Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Sport DV Grantarinn ekki hættur Arnar Grant, ríkjandi ís- landsmeistari í fitness, er ekki hættur í íþróttinni þrátt fyrir að hann sé ekki meðai keppanda í Ice-Fit- ness keppninni í kvöld. „Ég ætía aðeins að færa mig til hliðar og sjá hvort það ræt- ist ekki úr þessu sporti. Mér finnst hafa orðið fulllitíar breytingar á keppninni undanfarin ár,“ sagði Amar sem er síður en svo hættur. „Mig langaði mikið til að fara upp á svið í saman- burðinum á fimmtudaginn því ég er í miklu betra formi núna en nokkurn tímann áður. Ég hefði rúllað þess- um samanburði upp." I'll be back Hinn upprunalegi kóng- ur í fitness á fslandi, Krist- ján Ársælsson, er í ótrúlegu formi þrátt fyrir að vera orðinn fertugur fimm barna faðir. Enn hefur enginn fitness-keppandi komist með tærnar þar sem Kristján hafði hælana þegar hann var upp á sitt besta. Hann hefur lofað að- dáendum íþróttarinnar að hann muni snúa aftur. „I’ll be back, það er alveg á hreinu. Þeir sem eru nú að æfa verða að æfa á fullu ætli þeir sér að eiga mögu- leika í mig.“ LAUGARDAGUR 14.25 Austfjarðatröllið á iiJUVí.l.l-IL' RÚV. 16.15 Fram-Þór í DHL- tiJiaúuRL deild karla, beint á Rúv. 17.00 Afturelding-Vík- >• ingur/Fjölnir í DHL- deild karla. 5ÖT1 16.35 England-Argent- ína á Sýn. 18.35 Noregur-Tékk- land í undankeppni HM 2006 á Sýn. 20.20 Ice-Fitness 2005 á Sýn. Bein útsending frá Laugardalshöll. SUNNUDAGUR 17.00 Haukar-Torggler Group Meran f Meist- S&Ti aradeild Evrópu í hand- bolta. f beinni útsend- ingu á Sýn. S?=m 19.00 Leikur í NFL- deildinni beint á Sýn. 19.15 Heil umferð í li Iceland Express deild w karla: Hötmr-Grinda- vík, Hamar/Sel- foss-Skallagrímur, Þór-KR, Kefla- vík-Haukar, ÍR-Njarð- vík, Snæfell-Fjölnir. Ice-Fitness kepnin fer fram í Laugardals- höll í kvöld. Ljóst er að keppnin verður afar hörð og spennandi. Tíu keppendur eru í karlaflokki en átta í kvennaflokki. Smári Valgarðsson er af mörgum talinn efnilegasti fitness-keppandi okkar íslend- inga. Hann setur stefnuna á sigur í kvöld og ekkert annað. Ice-Fitness keppnin fer fram í kvöld í Laugardalshöll. Keppnin verður afar opin í bæði karla- og kvennaflokki og nánast ómögulegt að spá fyrir um sigurvegara. Kepp- endur eru færri en oft áður en að sögn Andrésar Guðmundssonar keppnishaldara tekur enginn þátt í Ice-Fitness nema hann sé í topp- formi og því verður elítan saman komin í Laugardalnum í kvöld. DV settist niður með þeim Smára Val- garðssyni og Lindu Björk Þórðar- dóttur sem bæði þykja sigurstrang- leg. Myndi rústa Arnari Grant Smári Valgarðsson hefur aldrei verið í betra formi en í dag. Hann byrjaði að kepppa þegar hann var 16 ára gamall en er nú 21 árs. Hjá hon- um kemur ekkert annað en sigur til greina. „Ég ætía að vinna þetta mót. Ég er vel undirbúinn og hef æft eins og skeppna, sex sinnum í viku og oft tvisvar á dag," sagði Smári sem er hrikalega flottur þessa dagana. Að sögn sérfræðinga í fitness verður baráttan á milli Smára, gömlu kempunnar Kjartans Guðbrands- sonar og Jóhanns Péturs Hilmars- sonar frá Akranesi. Athygli vekur að Arnar Grant sem hefur verið nokkurs konar andlit keppninnar undanfarin ár er ekki á meðal keppenda. Smári segir það ekki skipta máli því hann ætti ekki séns í hann. „Auðvitað væri gaman að hafa hann þarna en það myndi ekki breyta einu eða neinu því ég myndi rústa honum í því formi sem ég er í dag.“ Strangt mataræði Linda Björk Þórðardóttir er ein af þeim sigurstranglegri í kvenna- flokki. En afhverju keppir hún í fit- ness? „Ég keppi í fitness af því að það er svo gaman. Ég hef áður stundað fótbolta og djassballet. Einnig var ég mikið í sveit sem barn," sagði Linda Björk sem hefur unnið sem lögreglumaður frá árinu 2002. „Markmið mitt fyrir keppnina er fyrst og fremst að skemmta mér ógeðslega vel. Aðvitað stefni ég á að lenda ofarlega en það er ekkert hægt að spá einu eða neinu. Það er allt opið en ég á fyrst og fremst von á skemmtilegri keppni. Það verður lifandi tónlist í þrautinni (í svörtum fötum spilar) og tvær saman í þraut. Undirbúningur fyrir svona keppni er alls ekki auðveldur, mikl- ar æfingar og strangt mataræði. Ég hef borðað haframjöl á morgnana og próteinduft á daginn á tveggja tíma fresti. Þá hef ég minnkað kol- vetnaskammtinn." í svörtum fötum spilar Það verður eflaust mikið fjör í Laugardalnum í kvöld. Dönsku fit- ness-meistararnir í karla og kvenna- flokki mæta, í svörtum fötum spila á meðan keppendur eru f hraða- þrautinni og Þorsteinn Gunnarsson lýsir keppninni fyrir áhorfendum í Laugardalshöll af sinni alkunnu snilld. Þeir sem komast ekki á sjálfa keppnina geta fylgst með á Sýn þar sem þeir Gaupi og ívar Guðmunds- son fara yfir stöðu mála. hjorvar@dv.is Á ekki af Allan Borgvardt að ganga Verðurekki íViking Knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt verður ekki áfram hjá Vik- ing í Noregi þar sem hann hefur leik- ið frá því að hann fór frá FH í ágúst síðastíiðnum. Hann lék ekki margar mínútur með liðinu en þótti engu að síður standa sig vel. Einn viðmæl- andi blaðsins sagði að hann hafi átt frábæra innkomu í lokaleik liðsins gegn Aalesund þar sem hann lagði upp síðasta mark liðs- ins í 3-0 sigri. Forráða- menn liðsins eru greinilega ekki á sama máli og var tilkynnt á heimasíðu félagsins í fýrrakvöld að aðilar hefðu komist að sam- komulagi um að fram- lengja ekki samning- inn. Sjálfur var Allan ekki vongóður um áfram- gengni manna á haldandi veru í Noregi þegar DV Sport náði tali af honum í síðustu viku, þótt hann sjálfur væri áhuga- samur. Hann vissi þó af áhuga liða í Danmörku og mun hann halda þangað í lok mánaðarins. En sam- kvæmt heimildum blaðsins mun ekki vera líklegt að hann komist að hjá úr- valsdeildarliði þar í landi. Miðað við vel- íslenskra leik- Norðurlöndun- um er ótrúlegt að leikmaður | sem tvívegis er kjörinn leik- ’ maður ársins hér á landi á þremur árum geri ekki slíkt hið sama. Borgvardt sagði að ólíklegt væri að hann kæmi til íslands næsta sumar en það ætti samt aldrei að segja aldrei. eirikurst@dv.is Gunnar Gíslason um deiluna í Stoke Ræðum málin eftir helgi Gunnar Gíslason, stjómarfor- maður Stoke City, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann vonaðist til að deila knattspyrnustjórans Johans Boskamp og þeirra Jan de Koning og John Rudge myndi leysast eftir helgi. „Við munum sitjast niður með mönnunum og sjá hvort ekki sé leið til að sættast," sagði Gunnar. Hann sagði deiluna stafa af því að Bos- kamp fannst að þeir Rudge, sem er yfirmaður knattspyrnumála, og de Koning, sem er þjálfari hjá liðinu, hefðu komið inn á verksvið sitt. í kjölfar hennar voru mennirnir send- ir heim í vikufrí og þar við situr enn í dag. „Þetta er aðeins stormur í vatns- glasi og vonandi leysist þetta sem fyrst," sagði Gunnar. Tony Pulis, for- veri Boskamps i starfi, furðar sig á ástandinu í viðtali við Ev- ening Herald íj Plymouth þarj sem hann j starfar nú. I „Mér finnst j reyndar staðaj yfirmanns knattspyrnu- mála óþarfi. En’ ef það er eitt-' hvað sem John gerði til að létta álagið á mér var það að ræða við stjórnarmenn- ina á íslandi í síma nokkrum sinnum í viku. Hann tók þá ábyrgð algjörlega af mínum herðum," sagði Pulis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.