Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Side 28
28 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV snu/^tivuucíunu Gróa Ásgeirsdóttir, þjón ustustjóri Flugfélags fs- iands. Erl vinnu og skóla ásamt þvíað vera með heim « en leggur jafnframt mikið UPP úr þvl að líta vel út. Brúnleitur varalitablýantur firá NoName Ég nota hann oft yfir daginn ásamt glossunum. ít COSMStlCS ICtlAND Gloss frá Channel, margir litir Ég nota mjög mikið varaliti. Vin- konur mínar segjast spæna upp sína varaliti ef þær eru lengi nálægt mér því þetta er smitandi. Þær taka upp sína varaliti þegar ég tek upp mína. Spegiil Að sjálfsögðu. Maður verður að sjá hvað maður er að gera. Púður firá Mac Þettta er svona púður sem hressir upp á útlitið þegar þreytan segir til sín. Gylltur augnblýantur frá Mac Mér finnst hann bæði fallegur, þægilegur og mátulega látlaus. Gróa Ásgeirsdóttir, framleiðslu- og þjónustustjóri hjá Flugfélagi fslands, opnar snyrtibudduna sína að þessu sinni. Hún segist alltaf mála sig áður en hún fer að heiman á morgnana og það sem er í buddunni er til að halda snyrtingunni við yfir daginn. Dagarnir eru langir hjá Gróu því í viðbót við vinnuna hefur hún haf- ið nám við Háskólann í Reykjavlk. Þar er hún að loknum vinnudegi frá fjögur tii níu. „Þetta er rosalega gaman. Bæði er námið skemmtilegt og svo kynnist mað- ur nýju fólki og uppgötvar að það er líf handan við tölvuna manns í vinnunni. En maður verður náttúrlega að líta þokkalega út," segir hún hlæjandi. Athafnakonan Fabrikan er fimm manna auglýsingastofa sem fagnaði tveggja ára afmæli nú í september. Það voru Gréta Vilborg Guðmundsdóttir, Inga Elsa Bergþórsdóttir og Valgerður G. Halldórsdóttir sem stofnuðu fyrirtækið eftir að hafa áður unnið á ýmsum vettvangi í auglýsingageiranum. Gréta verður fyrir svörum, en hún er hæstánægð með fyrirtækið og samstarfið. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum ný- fluttar í eigið húsnæði í Ingólfs- stræti 5 og finnst við vera í mið- punkti Reykjavíkur." Varðandi rekstrarfyrirkomulag- ið segir hún að yfirbygging fyrir- tækisins sé engin. „Hér eru engir yfirmenn eða undirmenn þótt verkefnum sé skipt markvisst milli okkar. I Fabrikunni sinnum við jöfnum höndum viðskiptatengsl- um og hönnun - erum í beinum samskiptum við viðskiptavininn, ólíkt því sem tíðkast víða á stóru stofunum. Við köllum til samstarfs- aðila eftir þörfum viðskiptavin- anna og verkefnum. Þannig vinn- um við til dæmis með textasmið- um, Ijósmyndurum, vefforriturum, markaðsráðgjöfum og hugmynda- smiðum og veljum saman starfs- hóp sem við teljum hæfa hverju verkefni best. Með því höfum við samskipti við fjölbreyttan hóp fólks sem virkar hvetjandi á skapandi vinnu. Þetta er líka hagkvæmt rekstrarfyrirkomulag sem skilar sér í hagstæðu verði til kúnnans - án þess að slegið sé af kröfum um há- gæða vinnu og þjónustu." Eigendur fyrirtækisins eru allir grafískir hönnuðir en Gréta segir það starfsheiti vera að breytast. „Erlendis tíðkast meiri sérhæfing í auglýsingageiranum en grafískir hönnuðir á íslandi gera svo miklu meira en að vera nákvæmlega það sem starfsheitið segir til um. Okkar verksvið nær yfir verksvið nokkurra starfsheita erlendis." Um nafnið, Fabrikan, segir Gréta að einn daginn hafi þær ákveðið í hálfkæringi að velja nafn á fyrirtækið með því að opna eld- gamla orðabók og velja það nafn- orð sem þær rækju fýrst augun í. „Fabrika var áður notað hér á landi yfir verksmiðju og okkur fannst það hæfa vel - hér fer verksmíði fram, samhliða hugmyndasmíð- inni, og þegar mikið er að gera framleiðum við mikið og vinnu- dagarnir eru oft langir. En starfið er skemmtilegt og fjölbreytt - það skemmtilegasta við þetta allt sam- an er að sjá hugmyndir verða að veruleika. Stefnan er svo að halda áfram að veita viðskiptavinum okk- ar góða þjónustu - og gera svo alltaf betur og betur." Konur hungrar í nýja tegund tímarita Tímaritið Psychologies hefur slegið í gegn í Evrópu og er rifið úr hillunum á Spáni, Ítalíu og Frakklandi þar sem það er í öðru sæti á eftir hinu vin- sæla Marie Claire. Útgefandi tímaritsins í Bret- landi, Hachette Filipacchi, gerði ít- arlegar kannanir meðal breskra kvenna áður en ráðist var í útgáfuna og niðurstaðan varð sú að konur hreinlega þráðu að sjá nýjar áhersl- um á tímaritamarkaðnum. Að sögn ritstjóra bresku útgáfunnar, Maureen Rice, leiddi könnunin tvennt í ljós: „Annars vegar að kon- ur hungrar í nýja tegund tímarita og hins vegar að nú er í gangi ný bylgja í lífi kvenna sem hefur verið nefnd þriðja bylgjan. Sú fyrsta tengist ár- unum 1960-1970 þegar konur vökn- uðu til nýrrar félagslegrar vitundar og skoðuðu upp á nýtt merkingu orða eins og „eiginkona" og „kyn- þokki". Bylgja númer tvö tengist ár- unum 1980-1990 þegar konur streymdu út á vinnumarkaðinn, urðu efnahagslega sjálfstæðar og uppgötvuðu kraftinn í sjálfum sér. Nú teljum við að þriðja bylgjan sé hafin," segir Rice, „þar sem konur einbeita sér að jafnvægi og sönnum lífsgæðum, leitast við að skilja sjálf- ar sig og öðlast þroska, bæði einar sér og í öllum sínum samböndum. Um það snýst einmitt Psychologies." Rice segir að tímarit- inu hafi verið ætlað að höfða til kvenna á aldrinum 30-55 ára en strax fyrstu dagana eftir það kom út fór að berast tölvupóstur frá konum og körlum á öllum aldri. „Ef fólki er umhugað um sjálft sig, hegðun sína og sambönd í lífinu þá hentar þetta tímarit. Þessi hlutir skipta máli hvort sem maður er 25 eða 65 ára.“ segir Rice. „Ég elska sjálf góð tískutímarit og slúður. Ég býst ekki við að fólk muni endilega skipta um tímarit heldur bæta þessu við þau sem það les nú þegar." Meg Ryan prýðir forsíðu fyrsta tölublaðsins í Bretlandi undir fyrir- sögninni: „Ég þurfti að breyta öllu í lífi mínu" en þar er hún í viðtali við ritsjtórann sjálfan um móðurhlut- verkið, skilnaðinn og það að verða miðaldra. Meðal annars efnis í blaðinu eru svör sálfræðings við ýmsum spurningum, greinar um meðvirkni, foreldrahlutverkið og hjónabandið, svo eitthvað sé nefnt, en blaðið lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Forsíða Psychologjes í Bretlandi. Meg Ryan erí opin■ skáu viðtali við ritstjórann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.