Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 23
■ LAUGARDAGUR 12. NÓVméEÖ5o$t~23~ „Ég er stolt af honum syni mín- um og má vera það enda stendur hann sig vel og er að gera góða hluti," segir hún þar sem hún situr inni á fallegri skrifstofu sinni í Hús- stjómarskólanum við Sólvallagötu. Margrét er nýlega komin heim frá Þýskalandi en þangað fer hún tvisvar á ári með sonarson sinn í heimsókn. Hún á líka dóttur í Houston í Bandaríkjunum en þar er dóttir hennar Ester gift og býr með manni og dóttur. Ester vinnur hjá Deloitte & Touche en maður hennar er tölvunarfræðingur og vinnur við eitthvað sem Margrét kann ekki að nefna. „Hún hefur það gott, þau em bæði hámenntuð og eiga litía stúlku sem ég reyni að hitta þegar ég get. Fer tvisvar á ári í heimsókn til bam- anna minna," segir Margrét sem saknar þess að þau skuli ekki bæði verða búsett hér á landi. En hver er þessi kona sem skaust fram á sjónarsviðið fýrir ekki löngu síðan? Kona á miðjum aldri, tákn- gervingur hinnar hagsýnu húsmóð- ur. Rösk, hress og eiturskemmtileg, með hlutína á hreinu. Ætlaði í hjúkrun „Ég er frá Selfossi, fædd þar og alin upp. Faðir minn Sigfús starfaði hjá Kaupfélagi Ámesinga en Ester móðir mín var hárgreiðslumeistari, sú eina á Suðurlandinu, held ég,“ segir hún og bætir við að þau hafi verið sex systkinin. Fjórar dætur og tveir synir. Eftir hefðbundið nám fór Margrét til Bandaríkjanna og var þar skiptinemi í eitt ár en þegar hún kom til baka innritaði hún sig í Hússtjórnarkennaraskóla fslands í Reykjavík. Margrét segist reyndar hafa ætí- að í hjúkrun en sumarið sem hún kom heim var ekki tekið inn í skól- ann fyrr en eftir áramót og hún hafði ekki þolinmæði til að bíða eftir því. „Ég var ánægð í skólanum og hafði gaman af náminu sem varði þrjú og hálft ár en það gaf mér rétt til að kenna á Húsmæðraskólum og ég var sátt við það,“ rifjar Margrét upp. En Margrét fór ekki að kenna; ekki nærri því strax. Hún réði sig þess. í stað sem ráðskona á sjúkra- húsið á Selfossi. Þar segist hún hafa lært ótrúlega mikið af konunum sem þar unnu. Nefnir sem dæmi að þær hafi teldð slátur þannig að enginn varð þess var. „Þær unnu sér þetta svo létt að það tók enginn eftir því, eins og það getur nú fylgt því mikið umstang að taka slátur. En ekki hjá þessum kon- um,“ segir Margrét og bætir yið að þannig hafi það verið með ýrrúslegt fleira sem þessar mætu konur tóku sér fyrir hendur; þær hafi kunnað að vinna. Örlagadans í Gullfossi Á Selfossi var Margrét ógift en eignaðist dóttur sína Ester Ágústu með manni sem hún var með um tíma. Þau fóru hvort sína leið en eig- inmaður hennar Sigurður Pétursson beið hennar handan við heiðina, Mæðginin Margrétmeð Sigfúsi syni sinum þegar hann var tíu eða ellefu ára. Idolið hans var Geir Sveinsson og honum tókstþað sem hann ætlaði sér; aðspiia með Islenska landsliðinu. Systkinin Ester Ágústa og Sigfús Á milli þeirra eru fimm ár en þau eru afskaplega samrýmd. EsterÁgústa býr i Bandarikjunum með indverskum eigin- J manni slnum og dóttur. eða gott betur. „Ég hitti hann um borð í Gullfossi á leið til Osló. Hann bauð mér upp í dans og ég hef dansað við hann síð- an,“ segir Margrét hlæjandi. Hún var í ferðinni að spóka sig í fríi. Fyrsta árið bjuggu þau á Selfossi en fluttu síðan í bæinn og nokkrum árum síðar fæddist sonurinn Sigfús. Fleiri hafa börnin ekki orðið en Mar- grét yppir öxlum og svarar spum- ingunni um hvers vegna börnin hafi ekki orðið fleiri þannig að líklega hafi hún ekki mátt vera að því. „Ég var alltaf að vinna og gaf mér aldrei tíma til þess. En ég er ógurlega sátt við þau böm sem ég á og hefði ekki getað verið heppnari með börn- in mín," útskýrir Margrét glaðlega. „Fúsi stefndi að því Ijóst og leynt að verða góður eins og Geir." Geir Sveinsson fyrirmyndin Sigfús, sonur hennar, er í Magdeburg og leikur þar handbolta við góðan orðstír. Hann er duglegur við það í einverunni úti að spjalla við konurnar á barnaland.is og skefur ekki utan af skoðunum sínum þar. Margrét hlær og segir að þar sé hon- um rétt lýst. Feimnin hafi ekki verið að drepa hann Sigfús í gegnum árin. „Hann hefúr alltaf verið hreinn og beinn og það hefur alltaf verið gaman að honum. Fúsi var ákveðinn í því snemma að verða handbolta- maður. Geir Sveinsson bjó í næsta húsi við okkur i Drápuhlíðinni og hann var idolið. Fúsi stefndi að því ljóst og leynt að verða góður eins og Geir," segir Margrét en eins og flest- ir vita em Hlíðarnar á svæði Vals og því lá beint við að þangað lægi leið Sigfúsar. Vöfflur í Valsheimilinu Margrét fylgdist með syninum eins og aðrar mæður, horfði á leiki, hjálpaði til við að safna fyrir ferðum og bakaði vöfllur í Vcdsheimilinu. „Hann gifti sig ungur og eignaðist son. Hjónabandið entist í níu mán- uði en sonur hans Alexander Sigurð- ur hefur fylgt honum síðan. Og ömmu og afa í Drápuhlíðinni því hann kemur oft og er hjá okkur. Það er afskaplega gott samband á milli okkar og móður hans sem er rúss- nesk. Hún býr með öðrum manni og þau eiga saman litía dóttur sem nú er fjögurra ára. Alexander er orðinn tíu ára og stoltur af pabba sinum en það eru ekki nema nokkrir dagar. síðan við komum frá Fúsa í Magde- burg," segir Margrét og bætir við að þau Fúsi hafi alltaf verið miklir og góðir vinir. Fólkið okkar ekki sóðar í fyrra var hleypt af stokkunum nýjum þætti á Skjá einum. Allt í drasli með Margréti og Heiðari snyrti. Þau gætu ekki verið ólíkari, en á einhvem hátt, svo óskaplega fi'n saman í þættínum. Margrét segist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fékk upphringingu frá Saga film og var beðin að koma í smávegis spjaU sem ekki væri hægt að tala um í síma. Forvitnin rak hana af stað og hún mætti í spjallið, „Ég var beðin að taka þetta að mér, og því ekki? Ég sló til og hef haft mjög gaman af þessu. Sérstaklega þegar ég finn að við höfum getað hjálpað fólki til að koma sér aftur á réttan kjöl," útskýrir Margrét og seg- ir að það sé mergurinn málsins. Fólkið sem þau heimsæki sé ekki endilega sóðar. Það megi miklu ffemur segja að það hafi gefist upp. Sé komið í vítahring með heimilið sem það nái sér ekki út úr. Gengur vel með Heiðari „Draslið hefur vaxið fólki yfir höf- uð og það veit ekki hvar það á að byrja," heldur Margrét áfram. „Oft er fólk með svo mikið dót í kringum sig sem það hefur engin not fyrir. Vand- inn liggur líka í því að hlutirnir eigi sér ekki sinn stað og þegar svo er, þá finnur fólk aldrei neitt. Við hjálpum fólki fyrst og fremst að koma sldpu- lagi á heimilið og síðan getur þáð oftast haldið í horfinu eftir það." Margrét segir að í einstaka tilfell- um hafi hún haft fregnir af fólki sem það hafi heimsótt sem gangi bara hreint ágætíega að halda heimili sínu í lagi áfram. Draslið er ekta Margrét neitar því að draslið sé sviðsett. Það sé alls ekki svo. Heimil- in líti nákvæmlega út eins og sýnt sé. Þegar þau Heiðar birtist viti þau ekk- ert nema heimilisfangið og viðbrögð þeirra séu alveg ekta þegar þau mæti á staðinn. Þau tali um hlutina og samskipti við húsráðendur séu ekki leikin á neinn hátt. Síðan tekur hreingerningarliðið við og þrífur undir leiðsögn þeirra. „Okkur Heiðari gengur vel að vinna saman og við gleðjumst með fólki þegar það sér breytinguna á heimili sínu. En þetta er hörku vinna og ekki gerlegt að gera þetta með fuliri vinnu. Þættina sem nú er verið að sýna tókum við upp í sumar á meðan ég var í frí'i og það var fínt. En þó ég sé vinnuþjarkur hinn mesti fann ég fyrir þess- ari viðbót í fyrra," segir Margrét. Gaman ívinnunni Margrét hefur frá því 1998 verið skólastjóri Hússtjómarskóla Reykjavíkur. Þar em 24 nemendur á önn og alltaf fullt. „Nú er einn karlmaður við nám í skólanum en við höfum gjarnan verið með einn karlmann á önn. í fyrra vomm við með bílstjóra sem var hjá okkur eina önn. Það var svo gaman að heyra hann segja hvað gott væri að taka í prjónana á meðan hann biði en í keyrslunni þurfti hann oft að bíða," segir hún hlæj- andi. Margrét Sigfúsdóttir, bráöhress og skemmtileg Hún hefur ánægju afað vinna með Heiðari og segir aö hann hafi þann eöalkost að mæta alltafá réttum tima. Nokkuö sem þvi miður sé á undanhaldi i samfélaginu, einkum meðal unga fólksins. Hún er ákaflega ánægð með vinnuna sína, hefur gaman af kennslunni og nýtur þess að kenna nemendum sínum næringarfræði, þvott, eldamennsku og að strauja, svo fátt eitt sé nefnt. „Þeir drekka nú bjór á AA-fundunum þar svo Fúsi minn hefur lítið haft sig þar í frammi." Fékk krabbamein í brjóstið Margrét, sem er farin að nálgast sextugt, hefur unnið alla sína tíð og viU hreint ekki hafa það öðmvísi. Hún vaknar klukkan sex á morgnana til að fara í sturtu og taka sig til en er mætt í skólann klukkan átta. „Ég gæti ekki hugsað mér að hanga heima daginn langan og ég er ekkert fyrir að dunda mér á snyrti- stofum eða kaffihúsum. Fyrir þrem- ur ámm fékk ég krabbamein í annað brjóstið og var skorin nokkmm dög- um fyrir jól. Á Þorláksmessu fékk ég fregnir um að ég þyrfti aðeins að fara í geisla en ekki lyfjameðferð og ég var komin niður í bæ til að njóta jólastemningarinnar sama dag. Eftir áramót fór ég að vinna eins og ekk- ert hefði í skorist. Ég sá ekki neina ástæðu til að hanga heima og gera ekki neitt," segir Margrét og það er ekki erfitt að trúa henni því hún ber það með sér að vera hörkukerling sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. í hundunum í tæp 30 ár Fyrir hálfum mánuði þurfti hún að fara með tíkina sína á Dýraspítal- ann í Víðidal og láta svæfa hana. Það vom erfið spor en hún hafði verið með þeim í 12 ár. „Við höfum alltaf átt hund. Fyrst í 17 ár, þá erfði ég hund eftir annan sem eftir varð hjá mér. Hann varð þetta gamall og það var ellin sem hann gafst upp fyrir. Hann hafði varla kvatt þegar Sigfús mætti með Tým, sem þá var hvolpur, svo það em að verða 30 ár sem ég hef verið í hundunum. En ég ætía ekki að fá aftur hund fyrr en ég hef dregið úr vinnunni. Það er ekki hægt að leggja á dýrin að vera ein heima allan dag- inn," segir Margrét. Uppvaskið bíður aldrei Heima hjá Margréti er röð og regla á hlutunum; hvað annað? Hún segist hafa alist upp við það heima hjá foreldmm sínum á Selfossi. „Það var alltaf regla þar á hlutun- um. Þurrkað af og ryksugað á ákveðnum tímum og það var alveg sama þótt ekkert ryk væri sjáanlegt, það var gert eftir sem áður. Á mínu heimili hafa allir hlutir átt sinn stað. Ég hef haft nóg húspláss og því ekki verið nein þrengsli. Ég þríf eftir hendinni; tek eitthvað fyrir á hverj- um degi og það sem nauðsynlegast er; ég geng frá hlutunum jafnóðum. Þá er aldrei neitt drasl," segir Mar- grét og hallar sér fram í sætinu. Bæt- ir svo brosandi við með áherslu: „Það getur verið ósköp freistandi að vaska ekki upp eftir matinn, held- ur setjast inn og horfa á sjónvarpið. Ég hef haft það fyrir reglu að láta það aldrei bíða. Og svo líður manni svo vel á eftir." Hissa hvað er óhreint á rúmunum Margrét segir að það hafi komið sér mest á óvart þegar hún fór að vinna við þættina Allt í drasli hvað fólk væri mikið að þvælast með föt inni í stofum. Þangað komi aldrei þvottur heima hjá sér: „Ég geng bara frá honum beint inn í skápa. Það var líka annað sem ég var ógurlega hissa á; það var hvað sumt þetta unga fólk veltir lítið fyrir sér hvort hreint eða óhreint er á rúmunum. Sums staðar hef ég séð svo ógurlega óhreint á rúmum. Ég kenni nemendum mínum að skipta um minnst á hálfs mánaðar fresti. í sumum tilfellum oftar." Margrét segist vera afskaplega sátt við lífið. Vinnan hafi alla tíð veitt henni ánægju og sambandið við fólkið hennar verið gott. Systir hennar Dómhildur, sem vinnur hjá Osta- og smjörsölunni, hafi alla tíð búið nærri hennar og gott samband verið á milli þeirra enda Dómhildur ógift og barnlaus. Sonurinn í áfengismeðferð „Ég hef verið afskaplega heppin með krakkana mína og hafði ekki hugmynd um að Fúsi ætti við áfeng- isvandamál að stríða á sínum tíma. Maður er bara svo grænn og staur- blindur. Mér datt ekki í hug að hann ætti við drykkjuvandamál að stríða. Hann var bara að skemmta sér með strákunum, ungur og hress maður sem hafði ekki um annað að hugsa en sjálfan sig, fyrir utan drenginn sinn sem hann hefur alltaf staðið sig vel gagnvart. En hann ákvað þetta sjálfur, að fara fyrst á Vog síðan á Vík, og hefur ekki drukkið síðan," segir Margrét og hlær þegar hún segir frá AA-fundunum í Þýskalandi. „Þeir drekka nú bjór á AA-fund- unum þar svo Fúsi minn hefur lítið haft sig þar í ffammi. En hann fer á fundi þegar hann kemur heim og heldur sér í þessu prógrammi," bæt- ir hún við. Margrét er kát, hress og eitur- skemmtileg Sonur hennar Sigfús á ekki langt aö sækja lifsgleðina. Krabbameinið kennir manni að meta lífið Margrét segist vera við hestaheilsu: hún hafi ekki kennt sér meins síðan fleygur úr brjósti henni var skorinn á sínum tíma. Hún játar að sú staðreynd að í brjósti hennar hafi greinst krabba- mein hafi haft áhrif á sig. „Maður hugsar á annan hátt eftir slíka reynslu. Auðvitað bregður manni en ég er þakklát fyrir hve snemma það greindist í mér. Það hefúr kennt mér að meta li'fið á ann- an hátt og ég held að ég kunni að meta það betur að vera við góða heilsu og getað unnið mína vinnu. Það kemur að því að ég minnka við mig vinnuna en þangað til er ég af- skaplega sátt við það sem lífið hefur fært mér. Ég verð þá vonandi tilbúin til þess og finn mig í því heima að sauma út og prjóna. Það er róandi og skemmtilegt að grípa í handa- vinnu. En hvergi uni ég mér betur en í garðinum. Að vera moldug upp fyr- ir haus, koma inn og þvo mér og vera náttúrulega þreytt og ánægð eftir garðverkin. Fátt finnst mér skemmtilegra," segir Margrét, þessi hressa og skemmtilega kona sem lætur svo vel að miðla til annarra því sem hún kann svo vel. Og svo kraumar í henni húmorinn. bergljot(s>dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.