Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2005, Page 39
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 39 Siðdegiskonsert Prýðileg dægrastytting i hversdagsamstrinu. 12 tónar Fram- varðasveit innan tónlistarbrans- ans. ■ Tonik Skemmtir viðskiptavinum 12 tóna. il Tónleikar eru nokkuð fastur liður í starfsemi hijómplötuverslunarinnar og hljómplötuútgáfunnar 12 tóna á Skólavörðustíg. Á föstudaginn var það ungur maður sem kaliar sig Tonik en heitir réttu nafni Anton sem steig á stokk og skemmti gestum. Tilefni tónleikanna var útgáfa hans þriðju hljómplötu en 12 tónar sjá um að dreifa henni í verslanir. Gestir virtust kunna vel að meta þessa prýðilegu tilbreytingu í lok annasamrar vinnuviku. Hjá 12 tónum er margt fleira spennandi í farvatninu enda jólin á næsta leiti. Þeir bíða spenntir eftir nýrri plötu frá söngvaskáldinu Þóri sem er væntanleg á næstu dög- um. Ragnheiður Gröndal gefur út nýja plötu undir þeirra merki þar sem hún spreytir sig í fyrsta sinn á flutningi eigin lagasmíða. Þá er væntanleg endurútgáfa á plötu Apparat Organ Quartet sem kom út fyrir nokkrum árum hjá Thule-útgáfunni sálugu. 12 tónar ætía svo að vera í miklu stuði meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir og bjóða upp á alls kyns tónleika og hressilegar uppákomur. Hlusta fyrst Kaupa svo a * * r U NoktarvMur Snjórinn sem átti að koma í höfuðborginni í gær lét ekki sjá sig. Aðrir hlutar landsins fengu hinsvegar að njóta hans. ( dag verður boðið upp á slyddu og örlítið hlýnandi veður. Gola **y Gola Noktarvindur cZb „Cb Strekkingur síidegis Kaupmannahöfn 16 París 18 Alicante 26 Ósló 11 Berlín 20 Mílanó 19 Stokkhólmur 14 Frankfurt 14 New York 16 Helsinki 14 Madrid 17 San Francisco 21 London 18 Barcelona 21 Orlando/Flórfda 33 • ** 4 með Eirfki Jónssyni • Athygli vekur að Svafa Grönfeldt, sem ráðin hefur verið aðstoðarfor- stjóri Actavis, er nánast eftirlrking af konunni í sjón- varpsauglýsingum Verslunarmannafélagsins sem lætur breyta sér í karlmann. Svafa þarf ekki að láta lita á sér hárið, lengja sig eða skipta um fatnað því hún býr yfir öllum þeim eig- indum sem gefnar eru upp í aug- lýsingunni. Og hún fær örugglega karlmannslaun fyrir bragðið hjá Actavis... • Nýtt Kastíjós Páls Magnússonar í Ríldssjónvarpinu fékk fljúgandi start og lofar góðu. Efnisval og fram- setning í ætt við DV sem farið er að gefa tóninn í íslenskri fjölmiðlun hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Sér- staklega er þó ánægjulegt að sjá strlbrögð og galdur Egils Eðvarðssonar, fram- leiðanda þáttarins, sem brillerar með Ijúfum litum og þægilegu um- hverfi sem smitar alla leið inn í stofur landsmanna. Nýj- um útvarpsstjóra hefur tekist að vinna kraftaverk á mosavaxinni stofn- un á aðeins örfáum vikum. Svona eiga útvarpsstjórar að vera... • Á meðan berst Stöð 2 við að halda sínum hlut. Þegar hafa verið gerð afdrifarík mis- tök eins og að missa Þórhall Gunnarsson í skipt- urn fyrir Loga Berg- mann þó ágætur sé. Þá þarf hið fyrsta að leiðrétta þá skekkju að hafa tvær konur saman í íslandi í dag. Það virkar ekki hér á landi frekar en annais staðar eins og allir vita sem hafa horft á er- lent sjónvarp... • Stöð 2 flaggar þó landsliði í ís- landi í dag líkt og Kastljósið auglýsir með dálitlu yfir- læti. Auk Svanhild- gr< ar Hólm og Ingu Iindar lætur for- stjóri Stöðvar 2 þau Egil Helgason og Brynju Þorgeirs- dóttur vinna fyrir kaupinu sínu með aukaframlagi í þáttinn og bætir Þorsteini Joð í hópinn sem er án hliðstæðu í íslensku sjón- varpi á sinn sérstaka hátt... • Kínverski nála- stungulæknirinn á Skólavörðustígn- um er að verða einn heitasti tapp- inn í 101. Eftir að út spurðist að hon- um hefði tekist að fá bæði Ingibjörgu Sólrúnu og Jó- hannes í Bónus til að hætta að reykja með stungum sín- um í eyru flykkist fólk að enda vilja flestir vera eins og Ingibjörg og Jó- hannes. Topparnir í pólitík og peningum samtímans...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.