Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Kynþáttahat- ureykst Árásir vegna kynþáttafor- dóma hafa aukist um 29% í Englandi og Wales, sam- kvæmt upplýsingum ríkis- saksóknara sem birtar voru í gær. Múslimar segja aukn- inguna áfali. Stór hluti aukn- ingarinnar er rakinn til hryðjuverkaárásanna 7. júh' í London, en einnig þess að árásir eru frekar tiikynntar vegna betri samskipta milli ríkissaksóknara og fórnar- lamba glæpanna. „Það á ekki að líða glæpi vegna kynþáttar eða trúar," segir Sir Iqbal Sacranie, formaður ráðs múslima í Bretlandi. Paul spilar út í geim f dag ætlar gamli Bítill- inn Paul McCartney að senda tónleika sína í Ana- heim í Kaliforníu beint út í geim. „Ég var svo ánægður þegar ég komst að því að eitt laga minna var spilað fyrir áhöfn Discovery í sumar,“ segir Paul og von- ast til að launa greiðann á þennan hátt. Hann hyggst spila lögin Good Day Sun- shine og eitt nýtt lag, Eng- lish Tea, fyrir þá geimfara sem eru í alþjóðlegu geim- stöðinni á sporbaug um 400 kflómetra yfir jörðu. Sjoi einangrun Hagsmunir rannsóknar- innar vega þyngra en ungur aldur þeirra sjö sem handteknir hafa verið í Danmörku fyrir ráðagerð um hryðjuverk. Þetta var mat dómara við réttinn í Brondby sem framlengdi varðhald þeirra í einangrun á fimmtudag. „Það eru fleiri grunaðir sem enn hafa ekki verið handteknir," segir Finn Ravnborg, yfirlög- reglustjóri í Glostrup. Mál sjömenninganna vakti mikla athygli þar sem þeir eru flestir norrænir rflcis- borgarar. Tysonfyrir rétt 1 Enn og aftur hefur Mike Tyson sýnt hvaða mann hann hefur að geyma. Eftir ró- legan dag með fótboltastjömunni fyrrverandi Diego Maradona við sjónvarpsupptökur fór hann út á lífið í Sao Paulo. Blaðamaður einn gerðist svo djarfur að taka myndir af honum með þeim afleiðing- um að jámhnefinn kom til hans og tuskaði hann tii. Tyson var handtekinn af brasifísku lögreglunni í kjöl- farið og neitaði að hafa komið við ljósmyndarann. Málið verður tekið fyrir í rétti í dag. Eitt það hræðilegasta sem foreldrar upplifa er missir barns. Það reyndu for- eldrar Súsönnu Gonzales fyrir um tveimur árum síðan. Hún var einungis 19 ára og lífið virtist brosa við henni. Einn dag í vor breyttist líf þeirra til muna. Tölvupóstur frá Súsönnu beið þeirra og færði þeim verstu tíðindi sem foreldr- ar geta fengið. „Elsku mamma, pabbi og Jennifer. Ég hef þetta eins stutt og ég get, vitandi að þetta verður erfitt fyrir ykkur. Ef þið hafið ekki þegar heyrt það, þá er ég látin.“ Þetta voru inngangsorð bréfs Súsönnu til foreldra sinna, þeirra Mike og Mary Gonzales. Einsömul á hótelherbergi stutt frá skólanum sín- um tók Súsanna sitt eigið líf. Saga Súsönnu Gonzales er ekk- ert einsdæmi. Um fjögur þúsund ungmenni á aldrinum 15 til 24 fremja sjálfsmorð á hverju ári í Bandaríkjunum. Margir þeirra hafa leitað upplýsinga á netinu um hvemig það eigi að taka líf sitt, hvaða aðferðir og hvaða efni hægt sé að nota. Foreldrar Súsönnu komust að því að hún hafði skrifað meira en eitt hundrað pósta á síð- unni alt.suicide.holiday þar sem hundmð manna deila upplýsing- um um sjálfsmorð og bjóða jafnvel upp á mismunandi leiðir til þess. Aðstoð úr netheimum Súsanna komst inn á þessa síðu m'u vikum áður en hún lést. Þar skrifaði hún: „Ég hef valið ... Ég er hætt að borða svo mallinn minn verði súr og góður." Það var eins og að núa salti í opið sár foreldranna. „Þekking þeirra og uppörvun var það sem leiddi hana til dauða," segir Mike Gonzales. Eldri meðlimur síðunnar gekk xmdir nafninu River. Hann segist hafa yfirfarið ýmsa þætti með Súsönnu fyrir „ferðalag hennar, bara til að vera örugg," en neitar að hafa verið valdur að dauða hennar. „Enginn í ASH (netsíðan) hvetur til sjálfsmorðs. ASH er fyrir frjálst val," segir River. „Þetta hvetur ekki tfl vals. Þetta er heilaþvottur," mótmælir Gonza- les-fjölskyldan. Þunglyndi leiðirtil sjálfs- morðs Um 80% allra sem fremja sjálfsmorð hafa átt við þunglyndi að etja. Hin 20% hafa átt við ein- hverja geðröskun að stríða, eins og erfiðleika í kjölfar skilnaðar eða dauða ástvina eða náinna vina. Ekki var þó neitt sjáanlegt í fari Súsönnu að mati foreldr- anna. Hún opnaði einungis hjarta sitt og hug fyrir ókunnug- um netverjum. Heimsfaraldur Netið hefur haft sitt að segja þegar kemur að sjálfsvígi ung- menna. Margir þeirra sækja upp- lýsingar um aðferðir og lyf sem hægt er að nota til að framkvæma verknaðinn. Ofangreind síða er ein af hundruðum sem eru á net- inu. Því miður virðist sem ung- lingar sæki einhliða hjálp á þess- ar síður, en segja engum frá, hvorki foreldrum, kennurum né vinum. Margir hafa gert með sér samninga um að binda enda á líf sitt með einhverjum öðrum sem þeir hafa hitt á þessum síðum. Lát Súsönnu er það fjórtánda sem rakið er til síðu sem þessarar Heimasíðan Hér deila hundruð ein- staklinga upplýs- ingum um sjálfs- morð. í Bandaríkjunum. Eins bundu níu manns enda á líf sitt saman í Japan á síðasta ári. Víða er slakri geðheil- brigðisþjónustu kennt um. Fá sjálfsvíg hérlendis Samkvæmt heimildum Land- læknisembættisins hafa sjálfsvíg ungs fólks sem betur fer farið minnkandi undanfarin ár. Þar sé mest um að þakka að fólki finnist auðveldara að ræða vandamál sín við fjölskyldu, vini og sálfræð- inga. Eins hafi átakið Þjóð gegn þunglyndi hvatt mikið til að fólk haldi ekki að sér upplýsingum um erfið vandamál ungmenna, heldur upplýsi þá sem umgang- ast viðkomandi mikið um vanda- málin. haraidur@dv.is Susanna Gonzales Framdi sjálfsmorð eftir leiðbeiningum heimaslðu. Ellen Johnson-Sirleaf vann George Weah í kosningum Verður fyrsti kvenforseti í Afríku Hagfræðingurinn Ellen Johnson- Sirleaf vann kosningar sem fram fóru í Líberíu með um 59% taldra atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, fyrr- verandi fótboltahetjan George Weah, fékk 41% atkvæða en telur kosning- una meingallaða og svik í gangi. Hin 67 ára Johnson-Sirleaf hafði áður boðið sig fram árið 1997, en þá beðið lægri hlut. Hún nam hagfræði við Harvard-háskóla og tók sæti fjár- málaráðherra Líberíu árið 1972. Hún gegndi því embætti þá einungis í eitt ár. 1980 tók hún aftur við embætti fjármálaráðherra og stýrði á sama tíma yfirstjóm Cifybank I Afríku. „Við ætlum að gera þetta rétt frá fyrsta degi," segir Ellen Johnson-Sir- leaf. „Við ætlum að hafa rfldsstjóm sem sameinar og leitar út til fólksins." Hún tekur ekki ásakanir Weah um kosningasvik alvarlega. Hún er jafnvel reiðubúin til að bjóða honum sæti í George Weah Fótboltahetjan fékk einungis 40% atkvæða. rfldsstjóm sinni, jafnvel sem heil- brigðisráðherra. Weah hefur helst verið legið á hálsi fyrir að vera ekki reyndur stjómmálamaður en það er talið meðal kosta hans I Líberíu sem lengi hefur þjáðst fyrir spillingu stjómmálamanna og hermangara. Hann hefur öðlast aðdáun margra fyrir afrek sín á fótboltavellinum áður íýrr og skotist upp á stjömuhimininn úr sárri fátækt bamæskunnar. J Ellen Johnson- j Sirleaf. Fékktæp '■ J 60% atkvæða I i I forsetakosningum. Secjir Guð hata Svia Margir misjafiiir menn halda úti heimasíðum. í gær bámst fregnir af heimasíðunni god- hatessweden.com þar sem bandaríski presturinn Fred Phelps ranghvolfir augunum yfir sænsku kóngafjöl- skyldunni og öllum þeirra þegn- um. Það helsta sem Svíar hafa gert á hlut prestsins er að ganga erinda samkynhneigðra. Hann segir ríkiserfingjana graða og Karl Gústaf konung sjálfan fávita sem sé á leið til helvítis. Hann heldur reyndar einnig úti síðum á móti Kanada og Bandaríkjun- um í svipuðum dúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.