Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 — Fréttir fiB Hreindýr dó í árekstri Lögreglan á Egilsstöðum fékk tilkynningu seinnipart fimmtudags um að fólks- bifreið hefði verið ekið á hreindýr við Skriðuklaustur í Fljótsdal. Hreindýrið, sem hljóp út á veginn, drapst við áreksturinn. Bifreiðin skemmdist mikið en ekki liggur fýrir hvort ökumaður hafl slasast. Keyrði út í Héraðsvötn Lögreglan á Sauðárkróki fékk tilkynningu um um- ferðaróhapp um áttaleytið í gærmorgun. Þá hafði ungur ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim af- leiðingum að hún fór utan- vegar og endaði í Héraðs- vötnum. Ökumaðurinn var einn síns liðs og komst af sjálfsdáðum út. Hann slapp án teljandi meiðsla en gekkst undir skoðun á heilsugæslu. Lögreglan seg- ir hálku ekki hafa verið á þessum slóðum. Munurinn á skít Umhverfisnefnd Vatns- leysustrandarhrepps ræddi á síðasta fundi sínum „um muninn á hænsnaskít og svínaskít." Betra sé að nota svínaskítinn nær byggð: „Hann hefur verið brotinn niður og þurrkaður þannig að smit eru ekki fyrir hendi ásamt því að lykt er minni. Þann skít er mun æskilegra að nota nær byggð en blautan, nýjan hænsna- skít,“ segir umhverfis- nefndin sem segir að geyma þurfi skítinn áður en honum sé dreift. Þá minnki magn baktería „eins og kamfílóbakter og salmon- ellu" og smithætta sé „ekki stórkostleg." Sýslumannsembættið í Reykjavík hafnaði i gær kröfu um lögbann á heimildamynd- ina Skuggabörn. Það var móðir Braga Halldórssonar, fórnarlambs í hnífsstungu- máli við Hverfisgötu, sem lagði fram kröfuna en myndbrot af Braga sem tekið er skömmu fyrir lát hans er að finna í Skuggabörnum. ReynirTraustason, aðalleikari myndarinnar, segir að lögbann hefði haft skelfilegar og víðtækar afleiðingar. ov 4. nóvember Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær kröfu um lögbann við sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn sem þeir Þórhallur Gunnarsson og Lýður Árnason framleiða. Kröfuna setti fram Birna Björgvinsdóttir, móðir Braga Halldórssonar heitins. Var sá vafasami leið- angur kvikmyndaður en nokkrum dögum síðar var Bragi allur. Fundað hjá Sýslu- manni Þórhallur, með tvö eintök af myndinni f vasanum, ræðirþarna við Láru V. Júiíusdóttur, lög- mann kæranda, og fulltrúa Sýslumanns. Bragi var stunginn til bana af fé- laga sínum Sigurði Frey í húsi við Hverfisgötu í sumar. Báðir komu við sögu þegar Skuggaböm vom tekin upp og er í myndinni myndskeið af þeim þar sem Sigurður er að sprauta sig með fíkniefnum. Skuggabörn er tekin í tengslum við vinnslu Reynis Traustasonar á samnefndri bók en þar fer hann um ýmsa afkima undir- heima þeirra sem tengjast eiturlyfja- sölu og neyslu efnanna. Reynir hefúr sagt fr á því í DV þegar hann fór með þeim Sigurði og Braga heitnum í leiðangur þar sem þeir hugðust inn- heimta skuld sem efnt hafði verið til vegna fíkniefnakaupa. Var sá vafa- sami leiðangur kvikmyndaður en nokkmm dögum síðar var Bragi all- ur. Formgalli á gerningnum Birna hefur ekkert viljað láta hafa eftir sér um málið en í gær voru þeir Reynir, Þórhallur og Lýður boðaðir á fund embættis Sýslumannsins í Reykjavík vegna kröfunnar. Fulltrú- ar Sýslumanns tóku skýrslu af hlut- aðeigandi. Reynir sagði þá formgalla á gerningnum öllum því hann væri ekki aðili að málinu nema með óbeinum hætti. Hann kæmi fram í myndinni en væri ekki framleiðandi. Reynir tók fram við það tækifæri að hann hygðist ekki leggja fram lög- bannskröfu á myndina. Hann hvarf við svo búið af vettvangi en fulltrúar embættisins og hlutaðeigandi aðilar horfðu á myndina. í kjölfarið var svo kröfunni hafnað. Tjáningarfrelsið undir Kærandi var reiðubúinn að leggja fram tveggja milljóna króna trygg- | Ur Skugga- J börnum tmynd- ■ M 'mni má sjá Sigurð Erey sprauta sig AMU með fikniefnum. Félagar í kröppum dansi Lýðurog Reynir hjá Sýslumanni. Lög- bann hefði haft vlðtæk- ar afleiðingar f för með sér að söqn Revnis. ingu ef til skaðabótakröfu ffamleið- anda kæmi vegna taps á tekjum vegna sýningar myndarinnar í sjón- varpi. Til þess kom þó ekki og er Rík- issjónvarpið með myndina á dag- skrá næstkomandi þriðjudagskvöld. Myndin var forsýnd fýrir ákveðinn hóp í gærkvöldi í Regnboganum. Reynir sagðist í samtali við blaðið himinlifandi með niðurstöðuna. Hann segir jafnframt að hefði lög- bann verið lagt á myndina hefði það haft skelfilegar og víðtækar afleið- ingar. „Já, eins og það snýr að tján- ingarfrelsinu almennt. Ef hægt að setja lögbann á að einhver atburður sé reifaður í máli og myndum vegna þess að hann snertir fólk sem er í sárum þá snertir það fréttaflutning í víðu samhengi." Hús í ferðalagi frá Reykjavík til Stykkishólms fer sér hægt Fimm kílómetrará klukkustund „Við vorum þrjá og hálfan tíma að komast frá Lindargötunni og út úr Mosfellsbæ," segir Rúnar Sigurpáls- son hjá umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík, en í fyrrakvöld aðstoðaði deildin við að flytja einbýlishús út úr bænum. Ökumenn rak í rogastans þegar þeir sáu herlegheitin. Einbýlis- hús á miðri Sæbraut. „Þetta er alltaf gert af og til," segir Rúnar um flutningana. „Sérstaklega ef húsin em jafn heilleg og þessi." Húsaflumingar valda umferðarónæði og af þeim sökum er þetta gert að næturlagi. „Þegar við emm innan- bæjar keyrum við ekki mikið hraðar en á svona fimm kílómetra hraða á klukkustund," segir Rúnar og viður- kennir að þetta sé þó nokkur þolin- mæðisvinna. En mottóið í ferðum sem þessum er gott og við hæfi; hægt en ömgglega. Nokkur vandræði fylgja einnig svona flutningum, meðal annars vegna rafmagnslína. „Stundum þarf „Mérligguráað komast til Akureyrar," segir Jóhannes Haukur Jóhannesson !eikari.„Ég er búinn að vera í Danmörku en er núna í Reykjavík. Ég þarf að keyra þaðanísex klukku- stundir til að sýna Fullkomið brúðkaup. Ég ætla meira að segja að reyna að vera kominn þangað klukkan fjögur tilað sjá Edith Piafsem verðursýndþá.“ að slá út háspennulínum og hjálpa var þó lagt í að' flytja það alla leið í þeim yfir húsið," segir Rúnar. Húsið einu. „Nei, þetta er tekið í áföngum," sem um ræðir stóð, allt þar til í gær, segir Rúnar. Klukkan sex í gærmorg- við Lindargötu 42 í Reykjavík. Nýtt un, eftir sex og hálfs tíma ferðalag, var heimili þess er í Stykkishólmi. Ekki húsinu lagt á plani við Akranesveg. I Einbýlishús á Sæbraut Marga ökumenn rak I rogastans þegarþeirsáu húsið á fimm kilómetra ferð á Sæbraut. \ '11 ~|f|ij.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.