Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 27
 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 27 „Ég mundi aldrei skipta á neinu í heim- inum og syni mínum og þeim kærleika sem ég ber til hans og hann til mín." sé einhver sem hlustar þegar beðið er um hjálp hvort sem það er h'tið eða stórt." Enginn töffari Mannshugurinn er ofarlega á blaði hjá Ásgeiri og honum finnst virkilega gaman að pæla í fólki, hvers vegna fólk gerir hitt og þetta. Hann segist ein- beita sér frekar að jákvæðum hlutum en neikvæðum, ef það kemur upp vandamál finnst honum gaman að finna lausnir og vinna út frá jákvæðum úrlausnum. „Það er virkilega gaman að velta fyrir sér af hveiju þessum gangi svona vel og af hverju þessi sé alkóhólisti, þetta em allt hlutir sem snúa að mannshuganum." Ásgeir. hefur mikinn áhuga á sálfræði og hefur kynnt sér ýmsa hluti sem snúa að mannshuganum eins og t.d. NLP sem em líkön af því hvemig samskipti hafa áhrif á fólk sem verður fyrir huglægri reynslu. „Það er námskeið sem ég virkilega naut þess að vera á, lærði mjög mikið um sjálfan mig og fólkið í kringum mig,“ segir Ásgeir sem h'tur ekki út fyr- ir að vera þessi svah töffari sem margir halda eflaust að hann sé. Ásgeir varð dagskrárstjóri FM 957 og Popptíví um mitt þetta ár. Þar með gat hann látið margra ára reynslu njóta sín og var þetta verkefni eitthvað sem hann vildi takast á við. Erfið ástarsorg Ástin hefur bankað upp á hjá hon- um eins og mörgum öðrum, hann hef- ur ekki farið varhluta af því að lenda í ástarsorg. „Nei, ég er ekki að hitta neina sér- staka og á erfitt með að verða ástfang- inn, en ég hrífst mjög af konum og átti mjög auðvelt með sambönd hér áður fyiT og var sífellt að byrja í nýju og nýju sambandi," segir Ásgeir en hann hefur þroskast mikið síðustu ár. „Nú horfi ég meira á heildarpakkann áður en ég tek næsta skref." Ef hann verður ástfanginn mun sú kona eiga hjarta hans algjörlega, hann mun koma til með að sýna henni al- gjöran áhuga, athygli og ást. „Af því ég veit hvað ást er og hvað það þýðir að vera í ástarsorg veit ég hverju ég er að leita að þegar kemur að ástarmálum." Að upplifa ástarsorg er eitt það erf- iðasta sem Ásgeir hefur upplifað. „Það að gefa sig algjörlega á vald ástarinnar og fá ekki það sama til baka er gríðarlega erfitt, sérstaklega þegar maður hefur lagt allt í að láta hlutina ganga upp,“ segir Ásgeir en það var einmitt sú ást sem var þannig að hann vissi hvað það var að vera raunverulega ástfanginn. f dag tekur Ásgeir lífinu með ró og er ekki að ana út í neitt, honum finnst fólk í kringum hann ekki vera að upplifa raunverulega ást, sé meira hrifið og finnst viðkomandi ekki vera að njóta sín til fulls, fólk sé meira vinir heldur en elskhugar og ýmislegt sem fólk gerir í sambandi sem hann hefur ekki áhuga á að gera ef hann er í sambandi. ,Að upplifa fullkomnun í ófuii- komnuninni," segir Ásgeir glaðlega og kyssir blaðamann bless á kinnina. Hann ætlar að bíða eftir hinni einu réttu sem hann veit að er til. Og allt hef- ur hann að bera til að finna sér fallega og vel gefna konu, hann er klár, smart og sætur. Tími sem aldrei kemur aftur Guðmundur Már Ástþórsson á tvö böm, Gísla ellefu ára og Ásdísi sextán ára. Guðmundur á einnig 27 ára uppkominn son sem sjálfur er pabbi. Guðmtmdur segir margt hafa breyst frá því krakkamir vom litlir. Hið hefðbtmdna helgarpabbahlut- verk sé ekki hið sama. „Þau em orðin svo stór og mikið að gera hjá þeim báðum. Bæði Gísli og Ásdís em á fullu í íþróttum svo maður hefur ekki alltaf aÚar helgamar saman. í staðinn reynum við að finna okkur lausa tíma, hringjast á og hjálpast að. Hin skipulega dagskrá er ekki í fyrirrúmi heldur góðar samverustundir." Fjölmargir kannast við hinn týpíska helgarpabba hlaupandi með bömin milii bíóhúsa og pítsustaða. Slíkt segir Guðmimdur Már ekki vera sinnstll. „Nei, þegar krakkamir vom yngri passaði ég mig á að gera helgamar okkar ekki að stanslausum skemmti- helgum. Krakkamir þurfa að fá þá til- finningu að þetta sé bara venjuleg helgi. Mér finnst mikilvægt að þeir feður sem lenda í skilnaði átti sig á þessu. Það á að njóta þessa tíma með krökkunum í rólegheitum, kynnast þeim og leyfa þeim að vera þau sjálf. Þessi tími kemur ekki aftur því þegar krakkamir eldast verður lausi tíminn alltaf minni. Feðumir þurfa að for- gangsraða rétt. Setja bömin í fýrir- rúm. Þau em mikilvægari en vinnan eða aðrir hlutir." Og sú er raunin hjá Guðmundi sem reynir þó eftir bestu getu að fylgjast með íþróttaiðkun sonarins og skólagöngu dóttur sinnar. „Ég tala við þau nokkrum sinnum í viku í síma og svo er dóttir mín mikið á MSN. Ég sótti nú stelpuna í skólann á þriðjudaginn og fór með hana á ráð- stefnu. Um helgina verð ég svo með strákinn og bamabamið. Hann er reyndar æstur fyrir að fara í dýra- garðinn og ætli maður leyfi það ekki svona einu sinni." Auglýsingasíml SSO 5000 Loksins býðst þér áskriftarpakki sem gerir lífið litríkara! uv ’áyfiw íííi*"1*} rvfílOM* ffiRTVW mt. ^ Askrifendur fá ekki bara DV heldur líka Hér&Nú og Sirkus á aðeins 2400 kr. á mánuði Stútfullur sportpakki á mánudögum, viðtöl, lífstíll, viðskipti, sakamál, skoðanaskipti, léttar fréttir, ögrandi fréttir. Á fimmtudögum fylgir Hér og nú DV með glóðvolgar fréttir af fræga fólkinu. Sirkus kemur sterkur inn á föstudögum með allt um menningar- og skemmtanalífið. Helgarblaðið endist þér svo langt fram á sunnudagskvöld! Með einu símtali í 550 5000 færðu allt þetta - og miklu meira á aðeins 2400 kr. á mánuði! maria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.