Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Side 22
22 LAUCARDAGUR í. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Þráinn Bertelsson er hvorki rammskyggn né gæddur yfirnáttúrulegri spádóms- gáfu þótt í nýrri sakamálasögu hans, Valkyrjum, séu kaflar sem lýsa atburö- um líðandi stundar næstum kórrétt. Þó voru þessir kaflar skrifaöir löngu áöur en atburðirnir gerðust. Sagan, sem fjall- ar meðal annars um viðskiptaveldi Magnúsar í Mínus, afsögn Jökuls Pét- urssonar forsætisráðherra og eldfimt skjal á tölvu sem menn ganga svo langt að myrða fyrir, er þó ekki bara spenn- andi heldur líka ferlega fyndin. Þráinn Bertelsson „Fyrii iitan konuna mina eru hæí sróra ástriðán fllfíininu." Ef ég væri gagnrýnandi myndi ég trúlega nota orðin æsispennandi og leiftrandi af húmor. Ég get ekki stillt mig um að segja Þráni þetta. Hann horflr svo lengi fram iyrir sig og er svo óræður á svipinn, að mér stendur ekki á sama. Fannst þér hún í alvöru skemmti- leg? Já, ekkert smá. Gott að heyra það. Yflrleitt leikur það nefnilega í höndunum á mér að skrifa. Ég hef hinsvegar aldrei átt eins erfitt með að skrifa eins og þeg- ar ég skrifaði þessa bók. Fyrir utan konuna mína eru bækur stóra ástríðan í lífi mínu. Ég var bara svo óheppinn að á þessu ári lenti ég í mjög löngu og erflðu þung- lyndiskasti og á tímabili örvænti ég um að ég gæti yfirleitt klárað þessa bók. Með einhverjum ráðum og Guðs hjálp tókst mér þó að pína mig við tölvuna ákveðinn tíma á dag. Ef það kemur á daginn að fólk verður ánægt með bókina finnst mér það vera mesti sigur sem ég hef unnið á ævinni. Vegna þess að góður rithöf- undur þarf að geta skrifað hvort sem hann er í stuði eða ekki. Hvernig líöur þér n úna ? Mér líður alveg prýðilega, þakka þér fyrir. Þrátt fyrir þunglyndisköst af og til er lífið í raun og veru skemmti- legt. Annars myndi mannkynið fýrir- fara sér um leið og bamið lærir að hnýta hnúta. En sem betur fer em plúsarnir fleiri en mínusamir. Er það ekki bara einhver Pollýönn uleikur? Hann er aiveg nauðsynlegur þessi Pollýönnuleikur. Uppáhaldið mitt er ævaforn íslensk Poliýanna sem er hægt að lesa um í Þjóðsögum Jóns Ámasonar. Gömul kona ætlaði að fara niður úr baðstofunni til að kveikja eld á neðri hæðinni áður en fólk vaknaði. Einn morguninn þegar hún var að paufast þetta í myrkrinu datt hún niður loftsgatið og stakkst á hausinn og háfsbrotnaði. í fallinu heyrðist hún tauta: „Ég ætlaði ofan hvort sem var." Þetta er rammís- lensk amma Pollýönnu og saga sem mér þykir vænt um. Mitt hlutverk er hér og nú Afhverju velur þú að skrifa saka- málasögu um samtímann? Mér finnst bara sakamálasögu- formið mjög spennandi. Það er til- tölufega ungt form, rúmega 150 ára gamalt, og höfðar til margra les- enda. Ef maður ætíar að nota það með listrænum hætti gerir það gíf- urlegar kröfur, af því að formið er svo þröngt að sumir halda að það rúmi ekki neitt nema morðgátu, en auðvitað rúmar það listræna tján- ingu eins og önnur bókmenntaform. Helsta hætta sem góðir sakamála- höfundar eru í er að velja sér mál sem ekki hafa neina skírskotun utan samtímans. Svarið er að takast á við og fjalla um veruleika sem er sammannlegur, skrifa um erfða- syndirnar til dæmis. Ef manni tekst vel upp getur maður skrifað verk sem á hugsanlega langa lífdaga. Ég er samt ekki að segja að ég sé að reyna að skrifa bækur fyrir komandi kynslóðir. Mitt Jilutverk og erindi er hér og nú. Ég er meðlimur í þessari íslensku fjölskyldu okkar og langar að ná til hinna fjölskyldumeðli- manna, segja þeim hvað ég er að upplifa og hugsa, bæði um einstaka atburði og lífið sjálft og fjalla um það sem verður á vegi allra einstaklinga. Lífsgangan liggur alltaf yfir holt og heiðar, sléttur og dali. Mér fannst bókin ekki síst skemmtileg afþvíhún fjallar um at- burði dagsins í dag. Munu komandi kynslóðir kunna að meta hana engu að síður? Ég vona að bamabörnin okkar muni upplifa hana öðruvísi. Þessi bók fjallar meðal annars um það hvort áhrifamenn í þjóðfélaginu geti haft áhrif á störf lögreglunnar og jafnvel beitt lögreglu og dómstólum eftir eigin geðþótta. Ég vona heitt og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.