Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER2005
Helgarblað DV
Brenndi son
sinn lifandi
Tæplega þrítug kona er fyrir rétti I
Ohio I Bandaríkjunum sökuð um að
hafa brenntéára son sinn lifandi.
Nicole Diar byrlaði Jakobi syni slnum
lyfog kveikti
I húsi þeirra
eftir aö
hann var
sofnaður. Ef
hún verður
fundin sek
geturhún
áttyfirhöfði
sér dauðarefsingu. Kviðdómur fékk I
vikunni að heyra að Nicote hafi
brunnið illa þegar hún var barn en
ástæða fyrir morðinu liggur ekki fyrir.
Stal af munað-
arleysingjum
Sextugur bandarískur viðskiptafræð-
ingur hefur verið dæmdur 140 ára
fangelsi fyrir að stela milljónum doll-
ara af munaðarleysingjum og öryrkj-
um. Maðurinnjames R. Gibson, var
dæmdur til að greiða meira en 83
milljónir til fórnarlamba sinna. „Þú
ert algjörlega samviskulaus/'sagði
dómarinn en Gibson hafði lifað í
vellystingum árum saman og hafði
meðal annars keyptsér glæsilega
lúxusskútu. Hann hafði peningana af
fórnarlömbunum með svikum og
peningaþvotti.
Ung stúlka
finnst myrt
Átján ára stúlka fannst látin á götum
Croydon ísuður London í vikunni.
SannlyAnne Bowman hafði verið
stungið til bana en krufning leiddi I
Ijós að henni hafði blætt út. „Þetta er
þvllík sóun á lífi ungrar konu," sagði
lögreglan við fjölmiðla. „Við biðjum
aila þá sem gætu vitað eitthvað um
málið að gefa sig fram." Þrír karl-
menn, unglingur, tvítugur maöur og
fullorðinn karlmaður, hafa verið
handteknirí tengslum við málið. Ekk-
ert morðvopn hefur fundist. Rann-
sókn málsins heldur áfram.
Alexander Pring-Wilson var 25 ára nemandi úr Harvard sem kom frá efnaðri efri
stéttar fjölskyldu. Michael Colono var sonur fátækra innflytjenda. Örlögin leiddu
þá saman í apríl árið 2003. Fjölskyldur þeirra munu aldrei jafna sig eftir hinn ör-
lagaríka fund sem endaði með morði.
Herra Hv/tari en hvítt
Fjölmiölar teiknuðu upp
mynd afAlexandersem
ofdekruðum krakka sem
hafði fæðst með silf-
urskeið í munninum.
Alexander Pring-Wil-
son Sanders eins og hann
var kallaður kom úr auð-
ugri fjölskyldu. Hann átti
allt lífið fram undan og
allir spáðu því aðhann
myndi ná langt.
auk annarrar stúlku sem hafði
verið með honum úti á lífinu. Stelp-
an svaraði ekki en kviðdómur fékk
að heyra símtalið á símsvaranum.
„Tveir menn réðust á mig á leiðinni
heim. Ekki segja neinum en ég stakk
einn þeirra. Eg er loksins kominn
heim eftir að hafa gengið alla leið og
er að drepast úr hausverk. En ég
skemmti mér þvílíkt vel. Við verðum
að gera þetta aftur bráðlega. Taia við
þig síðar. Bless."
Þegar lögreglan yfirheyrði hann
daginn eftir breytti hann sögunni og
sagðist aðeins hafa ætlað að hjálpa
ókunnum manni sem Colono hafði
ráðist á. Þegar hann hafi séð mann-
inn draga upp hníf hafi hann hins
vegar forðað sér. Lögreglan fann
hins vegar blóðugan hnífinn heima
hjá honum og vinkonur hans sögð-
ust hafa séð hann með hnífinn fyrr
um kvöldið. Pring-Wilson var
ákærður fyrir morð.
Ætlaði aðeins að hjálpa
„Er eðlilegt að vera með hníf á sér
á djamminu? Pring-Wilson hafði
aldrei lent í vandræðum áður og til
hvers bar hann þá á sér vopn? Ef
hann var svona klár af hverju gekk
hann þá ekki í burtu þegar mennirn-
ir fóru að hreyta í hann ónotum?
Michael Colono beið ekki boðanna
en hann var óvopnaður. Hinn
ákærði réðist á óvopnaðan ungling,"
hélt saksóknarinn fram.
Lögfræðingur Alexanders kom
með aðra útgáfu. „Alexander hélt að
mennirnir í bflnum væru villtir. Þeg-
ar hann ætlaði að hjáipa þeim réðist
Colono að honum. Hvað átti hann
að halda? Allt í einu mundi hann eft-
ir hnífnum sínum og dró hann úr
vasanum til að verja sig."
Þama hafði Alexander komið
með nokkrar útgáfur frá atburðin-
um. „Ef hann er saklaus af hverju
sagði hann þá ekki sannleikann
strax," spurði saksóknarinn og benti
á að einu ummerkin um slagsmál
væru örlítið mar á enni Alexanders.
Peningar eru völd
Eftir langa umhugsun og miklar
deilur komst kviðdómur að niður-
stöðu. Pring-Wilson var sekur um
annars gráðu morð og dæmdur til
sex til átta ára fangelsisvistar.
Fjölskylda Colono trúði ekki sín-
um eigin eyrum. „Alexander er
kannski gáfaður en mér finnst afar
heimskulegt að fremja morð," sagði
systir Michaels. „Völdin sem hvítir,
rfldr karlmenn hafa eru skelfiieg.
Peningar em völd en þeir ættu ekki
að hafa áhrif á réttlætið. Af hverju
skiptir máli hvort hann komi frá
auðugri fjölskyldu? ímyndaðu þér
refsinguna sem fátækur innflytjandi
fengi fyrir að myrða ríkan, hvítan
strák."
Rígur miili stétta
„Ég trúði ekki mínum eigin eyr-
um þegar lögreglan hafði samband
við mig," sagði Cynthia móðir Alex-
anders. Hún var fyrrverandi sak-
sóknari og vissi strax að sonur henn-
ar var í miklum vandræðum. „Ég
þekki son minn og veit að hann er
ekki ofbeldisfullur. Ég skil ekki hvað
getur hafa gerst sem leiddi til þess
að vesalings drengurinn týndi lífi
sínu."
Málið kom af stað miklum deil-
um í samfélaginu. Pring-Wilson var
úr efnaðri efri stéttar fjölskyldu en
Colono sonur fátækra innflytjenda.
Sanders, eins og hann var kallaður
hafði fengið gott uppeldi. „Við vor-
um öll sammála um að þessi dreng-
ur færi á toppinn," sagði John Riker
prófessor í Harvard-skólanum.
„Hann hefði getað orðið frábær há-
skólakennari, viðskiptajöfur, lög-
fræðingur eða stjórnmálamaður."
Herra hvítari en hvítt
Fjölskylda Colono gat aðeins
ímyndað sér hvers konar Iífsstfl Al-
exander og hans fjölskylda stund-
uðu. Michael hafði eignast barn
með kærustunni sinni aðeins 15 ára
gamall og hafði á bakinu nokkra
dóma fyrir líkamsárásir og fíkniefna-
sölu. „Það eina sem við fáum að
Sögunni breytt
A meðan á þessu stóð hringdi Al-
exander nokkur símtöl sem áttu síð-
ar eftir að skemma fyrir honum.
Hann hringdi í 911 og tilkynnti um
líkamsárás. „Einhverjir menn
stukku út úr bfl og réðust að öðrum
og ég heyrði að einhver öskraði að
hann hefði verið stunginn. Sá
meiddi gekk í burtu en ég var vitni
að þessu." Þegar hann kom heim til
sín hringdi hann í vinkonur sínar
sem höfðu orðið vitni að árásinni
Hvað gerðist nákvæmlega þann
12. aprfl 2003 á götum Cambrigde í
Massachusetts mun lfldega aldrei
koma almenniiega í ljós. Alexander
Pring-Wilson, 25 ára afburða náms-
maður úr Harvard-háskóla, gekk
heim rétt eftir miðnætti eftir
skemmtun. Hann og vinkonur hans
biðu eftir píitsu þegar gamall bfll
keyrði upp að þeim. Eitt er víst. Inn-
an nokkurra mínútna voru siagsmál
hafin. Alexander, sem gekk alltaf
með hníf á sér, stakk hinn 18 ára
Michael Colono í hjartastað sem lést
af sárum sínum.
Michael Colono Michael varð faðirað-
eins 15 ára gamall. Hann átti afbrotaferil
að baki en hafði reynt að snúa við blaðinu.
heyra er hversu frábær námsmaður
Alexander var," sagði Marcus bróðir
Michaels. „Hann átti frábæra fjöl-
skyldu, hann átti framtíðina fýrir
sér, hann var svo hæfileikaríkur. Mér
verður óglatt af þessu rugli. Bróðir
minn var ekki vopnaður. Herra Hvít-
ari en hvítt var það. Annars væri
Michael á lífi í dag. Það er stað-
reynd."
Lést á sjúkrahúsi
Lögfræðingur Alexanders sagði
skjólstæðing sinn hafa dregið upp
hnífinn í sjálfsvörn. Colono hefði
kallað Alexander niðrandi nöfiium.
Samkvæmt vinkonum Alexanders
fóru mennirnir tveir að rífast sem
endaði með því að Alexander bað
Colono um að stíga út úr bflnum.
Pring-Wilson var mun stærri og
þyngri en Colono. Michael var samt
hvergi hræddur enda hafði hann
lent í verri aðstæðum og stökk út úr
bflnum með hnefana á lofti. „Ég sá
þennan stóra mann kýla hann
nokkrum sinnum," sagði bflstjórinn.
„Ég héit að hann væri að kýla hann
og gerði mér ekki strax grein fyrir að
hann væri með hníf. Þegar ég gerði
mér grein fyrir því stökk ég út úr
bflnum og ýtti Alexander af honum.
Við komum Michael upp í bflinn og
keyrðum af stað í leit að næsta
sjúkrahúsi."
Fundinn sekur Cynthia Pring gengurút
úr réttarsalnum eftir að sonur hennar var
fundinn sekur.
Hvítur, píhup og
stóphættulegup
Harvard Alexand-
erætlaði að verða
lögfræðingur.
Sakamál
Ung stúlka drepin af fyrrverandi kærasta móður hennar
Myrti og framdi sjálfsmorð
Fórnarlamb Fyrrverandi kærasti
móður Caitlin rændi henni og
myrti. Hann framdi svo sjálfsmorö.
Lík unglingsstúlku frá Okla-
homa sem hvarf er hún gekk
heim úr skólanum í síðustu viku
fannst á mánudaginn. Caitlin
Elizabeth Wooten, sem var 16
ára, hafði verið skotin tii bana.
Lík af fyrrverandi kærasta móður
hennar fannst einnig á sama
stað. Lögreglan telur að maður-
inn hafi framið sjálfsmorð eftir
að hafa myrt Caitlin. „Hinn látni,
Jerry Don Savage, hafði oft
hringt í ömmu Caitlin og hótað
að meiða stúlkuna," sagði tals-
maður lögreglunnar og bætti við
að Savage hefði verið handtek-
inn nokkrum sinnum fyrir að
reyna að ræna móður stúlkunnar
sem hafði í kjölfarið fengi nálg-
unarbann á hann. „Við handtók-
um Savage í síðasta mánuði en
hann hafði sloppið út rétt áður
en Caitlin hvarf. Við vorum því
að leita að honum því okkur
grunaði að hann vissi um stúlk-
una."
Savage hafði keyrt með stúlk-
una upp að bóndabæ þar sem
líkin síðar fundust. Bóndinn á
bænum hefur verið handtekinn í
tengslum við málið en hann og
Savage voru kunningjar.