögreglu í fyrra. Bjarni sagði m.a. á síðu sinni „Það er nokkuð ljóst að indverska viðrinið er karlmaður". „Þetta var náttúrlega bara tblogg. í fýrsta lagi var þetta ekki nein opinber yfirlýs- i ing mín um Leoncie, jafn- vel þótt netið sé opið öll- um. í öðru lagi var -þetta alls ekki meint Jsem kynþáttahatur." ÍBjörn segist heldur ekki \ hafa mikla trú á hótunum Leoncie um að kæra jhann til alþjóðadóm- \stóla. Björn er ræðumaður Björn Bragi SegirásakanirLeocie rangar. íslands í Morfís og keppti hann fyrir hönd Verzló í Gettu Betur og eins og áður sagði útskrifaðist hann um helgina og var haldið upp á það með alíslenskri stúdentsveislu. Aðspurð- ur hvort hann hefði boðið Leoncie í veisluna svaraði hann „Veistu, ég klikkaði eiginlega á því.“ ORUGGLEGA BRÚN/N MEÐ OTS Sott Tanrar^) " UUon ss? SX.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.