Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 33
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 33 Guðbjörg, sem er fædd árið 1948, er langyngst þriggja systkina og man fyrst eftir köstum móður sinnar þeg- ar hún var fimm eða sex ára. Fjöl- skyldan bjó þá í Múlakampi við erf- iðar aðstæður. Faðir Guðbjargar og eldri bróðir hennar voru drykkfelldir og kom illa saman og móðir hennar var fársjúk. „Hún var maníó-depressíf," segir Gubjörg, sem skynjaði alltaf hvenær kast var í uppsiglingu. „Þegar mamma var að veikjast fylltist ég kvíða og miklu óöryggi. Hún varð ör og reið út í allt og alla, ekki síst pabba, talaði út í eitt og vakti um nætur. Hún átti það til að ráða sig sem kaupakonu í einhveija vist úti á landi og tók mig þá með sér. Einu sinni var hún flutt til baka með sjúkraflugi þegar kastið náði há- marki. Mér er sérstaklega minnis- stætt eitt skipti þegar ég þurfti að vera eftir og komst ekki heim yfir jól og áramót vegna veðurs. Ég var mik- ið pabbabarn og saknaði hans sár- lega og þeirra beggja," segir Guð- björg sem finnst eftir á að barna- verndarnefnd hefði átt að grípa inn í aðstæður hennar með alit öðrum hætti en gert var. Lokuð inni á Silungapolli „Það kom nokkrum sinnum fyrir að barnaverndarnefnd tók mig af heimilinu. Einu sinni var mamma að vinna við uppvask á Hótel Borg og var með mig með sér. Hún var fárveik og það var kallað á fulltrúa bamaverndarnefndar og hann fór með mig upp að Silungapolli. Það er einhver hræðilegasta reynsla sem ég hef upplifað. Ég man að farið var með okkur mömmu í verslun í Lækj- argötunni þar sem vom keypt á mig nærföt og svo var farið upp á Sil- ungapoll. Ég gleymi heldur aldrei andliti mömmu í afturrúðunni þeg- ar ég hljóp hágrátandi á eftir leigu- bílnum þegar hann ók í burtu. Ég var svo lokuð inni í herbergi með þrem- ur yngri bömum og átti að passa að þau pissuðu ekki undir. Ég var þarna í nokkrar vikur og mætti engri hlýju eða skilningi. Ég var viðkvæm og lít- il í mér en það talaði enginn við mig eða sinnti mér sérstaklega. Þegar óskalög sjúklinga vom í útvarpinu grét ég hástöfum og saknaði mömmu." Öðm sinni var Guðbjörg tekin af heimilinu og vistuð á heimavist í Laugamesskóla. „Mamma var þá í þunglyndi og lá bara í rúminu og grét og grét. Ég hafði stanslausar áhyggjur af henni og þegar yfirsetukonan á heimavistinni lagði sig eftir hádegið hljóp ég í einum spretti heim tii að huga að mömmu og svo aftur tii baka áður en konan vaknaði." Guðbjörg segir alltaf hafa verið litið niður á sig í skólanum og það að búa í kampi við ömurlegar heimilis- aðstæður hafi sett sitt mark sitt á hana. „Manni var strítt og kallaður ónöfnum en ég hugsa samt til kampsins með hlýju núna. Þar bjó mikið af góðu fólki, en margt af því var mikið veikt. Við bjuggum bæði í Múlakampi og Pólunum svokölluðu og þeir sem bjuggu betur litu niður á íbúana í þessum hverfum. Pabbi má þó eiga að þótt hann væri að drekka var hann passasamur með mig. Ein- hverju sinni kom kona frá barna- verndamefnd til okkar í braggann og þá var pabbi að strauja af mér. Hann sagði konunni að hún gæti skoðað eins og hana lysti, ég væri hrein yst sem innst. Og ég var það." „Mamma var þá í þunglyndi og lá bara í rúminu og grét og grét og ég hafði stanslausar áhyggjur afhenni." Hætti í skóla 12 ára Þegar Guðbjörg fermdist var mamma hennar á sjúkrahúsi og pabbi hennar sat við drykkju nóttina fyrir ferminguna. „Pabbi vaknaði samt fyrir allar aldir á fermingardag- inn, skrúbbaði, skúraði og hélt smá veislu. Ég man að það var beðið fyr- ir mömmu f kirkjunni og svo komu nokkrir í kaffi á eftir. Það er stundum talað um ferminguna sem staðfest- ingu á því að böm séu komin í full- orðinna manna tölu, en ég var löngu orðin fullorðin." Sumarið eftir ferminguna gafst Guðbjörg upp og fór á vertíð til Keflavíkur. „Ég hafði flosnað upp úr skóla í 12 ára bekk, var lesblind og gekk alltaf illa í skólanum. Ég var með sífelldar áhyggjur af ástandinu heima og var meira eins og foreldri foreldra minna en barnið þeirra." Enginn gerði athugasemdir við að Guðbjörg hætti í skóla á skóla- skyldualdri og á vertíðinni í Keflavík þegar hún var 14 ára kynntist hún manninum sínum tilvonandi og var komin í sambúð 15 ára gömul. Hún eignaðist sitt fyrsta barn sautján ára en hún og eiginmaður hennar eign- uðust þrjú börn saman. Guðbjörg er nú í námi sem gengur mjög vel og er með níu og tíu í öllum prófum. En hvað hefði hún viljað sjá ger- ast þegar hún var barnung að axla ábyrgð sem ekkert barn ætti að þurfa að axla? Ekki að rífa börn frá heimili sínu um miðja nótt Guðbjörg hugsar sig um og segist vilja undirstrika að hún sé sátt við sína fortíð og stolt af því hver hún er. „Ég skammast mín ekki íyrir að vera úr braggahverfi og alin upp með veiku fólki. Ég vildi ekki hafa átt aðra foreldra. Ég held bara að fólk hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu alvarlega veik mamma var og pabbi gerði svo sem það sem hann gat. Auðvitað hefði ég þurft aðstoð til að takast á við aðstæðumar. Það á ekkert bam að þurfa að bera ábyrgð á fullorðnu fólki. Ég hef sjálf unnið með böm, var dagmamma í 25 ár og var með börn ffá alls konar heimilum. Ég tel mig hafa haft mikið að gefa þessum litlu sálum. Það sem ég hefði sjálf þurft sem bam var hlýja og skilningur og það reyndi ég að gefa börnunum sem vom hjá mér. Mér fannst alltaf hræðilegt að vera tekin af heimilinu þegar ég var lítil og fá engar skýring- ar. Þegar ég var með böm í vistun sem bjuggu við erfiðar aðstæður vildi ég frekar fara inn á heimili bamsins og leyfa því að vakna í sínu eðlilega umhverfi og fara svo með það heim til mín. Börnum finnst hræðilegt að vera rifin upp um miðjar nætur og fjarlægð frá heimilum sínum. Faglært fólk þarf að grípa inn í svona aðstæð- ur en hafa samt í huga að hversu erfitt sem ástandið er elskar barnið foreldra sína og vill helst vera hjá þeim. í sumum tilfellum þarf kannski bara umsjónarmann til að líta til með fjölskyldunni. Það kom aldrei neitt faglært fólk að mínum málum en vissulega varð fólk á vegi mínum sem sýndi mér hlýju og umhyggju og það var ómetanlegt." Verður að huga vel að litlum sálum Guðbjörg segir fordómana gegn geðsjúkdómum vissulega hafa minnkað en miklu meira þurfi til. Hún er líka persónulega viðkvæm fyrir óheppilegri málnotkun eins og þegar fólk segir „hún er svo klikkuð" eða þegar fólk skammar böm sín og segir „hættu að haga þér eins og bijálæðingur". „Þessi orð særa mig," segir Guðbjörg. „Ég veit hversu mikil kvölin er þar sem virkilega er brjálæði og klikkun á ferð og fólk ætti að nota svona orð varlega. Ég hef samt lært mikið af minni reynslu og held að mér hafi verið gefinn mikinn styrkur í vöggugjöf. Það að ég skyldi ekki fara út í óreglu af einhveiju tagi er eigin- lega kraftaverk. Ef ég hefði átt kost á að læra hefði ég viljað verða félags- fræðingur og nú er ég sest á skóla- bekk og líkar vel," segir Guðbjörg. „Þjóðfélagið er afar fordómafullt í garð geðsjúkdóma og hafa ber í huga að geðsjúkdómar, alkóhólismi og fá- tækt haldast oft í hendur. Þar þjást bömin mest og bara það að útrýma fordómum væri skref í rétta átt. Það verður að huga vel að litlum sálum sem búa við slíkar aðstæður." Allir jafnir fyrir guði Móðir Guðbjargar átti erfiða elli en hún lést árið 1986. „Hún var meira og minna inni á spítölum, pabbi lést fimm ámm á undan henni og eftir það átti mamma ekkert heimili. Hún var alla sína ævi inn og út á Klepps- spítalanum og geðdeildum og síð- ustu árin bjó hún á geðdeild í Hátúni. Ég er samt ánægð með þá þjónustu sem hún fékk á þeim stöðum sem hún dvaldi, þar var alltaf yndislegt fólk sem gerði sitt besta. Ég tók hana svo heim eins oft og ég gat. Allra síð- ustu mánuðina dvaldi hún á Hrafn- istu og leið mjög vel þar. Ég hefði vilj- að koma henni þangað miklu fyrr. Foreldrar mínir lifðu alla tíð við bág- ar heimilisaðstæður og það var sann- arlega ekki til að bæta ástandið. Þau kröfðust samt aldrei neins fyrir sig og áttu sér enga málsvara svo húsnæðið sem þau bjuggu í var oft ekki mönn- um bjóðandi. Þetta hefur allt áhrif." Guðbjörg segist áfram ætla að helga krafta sína því að hjálpa öðrum og sjálfstraust hennar styrkist með hverjum deginum, ekki síst vegna velgengni hennar í skólanum þar sem hún vinnur nýja sigra í hverri viku. „Börnin mín segja stundum að ég hafi engan tíma fyrir sjálfa mig en það er einmitt ekki rétt. Ég þroskast og nærist á að gefa öðrum af sjálfri mér. Ef ég get glatt einhvern og hjálp- að þá er ég hamingjusöm. Ég er að sanna fyrir sjálffi mér með náminu að ég er ekki heimsk en ég hef alltaf haft jafn mikið að gefa og þeir sem eru langskólagengnir. Minnimáttar- kenndin sem ég hafði vegna stuttrar skólagöngu er horfin og svo má ekki gleyma að ég hef mikla reynslu úr lífsins skóla sem er besti skólinn. Þaðan útskrifast maður aldrei. Ég vona að samfélagið sé að breytast til batnaðar og að við fömm að huga að þeim sem em bágstaddir og lifa við ' erfiðar aðstæður og geta kannski ekki barist fyrir sig sjálfir. Ég ætla að minnsta kosti að leggja mitt á þær vogarskálar. Við emm hér til að þroskast og hjálpa hvert öðm og við erum öll jöfn fyrir guði." r edda@dv.is t) Framhaldá næstu opnu i Félagsmálaráðuneytið tilkynnti nýlega um einn og hálfan milljarð sem verður varið til málefna geðsjúkra á næstu fimm árum. Fólk sem er nýútskrifað af geðdeildum eða hefur einangrað sig heima vegna veikindanna þarf að- stoð til að ná áttum á ný í Skipholti 29 í Reykjavík er staríræktur Klúbburinn Geysir, en þangað geta þeir leitað sem em að ná sér eftir geðsjúkdóma. „Fyrsti klúbburinn var opnaður í Nevv York árið 1948, en Klúbburinn Geysir hef- p— ur verið starfandi í sex ár á t|B l’slandi," segir Guðbjörg jý- mKéWy Guðmundsdóttir, starfs- maður Geysis. „400 klúbb- L ^ ar af þessu tagi eru starf- ræktir víða um heim, eða í IWfliÍB 30 löndum, og hafa reynst I mjög vel. Allir sem hafa átt HÉr. ^ við geðræn vandamál að stríða og eru að fóta sig tit H í lífið aftur eru velkomnir í Geysi. Það getur verið erfitt fyrir fólk sem hefur verið inni á geðdeildum eða jafnvel einangiast heima vegna sjúkdómsins að takast á við lífið að nýju, en hér byggist staifið á að efla hæfileika einstaklinganna og virkja það sem fólk hefur. Fólk getur verið hér frá níu til fjögur á dag- inn og unnið í einhverri af þremur deildum klúbbsins. Við erum með skrifstofudeild þar sem eru unnin almenn skrifstofustörf, gefin út fréttablöð, haldnar kynningar og tekið á móti fólki svo eittbvað sé nefnt, og svo eldhúsdeild, en þeir sem vinna þar sjá um að elda mát í hverju hádegi, við vorum til dæmis að taka Árni Magnússon félagsmálaráðherra Fólk á stofnunum sem gæti búið heima „í könnuninni kom í Ijós að á annað hundrað manns hafa þörf fyrir og ber að fá tækifæri til annars konar búsetu en þeir njóta nú. Þeirra á meðal er fólk sem hefur Íum árabil dvalið á geðheil- brigðisstofnunum en gæti búið sér heimili úti í samfélaginu með viðhlítandi stuðningi, í sambýlum eða þjónustuíbúð- um. Einnig er um að ræða fólk sem býr hjá foreldrum eða ætt- ingjum og fólk sem býr við aðr- ar aðstæður sem mætti bæta til muna. Þetta er sá hópur sem milljarðurinn góði og raunar hálfum betur mun koma til góða á næstu fimm árum." Árni sagðist geta fullvissað félagsmenn um að í félagsmálaráðuneytinu rfkti mikill metnaður í þessum efnum. „Félagsmála- ráðuneytið hefur undanfarið ár unnið að endurskoðun á stefnu í málefnum fatlaðra. Geðfatlað fólk er að sjálfsögðu hluti þess hóps. Ný stefna í málaflokknum, sem kynnt verður á komandi vikum, mun hafa sín áhrif á það verkefni sem ég hef hér rætt slátur í morgun og höldum hæfilega fast í þjóðlegu hefðirnar, erum til dæmis með þorrablót og jólahlaðborð. Svo erum við með viöhaldsdeild en þeir sem vinna þar sjá um viðhald á húsnæði klúbbsins." Hjá Geysi er fólk aðstoðað með I að komast í vinnu á almennum markaöi og fær undirbúning fyrir Jstarfsviðtöl og hjálp með umsókn- ir. „Þá erum við með samninga viö vinnuveitendur þar sem við bjóð- Æm? um upp á það sem við köllum RTR eða ráðning til reynslu. Þetta eru hlutastörf í 6-9 mánuöi. Kliibbur- 1 inn ráðstafar þessum störfum til » félaga. Klúbburinn hefur yfir fimm störfum áð ráða hjá fjórum fyrír- tækjum sem eru félagsmálaráðuneytið, Hag- kaup, íslandsbanki og hjá velferðarsviði Reykjavíkur. Þessi fyrirtæki telja það samfé- lagslegan ávinning að sjá hluta af velgengni sinni skila sér út í samfélagið." Allir eru velkomnir í Klúbbinn Geysi, en Guðbjörg segir æskilegt að fólk komi fýrst í kynningu þar sem starísemin og hugmynda- fræðin er kynnt. Klúbburinn Geysir er sjálfs- eignarstofnun en er á fjárlögum frá Alþingi og nýtur styrkja frá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. var viðstaddur stofnun aðstandendahóps Geðhjálpar í byrjun nóvember og gladdi fundarmenn með tilkynningu um rausn- arlega fján'eitingu til málaflokksins. Árni sagði tneðal annars að ákveðin tímamót hafi veriö mörkuð fyr- m-- ir skömmu nieð þeirri W ákvörðun ríkisstjórn- K Æ arinnar að \ erja hluta j fjj af söluandvirði Sím- KjP ans til frekari upp- jCL^A, byggingar þjónustu H við fólk með geð- ■SSJ® raskanir. „Forystumenn hagsmunasamtaka | geðfatlaðra - og ein- —JJiaH staklingar, einkum úr hópi aðstandenda, hafa í samtölum við mig sannfært mig um að átaks sé þörf í málefnum þeirra sem búa við langvarandi geðraskanir. Því lét ég í góðri samvinnu við heilbrigðisráðuneyt- ið gera ítarlega könnun á þjónustuþörfum geðfatlaðra, fólks með alvarlegar og langvarandi geðraskanir, sem fór fram á öndverðu þessu ári, náði til tæplega 500 manns og leiddi í ljós ýmislegt sem betur má fara," sagði Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.