Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 Útivist & ferðalög JXV 1 Útivist um helgina FfiPöir fpamundan óvissuferð 14. október til 16. október Hjá ferðafélaginu Útivist er löng hefð fyrir að fara í óvissuferð til fjalla um þetta leyti árs. Oftast er þá valinn staður sem sjaldan er heimsóttur eða er á annan hátt forvitnilegur. Að þessu sinni er ferðin tvískipt og tveir far- arstjórar, Marrit Meintema og Anna Soffi'a Óskarsdóttir. Farið verður á eig- in bflurn út i óvissuna. Á laugardeginum mun Marrit fara í langa og stranga göngu. Anna Soffía mun leiða sinn hóp í styttri og léttari óvissu. Á laugar- dagskvöldið munu hóparnir sameinast aftur og snæða sameiginlegan kvöldverð sem innifalinn er í verði ferðarinnar. Á sunnudeginum fara hóp- arnir í sameiginlega óvissu á leið til byggða. Verð 8600/9200 kr. Ármannsfell 16. október f Ármannsfelli í Þingvallasveit bjó Ármann sem meðal annars stýrði kappglímu þursa á Hofmannaflöt undir Meyjarsæti. Gangan á fjallið hefst á Kaldadalsvegi rétt norðan við Sandkluftavatn en þaðan verður farin nokkuð auðveld leið að hæsta tindi fjallsins. Vegalengd 10 km. Hækkun 550 m. Göngutími 5-6 tímar. Fararstjóri Ragnar Jóhannesson. Verð 2100/2500 kr. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Spólan í tækinu 26. október Opið hús í félagsaðstöðu íslenska alpaklúbbsins. Kvikmyndir rúlla á skjánum og veitingar í boði klúbbsins. Enga feimni, allir að láta sjá sig og hafa bara gaman að þessu. Staðsetning og tími: Klifurhúsið kl. 20. Þórisjökull 2 29. október ísklifur í Þórisjökli ef ísinn verður kominn, Nauðsynlegt að mæta með allan ísklifurbún- að og kunna meðferð hans. (Ath. Ekki tekst að halda ísklifumámskeið á undan þessari ferð en byrjendur em eindregið hvattir til að taka námskeiðið í nóvember og fara í Jólaldifur í desember, ferskir og flottir). Mæting í Klifur- húsið kl. 07. Ókeypis þátttaka. Nokkur ráö fyrir útileguna Vertu undir allt búin(n) Passaðu upp á röddina Vertu alltafmeð flautu á þérsama hversu stutt þú ert að fara. Ftautan getur bjargað llfi þlnu efþú villist enda dugar hún mun lengur en röddin efþú þarft að hrópa á hjálp. Haltu vatninu köldu Ihjólaferðalagi I heitu veðri er sniðugt að klæða vatnsflöskuna I blautan sokk. Vind- urinn kælir flöskuna svo þú færð Iskalt og ferskt vatn I stað volga vatnsins sem þú hefur drukkið síðustu daga. Kauptu rétt Inn Verslunarleiðangur fyrir ferðalagið skiptir miklu máli. Efeitthvað þarfnast heits vatns við framleiðslu skaltu hugleiða það. Taktu ákvarðanir út frá næringargildi, verði, þyngd og stærð. Búöu tll steikarpönnu Efþú nærð þér I fisk gæti verið góð hug- mynd að steikja hann á pönnu. Taktu lok- ið afáldós og settu kerti inn I dósina. Nú erdósin fyrirtakspanna en mundu að steikja litla bita íeinu. Allt vatnshelt Passaðu sérstaklega að svefnpokinn þinn og fötin séu geymd i vatnsheldum poka. Ekkl láta vatnlð frjósa Það er óþolandi að vakna um morguninn og komast að því að allt vatn er frosið. Ef Hlustaðu á sjálfa(n) þig Ef þú stundar útivist skaltu alltaf treysta inn- sæi þínu varðandi veðrið. Taktu vel eftir og ef þú heldur að það sé von á stormi þó að veðurspáin spái góðviðri hlustaðu þá á sjálfa(n) þig. Það borgar sig alltaf að hafa varann á og ekki að ana út í einhverja vitleysu. Veðrið á íslandi er breyti- legt og getur breyst úr logni í fárviðri á innan við einni klukkustund. Taktu ekki áhættuna á snjó- flóðum og frostkali ef þú finnur að eitthvað er ekki í lagi. Eva Sigurbjörnsdóttir og eiginmaður hennar Asbjörn Þorgilsson reka saman Hótel Djúpavík. Gamla þorpið hef- ur gengið í endurnýjun lífdaga en húsin eru notuð sem sumarbústaðir. Á sumrin er því líf og Qör í Djúpuvík þó að veturnir geti verið heldur langir. Eva segist aldrei ver- ða einmana og að henni þyki notalegt að hafa öll auðu húsin í kringum sig. Eva og Asbjörn Hjónin hafa rekið hótelið í 20 ár. Fæstir höfðu trú á hugmynd þeirra til að byrja með en þau hafa aldeilis sannað nLarigir yetur geta farið ilfameðmann en vjð hQfum lifað Ekkisleppa takinu Ef þú hvolfir bát í straumharðri á er mikilvægt að sleppa aldrei árinni. Með hana í höndunum er mun lfk- legra að einhver nái taki á þér og komi þér aftur upp í bátinn. Arlene Bums, gamalreyndur kajakræðari, sagði í viðtali við tímaritið National Geographic að ef þú ert ein(n) á báti er mikflvægt að synda af öflum kröftum. „Flestir myndu segja að rétt væri að láta sig fijóta á bakinu svo þú vetjir fætuma fyrir gqótinu. £g er ósammála nema þegar mikið af skeijum er í ánni. Reyndu annars að synda upp í áttina að bakkan- um.“ þú ferð í leiðangur um miðjan vetur mundu þá að sjóða vatnið áður en þú ferð að sofa. Settu heita vatnið I flösku og komdu hennj fyriri svefnpokanum þínum. Flaskan heldur fótunum heitum og vatnið verður ófrosið þegar þú vaknar. I.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.