Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV iw Morðá tjaldstæði Síðastliðinn þríðjudag varhinn 38 ára gamli Edward Leon Fields dæmdur til dauða fyrir hrotta- fengin morð á ungum hjónum af dómstólum l Oklahoma. Það var þann tlunda júlí2003 sem Charles og Shirley Chick tjölduðu á tjald- stæðinu við Winding Stairs. Þau voru ein á tjaldstæðinu. Meðan þau nutu síns síðasta sólseturs læddist Fields um í skóginum með ríffil á bakinu. Fyrsta skotið reið af stuttu síðar og hafnaði undir vinstra auga Charles. Shirley hljóp þá afstað til að reyna að bjarga sér en Fields skaut hana í fótinn. Hún komst þó að bílnum sínum en þar náði Fields henni. Hann skaut hana í hausinn og svo einu sinni enn til að vera viss. Síðan sneri hann aftur á tjaldstæðið og gekk frá Charles. Daginn eftir hélt hann til vinnu eins og ekkert hefði I skorist. Hann var handtekinn viku síðar eftir nafnlausa ábendingu. Myrt vegna marijuana Hinn sautján ára gamli Scott Dy- leski neitaði fyrir rétti I Kaliforníu á miðvikudag að hafa drepið ná- granna sinn. Þrátt fyrir það bendir ekkert tilannars en að hann verði fundinn sekur. Meðal annars vitn- ar móðir hans gegn honum. Hin myrta hét Pamela Vitale og var eiginkona þekkts lögmanns og sjónvarpsmanns I Bandaríkjunum, Daniel Horowitz. Þann fimmtánda október slðastliðinn fór Scott að heimili hjónanna til að sækja tæki til að rækta marijuana, en þau hafði hann pantað með stolnu kreditkorti og látið senda á heim- ili hjónanna til að sinir eigin for- eldrar uppgvötvuðu ekki fikni- efnaneyslu hans. Pamela áttaði sig hins vegar á hvað var í gangi og upphófst rifrildi milli þeirra sem endaði með dauða hennar. Nauðgari myrtisitt eigið unga- barn Fyrir rúmum fimm árum nauðgaði Curtis Grayer ellefu ára gamalli stjúpdótt- ursinni. Hún varð ólétt og Grayer varð örvæntingarfullur. Hann sparkaði itrekað í magann á henni á meðgöngunni til að reyna að valda fósturíáti. Allt kom fyrir ekki og barnið kom i heiminn. Grayer neitaði hins vegar að fara með stúlkuna á spítala og tók sjálfur á móti barninu á heimili sínu. Þvi næst myrti hann barnið og henti þvi i nálæga á. I tvö ár hélt hann áfram að búa með stelpunni og móður hennar. Árið 2002 komust ættingjar hins vegar á snoðir um málið og létu lögreglu vita. Á fimmtudaginn var Grayersvo dæmdur. Hann fékk lífstíðarfang- elsi fyrir morðið og tuttugu ár i viðbót fyrír nauðgunina. Árið 1951 voru þau Raymond Martinez Fernandez og Martha Beck líflátin í raf- magnsstólnum í New York. Saman höfðu þau drepið um tuttugu konur á þriggja ára tímabili. Raymond komst í kynni við konurnar í gegnum bréfaklúbb fyrir ein- mana fólk, vann ástir þeirra en féflétti síðan. í sameiningu losuðu Raymond og Martha sig við sönnunargögnin fyrir fullt og allt. Drápu ytir tuttugu einmana knnur Þau voru kölluð hveitibrauðsdaga-morðingjarnir. Saman áttu þau sök á dauða um tuttugu einmana kvenna. Kvenna sem dóu í leit að hamingjunni. Raymond Martinez Fernandez og Martha Beck enduðu líf sitt í rafmagnsstólnum eftir grimmileg fjöldamorð á fimmta áratug síðustu aldar. Fæstir skildu hvað dreif skötuhjúin áfram í morðæðinu og enn færri skildu ástina sem batt offitusjúklinginn Mörthu Beck og Spánverjann Raymond saman. Raymond Martinez var 34 ára gamaíl þegar hann komst í kynni við Mörthu Beck. Eftir að hafa lent í fangelsi uppgötvaði Raymond hina fullkomnu leið til að ná sér í pening án þess að vinna. Hann komst í kynni við einmana konur í gegnum bréfaklúbb sem hét „The lonely hearts club“. Raymond trúði á vúdúgaldra sem gerðu hon- um kleyft að ná tangarhaldi á kon- um. Áður en Raymond sendi Mört- hu fyrsta bréfið hafði hann féflett tugi kvenna sem héldu að loks hefðu þær fundið hamingjuna. Þjáðist af offitu Martha Beck, 29 ára, hafði átt erfitt líf. Hún þjáðist af offitu frá barnsaldri og við réttarhöldin nokkrum áður síðar lýsti hún grófu einelti jafnaldra sinna og misnotk- un á heimili sínu. Martha þráði alltaf betra líf. Hún átti tvö börn með tveimur mönnum. Annað með hermanni sem reyndi að fremja sjálfsmorð þegar hún sagði honum frá barninu og hitt með miðaldra kaupsýslumanni sem yf- irgaf hana eftir stutt samband. Martha vann á hjúkrunarheim- ili þar sem iðulega var gert grín að henni. Einn vinnustaðahrekkur- inn gekk út á að skrá hana í klúbb einmana hjarta. Sakamál Fann ástina Það liðu þrír mánuðir án þess að nokkur hefði samband við Mörthu. Á endanum var það Raymond Martinez, þá peninga- laus og í leit að nýju fórnarlambi, sem sendi henni bréf. Martha trúði því að þarna væri riddarinn á hvíta hestinum kominn. Eftir ástríðufull bréfaskrif hitti hún loksins Raymond. Loksins var kominn maður sem gat fullnægt Mörthu. í réttarhöldunum yfir henni veigruðu hörðustu slúður- blöðin sér við að birta berorðar lýsingar hennar af kynlífi hennar og Raymonds. Losaði sig við börnin Tryggð Mörthu og aðdáun á Raymond var svo sterk að hún setti börnin sín á barnaheimili og náði aldrei aftur í þau. Þrátt fyrir að Raymond segði henni frá iðju sinni trúði Martha því að hlutverk hennar væri að standa við hlið Raymonds. Hún gekk inn í líf svika og pretta. Allt til að þjóna mannin- um í lífi sínu. Sjálfur varð Raymond á undar- legan hátt bundinn þessari konu. „Skiptir einhverju máli hverjum þetta er að kenna? Saga mín er ástarsaga, en að- eins þeirsem sjálfir eru kvaldir afást skilja hvað ég á við." Þau bönd urðu sterkari eftir því sem fórnarlömb þeirra hrönnuð- ust upp. Svik og prettir Raymond og Martha léku yfir- íeitt sama leikinn. Raymond kom sér í tengsl við konur í gegnum bréfaklúbbinn. Þegar hann fór síð- an að hitta konurnar tók hann Mörthu með sér sem þóttist vera systir Raymonds. í fyrstu var ætl- unin ekki að drepa neinn en eftir því sem Martha horfði upp á elsk- huga sinn með fleiri konum flæddu bylgjur reiði og ástríða um líkama hennar. Á endanum þoldi hún ekki meira og eftir að hafa horft upp á Raymond afklæði 66 ára gamla ekkju greip hún hamar og réðst á konuna. Fyrsta fórnar- lambið varð staðreynd en hvorki Martha né Raymond fundu til eft- irsjár. Þarna var komin góð leið til að hylja slóð þeirra. Óvenjulegur morðingi Þrátt fyrir að um tuttugu konur létu lífið fyrir hendi Mörthu og Raymonds tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári þeiría. Ekki fyrr en að kvöldi 28. febrúar 1949 þegar Raymond sagði brosandi við yfirheyrslur: „Ég er enginn venju- íegur morðingi." Fyrr um kvöldið höfðu hann og Martha orðið 41 árs gamallri konu að bana. Drápu barn Konan hét Delphine Dawning og hafði fallið fyrir töfrum Raymonds. Eftir að Martha hafði gefið Delphine svefntöflur skaut Raymond hana með skammbyssu í höfuðið. Því næst grófu þau líkið í kjallara hússins. Á meðan öllu þessu stóð horfði tveggja ára dótt- ir Delphine á morðið á móður sinni. Til að koma í veg fyrir að grátur barnsins heyrðist út fyrir hússins dyr drekkti Martha barn- inu meðan Raymond gróf aðra gröf í kjallaranum. Seinni gröfin öllu minni en sú fyrri. Úr kvikmyndinni Honeymoon killers Gerð var blómynd um ævi drápshjónanna. Raymond Martinez og Martha Beck Drápu samtals um tuttugu konur. Pecora dómari Dæmdi Raymond og Mörthu I rafmagnsstólinn. Fengu sér popp og kók Það sem varð Raymond og Mörthu að falli var að eftir morðið á Delphine flúðu þau ekki af vett- vangi. Þau ákváðu að skella sér í bíó skammt frá húsinu og fengu sér popp og kók án þess að sýna nokkra iðrun. Eftir bíóið fóru þau aftur á morðstaðinn til að stela verðmætum. Það var þá sem lög- reglan barði að dyrum vegna til- kynningar um hávaða í húsinu. Loksins var endir bundinn á morðæði Raymonds og Mörthu. Dæmd til dauða Réttarhöldin yfir hveitibrauðs- daga-morðingjunum urðu nánast að farsa. Árið 1951 hófust vitna- leiðslur og kepptust öll blöð, bæði slúðurblöðin og þau virðulegi, um að gera málinu sem best skil. Offita Mörthu var ýkt og skrum- skæld og frásagnir af villtri kynlífs- hegðun hennar og Raymonds voru á allra vörum. Eftir því sem leið á réttarhöldin varð krafan um dauðarefsingu æ háværari. Al- menningur kallaði á blóð og dóm- stólarnir svöruðu. Hearts Killers Calm As Jury Dooms Them lif r.l-t-4 t-UL l ««» A I*r K4« Ik»!«í J-v b.;i t *ir Itrrjf l«f, mu (• m i(4 .1 » í).V V «►<»• • , •> 'I 1« iti l>« **wt n ,;**«■) k *T (wV ú r-'ítr .* i*i «.••! * Fjölmiðlar æstir Mál Mörthu og Raymonds fékk gríðarlega athygli. Myndir af Mörthu og Raymond Teknar þegar þau voru sett f varðhald. Elskuðust til enda Raymond og Martha elskuðu hvort annað til hinsta dags. Þau dóu líkt og þau kynntust. Ástfang- in og áhyggjulaus. Með bros á vör. í síðustu tilkynningu sinni til fjöl- miðla sagði Martha. „Skiptir ein- hverju máli hverjum þetta er að kenna? Saga mín er ástarsaga, en aðeins þeir sem sjálfir eru kvaldir af ást skilja hvað ég á við. Það hef- ur verið máluð mynd af mér sem feit og tilfinningasnauð kona. En ég er ekki heimsk eða fávís... Hvað hafa margir glæpir mannkynssög- unnar verið ástríðuglæpir?" r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.