Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Fréttir 3DV Kringla í Þorlákshöfn SS verktakar og Sveitar- félagið ölfus hafa gert sam- eiginlega viljayfir- lýsingu um upp- byggingu á miðbæ í Þorlákshöfn. í yf- blýsingunni segir að SS verktakar vilji byggja allt að 3000 fermetra verslunarmiðstöð og allt að 72 íbúðir á mið- bæjarsvæðinu. Deiliskipu- lagstillaga hefur þegar verið unnin í samstarfi SS verk- taka og nefndar á vegum sveitarfélagsins. Ölfus greiddi 2,4 milljónir fyrir tillöguna. ÓlafurÁki Ragn- arsson er bæjarstjóri ölf- Tómas þarf ekki úttekt „Framkvæmdagleði og virðing fyrir skáldum eru einu forsendurnar sem þarf til þess," segja sjálfstæðis- menn í menningarráði Reykjavíkur um forsendur þess að reist verði stytta af ljóðskáldinu Tómasi Guð- mundssyni. Sjálfstæðis- menn hafa lagt til að stytt- an verði reist en fulltrúar R- listans vilja fyrst setja ffarn almennar tillögur „að verk- lagi við stefnumótun um list í opinberu rými.“ Að sögn sjálfstæðismanna er þessi stefnumótun mikil- væg en þó ekki nauðsynleg til að reisa styttu af borgar- skáldinu. Dýrasta dagvistin Langdýrust sjálfstætt rekinna dagvista fyrir aldr- aða er í Mosfellsbæ. Kostn- aður þar var _______ 16.144 krónur á hvern legudag árið 2003. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Að meðaltali var þessi kostnaður 5.661 króna, eða nærri þrefalt minni en í Mosfellsbæ. Þar er rekin dagvist og umfangsmikil heimaþjónusta í tengslum við þjónustuíbúðir. Ríkis- endurskoðandi segir að svo virðist sem kostnaður við þetta sé færður á dagvist- unina sem sjálf sé í raun fremur smá í sniðum. Jón Ársæll Þórðarson er bjartsýnn á að Bandaríkin verði knúin til að hreinsa Heiðarúall. Hann segir skammarlegt hversu illa islensk stjórnvöld hafi stutt við bakið á eigendum Heiðarfjalls. Það helgist kannski af viðkvæmri stöðu vegna við- ræðna um áframhaldandi veru Bandarikjahers á íslandi. ekki deigan síga gegn heimsveldinu Jón Ársæll Þórðarson segir að þótt barátta eigenda Heiðarfjalls fyrir hreinsun fjallsins hafi nú staðið í áratugi sé hann bjartsýnn á að sigur vinnist á endanum. „Maður leigir ekki herbergi út í bæ og skilur svo allt draslið sitt eftir þegar maður fer,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, einn fimm manna sem eru að stefna forseta Bandaríkjanna og fleirum fyrir Alþjóðasakamála- dómstólinn. . Allt skilið eftir Fimmmenningamir stefna Geor- ge Bush, Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra vegna mengaðs úrgangs sem Bandaríkjaher skildi eftir á Heiðarfjalli á Langanesi. Bandaríkjamenn ráku umsvifamikla ratsjárstöð á Heiðarfjalli tii ársins 1970. Gríðarlegt magn af úrgangi og byggingum var skilið eftir á fjallinu þegar stöðin var lögð niður eftir að hafa verið starfrækt í 15 ár. Um 200 manns störfuðu við stöðina. Aldrei var farið með úrgang af fjallinu held- ur var hann grafinn á staðnum. Jón Ársæll og fjórir aðrir eiga jörðina Eiði sem Heiðarfjall er hluti af. Þeir hafa lengi reynt að fá fjallið hreinsað. Þeir segja að úrgangurinn sem þar sé innihaldi ýmis stór- hættuleg eiturefni á borð við PCB og blý sem mengi og spilli grunnvatni. „Þetta er gömul saga og ný. Við erum búnir að berjast í þessu í áratugi." Heimamenn vilja ferðamenn „Þetta er gömul saga og ný. Við emm búnir að berjast í þessu í ára- tugi. Þótt óvinurinn sé bandaríska heimsveldið látum við ekki deigan síga enda vitum við að við höfum á réttu að standa," segir JónÁrsæll. Eins og Jón Ársæll bendir á er Langanesið mikil og falleg nátt- úmperla. Hann segir heimamenn í Þórshafnarhreppi vera áhugasama um að svæðið verði fjölsóttari áfangastaður ferðamanna en nú sé. Enda hefur hreppurinn lagst á sveif með Jóni Ársæli og öðmm eig- endum Eiðis í viðleitninni til að fá Heiðarfjall hreinsað. lensk stjórnvöld hafa staðið sig í stykkinu við að aðstoða okkur. Það helgast kannski af því að þetta er afar viðkvæmt mál," segir JónÁrsæll og vísar þar til stöðu íslenskra stjórnvalda gagnvart þeim banda- rísku, sér- stak- lega nú á tímum þegar viðræður um áframhaldandi vem Bandaríkjahers á íslandi em á miklu óvissustigi. Þrátt fyrir mikinn andbyr á liðn- um ámm, meðal annars með frávís- un málsins frá Hæstarétti íslands, kveðst Jón Ársæll bjartsýnn á farsælar lyktir. „Við höfum réttinn okk- armegin." gar@dv.is Jón Ápsæll stefpilr Bush fyrir Alþjðð s^móiaÉnl Inn mmmmm Viðkvæm staða stjórnvalda Úrgangurinn á Heiöarfjalli er svo mikill að vöxtum að Jón Ársæll segir útilokað að einstaklingar á borð við hann og meðeigendur hans geti hreinsað hann upp. „Það verður að koma meira til. Það er sannast sagna skammar- legt Jiversu illa ís- DV á fimmtudag Sagt var frá nýrri stefnu eigenda Heiðarfjalls á hendur helstu valdamönnum Bandaríkjanna í DV á fimmtu- dag. Meðal þeirra sem er stefnt er Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar Islands, fyrir að vísa málinu frá Hæstarétti. Þunglyndi og sufflé Vei, Basselorinn er í kvöld. Eldri dóttir Svarthöfða er orðin forfallinn aðdáandi piparsveinaþáttar á Skjá einum. Hin dóttirinn er grúppía hjá Jóa Fel. Þegar þættirnir skarast er stríð. Jói Fel gegn Basselornum. Á fimmtudagskvöldið vann Basselorinn. Það em bara ijórar eft- ir, sagði eldri stúlkan andstutt. Það er svo spennandi að sjá hver dettur út. Og þessi fimm ára keypti það. Svarthöfði sjálfur hafði talið ákjósanlegra að horft yrði á Jóa Fel. Hann er að minnsta kosti ekki káf- andi á fólki. Það var eins og dóttirin hefði dá- Vi m Svarthöfði lítið samviskubit yfir að hafa mat- reiðsluþáttinn af föður sínum. Sjáðu pabbi, sagði hún, þau em að borða voða fínt og benti á Basselorinn þar sem hann sat í veitingasal við Heklurætur - umvafinn kvenfólki, það get ég svarið - við glæsilega dekkað borð. Svarthöfði fann til með Basselornum. Sorgin grúfði yfir hon- um. Ein stúlkan þurfti að víkja og það var komið að því. Ég er bara orðin doldið hrifin af þér - eða þannig, sagði ein kvensan sem hinstu kveðju áður en Basselor- inn tók ákvörðunina miklu. Svo sparkaði hann einni pí- unni og strengur brast í brjósti yngri dótturinnar: Hún sem var ljóshærð eins og ég, sagði hún. Jói Fel • mall- 'ij l Hvernig hefur þú það „Eg hefþað aldeilis Ijómandi gott/'segir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur.„Það er bara svo gaman að vera til. Ég er flutt til Skotlands og er stödd á Islandi til að fylgja eftir nýju bókinni minni. Mér er tekið svo vel og það er svo skemmtilegt aö detta svona inn íjólabókaflóðið." aði enn á hinni stöðinni þegar ljós- hærða gellan renndi úr hlaði í limm- anum með Basselorinn veifandi þunglyndislegan í bakgmnninum. Jói var að slútta pottréttinum og kominn út í sufflé á milli þess sem hann málaði olíumál- f verk. Léttur f bragði. Dætumar skomðu á Svart- ** höfða að búa til suffié. Bara i smá. Þetta tekur bara sjö mínút- ur í ofhinum. Svo skrifaði sú eldri alla uppskriftina upp eftir minni og afhenti föður sínum miðann: Við viljum svona á morgun. Jói Fel rúlar. Það er sufflé í kvöld. Svart- höfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.