Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 34
Ætlaöi alltaf að verða nvtur þioðfélagsliegn „Ég bað ítrekað um samtalsmeð- ferð eða einhverja lausn, en lyf virt- ust vera eina lausnin þama," segir Kristín. „Mest var ég á ráfi á gangin- um eða í setustofunni að lesa gömul tímarit. Samt leið mér skár þarna inni en úti, þetta er verndað um- hverfi og lífið úti í samfélaginu var orðið mér algjörlega um megn." Kristín hefur ekki alltaf verið veik. Hún hefur í gegnum árin unnið eins og berserkur og alið upp tvö börn. Hún er glaðvær með ómótstæðilegt glimt í augunum þegar þunglyndið hefur hana ekki í heljargreip sinni. Þegar hins vegar þunglyndið tekur yfir slokknar neistinn og hún missir alla von. í örvæntingu hefúr Kristín setið ein um nætur og skorið sjáifa sig til blóðs. Þá er andlegi sársauk- inn svo óbærilegur að líkamlegur sársauki er skárri. Hún sýnir mér ör á handleggjunum, brosir og hristir höfuðið. Henni líður nefnilega bæri- lega núna, hefur lokið Janusar- prógrammi sem er í boði fyrir þá sem em að ná sér eftir langvarandi sjúkdóma og er þar að auki nýkomin frá Hveragerði þar sem hún náði þokkalegri líkamlegri heilsu. Hún hefur samt misst þrjátíu kíló á tæp- um tveimur ámm. Hún segist ekki vera neitt eins- dæmi. Margar konur á hennar aldri hafi gefist upp eftir áralangt ströggl, konur sem ná aldrei endum saman, em alltaf á vonarvöl og missa að lok- um alla sjálfsvirðingu. Konurnar sem enginn talar um „Það er aldrei talað um þessar konur," segir Kristín. „Þær lifa bein- línis undir fátæktarmörkum og em jaðarhópur í samfélaginu. Margar hafa misst stjórn á fjármálunum sfn- um á einhverjum tímapunkti. Þegar launin duga aídrei til, ekki einu sinni til að lifa af, hvað þá borga skuldir, endar það með því að fólk gefst upp. Sumar fara að drekka, það er mjög algengt að konur á miðjum aldri sitji einar heima hjá sér og drekki sig í gegnum daginn, orðið sama um allt og alla og finnst þær hvort sem er einskis virði. Ég hef aldrei verið mik- ið fyrir áfengi, en ég gat bara ekki meir og lagðist í rúmið. Ég fór ekki fram úr svo vikum skipti, talaði ekki við neinn, gerði ekki neitt, vildi ekki neitt og gat ekki neitt." Þegar Kristín veiktist svona illa fyrir fjórum ámm var í það í kjölfar áfalls sem hún varð fyrir. Þá var hún í ágætri vinnu en hafði strítt við þunglyndi lengi. Hún hafði samt mætt í vinnu eftir bestu getu. „Það er oft eitthvað eitt sem verður til að mælirinn fyllist. í mínu tilfelli var það dóttir mín sem gerði alvarlega tilraun til sjálfsvígs og það varð dropinn sem út úr flóði. Ég fékk taugaáfall og náði mér ekki upp aft- ur. Ekki einu sinni þegar dóttir mín vann sig með glæsibrag út úr sínum vandamálum." „Rífðu þig upp á rassgatinu" Kristín segist hafa mætt nokkmm skilningi hjá fyrirtækinu sem hún vann hjá til að byrja með. Þegar á leið misstu vinnuveitendur þolin- mæðina. „Ég hafði verið á geðdeild og var svo send á Reykjalund þar sem ég átti að ljúka ákveðnu prógrammi. Einmitt á þeim tíma rann út sá tími sem ég gat verið sjúkraskrifuð hjá fyrirtækinu. Ég lét vita um þetta en náði ekki í starfsmannastjóra. Ég lét hins vegar liggja fyrir honum mörg skilaboð. Þegar ég loksins náði á hann sagði hann mér að hjá þessu fyrirtæki væri engin vinna fyrir mig lengur. Þama missti ég algjörlega móðinn aftur því það hafði alltaf verið örlítið ljós í myrkrinu að ég hefði vinnu að hverfa að þegar ég næði bata." Kristín segist á veikindatímabil- inu hafa fengið margar hvatningar frá vinum og fjölskyldu sem undir- striki hversu lítill skilningur sé á þunglyndi sem sjúkdómi. „Farðu út að ganga, það er svo hressandi, taktu þig saman í andlit- inu og reyndu að finna þér einhver áhugamál, þú hressist ef þú ferð í sund og svo framvegis em setningar sem maður heyrir alltaf. Fólk vill vel, en svo missir það þolinmæðina og finnst maður algjör aumingi. Verst er að manni finnst það líka sjálfum. Af hverju get ég ekki tekist á við lífið eins og annað fólk? spyr maður sjálf- an sig og skilur ekkert í eigin van- mætti. Ég lagði aldrei upp með að gefast upp, ætlaði alltaf að standa mig og vera nýtur þjóðfélagsþegn." „Ég fór ekki fram úr svo vikum skipti, tal- aði ekki við neinn, gerði ekki neitt, vildi ekki neitt og gat ekki neitt." Hvarf í ástarsögurnar Kristín segist alltaf hafa haft ákveðna tilhneigingu til að draga sig í hlé en vill ekki meina að hún hafi þjáðst af þunglyndi sem bam og unglingur. Hún er yngst af fjórum systkinum og ólst upp í Smáíbúða- hverfinu og síðan Vogahverfinu. „Ég var bókaormur og fannst gott að gleyma mér við lestur alls konar bóka, ekki síst ástarsagna," segir hún og hlær. „Ég veit ekki hversu holl sú lesning var, það er svo auð- velt að gleyma sér i bókum þar sem elskendur ná alltaf saman á endan- um og allt fer vel. Kannski lifði ég að einhverju leyti í þeirri blekkingu að þannig væri þetta líka í lífinu sjálfu, ég vildi að minnsta kosti að það væri þannig. Vonbrigðin sem ég upplifði þegar strákamálin mín fóm eldd eins og ég óskaði mér vom ólýsanleg. Sehnilega er ég rómantískt fi'fl því ég hef aldrei getað lært leikreglurnar í samböndum. Mér finnst allur leik- araskapurinn fáránlegur, en þeir sem eru betri í þessu en ég segja að leikreglur séu nauðsynlegar og sá sem fari ekki eftir þeim sitji eftir með sárt ennið. Það hefur ekki farið alveg fram hjá mér," segir Kristín og bros- ir kankvíslega. Mistök að hætta hjá Sjónvarpinu Kristín fékk vinnu í bakaríi eftir að hún lauk gagnfræða- skólaprófi en var ekki nema 18 ára þegar hún varð þunguð af dóttur sinni. Hún var ekki í sam- bandi við föðurinn en bjó í heimahúsum og eftir fæðingar- orlof hóf hún störf hjá Iðnaðar- bankanum. „Ég var á þessum tíma að vinna, sinna dóttur minni og skemmta mér. Ég hafði oftast pössun þar sem ég bjó heima hjá mömmu og pabba og fór út að skemmta mér eins og gengur. Ég var tiltölulega sátt við lífið, ætlaði auð- vitað að flytja að heiman fýrir rest, eignast mann og kannski fleiri böm, en framtíðarplönin vom ekki fast- mótuð." Kristín lét verða af því að flytja að heiman, leigði sér íbúð og undi glöð við sitt. Hún kynntist öðmm manni, eignaðist með honum son en sam- bandið gekk ekki upp. „Ég var farin að vinna hjá Sjónvarpinu á þessum tfma og keypti mér íbúð hjá Verka- mannabústöðum. Ég flutti þangað með krakkana og vann oft langan vinnudag en hlutirnir gengu ágæt- lega. Ég átti bílskrjóð og mér fannst lífið oftast bara ágætt. Eg strögglaði þó fjárhagslega og á þessum tíma var mikið talað um að fólk fengi miklu betur borgað í einkageiran- um. Þegar ég var búin að vinna hjá Sjónvarpinu sem ríkisstarfsmaður í átta ár fannst mér tími til kominn að reyna fýrir mér annars staðar og sagði upp. Það reyndust kannski mestu mistök sem ég hef gert. Ég var viss um að ég fengi vinnu í hvelli, með góða reynslu úr bankanum, góða tungumálakunnáttu og reynslu af skrifstofustörfum, en það reyndist ekki vera. Ég var atvinnu- laus í þrjá mánuði og fékk ekki at- vinnuleysisbætur af því ég sagði upp sjálf. Þarna fór að halla verulega undan fæti fjárhagslega." Dýrir flutningar Kristín segist oft hafa fundið fýrir vonleysi og þunglyndi á þessum tíma. Hún sótti um vinnu á mörgum stöðum og fékk svo vinnu á skrif- stofu Framsóknarflokksins. „Mér fannst eiginlega engin þörf fyrir mig í þetta starf. Eg segi stund- um að þetta hafi verið árin tvö sem ég gerði ekki neitt. Ég sat í afgreiðsl- unni og gerði mest lítið annað en að svara í símann og hella upp á kaffi. Ég var með gamla ritvél frammi, en á þessum tima voru tölvumar að ryðja sér til rúms og það var starfsfólk þarna sem var komið í tölvusam- band. Ég hins vegar sat við gömlu ritvélina og fannst ég ekki vera að gera neitt sem ögraði mér. Það kom samt eins og reiðarslag þegar mér var sagt upp eftir tvö ár. Þegar yfir- maðurinn rétti mér uppsagnarbréf- ið, meira að segja frammi á gangi svona í „forbifarten", brotnaði ég al- veg saman." Kristín, sem á þessum tíma var rúmlega þrítug, segist þó ekki hafa misst vonina um gott starf. Hún seg- ist líka hafa viljað flytja sig um set með börn- in sín úr Iðufellinu, langaði í Suður- hólana þar sem henni fannst um- hverfið fallegra og betri skóli íýrir bömin. Hún fékk því samþykkt að flytja innan kerfisins, úr Iðufelli í Suðurhóla. Það reyndist henni dýr- keypt. Lögfræðihótanir og stefnubréf „Þetta vom mistök númer tvö," segir Kristín. „Það kom í ljós að íbúðin sem ég átti í Iðufellinu var næstum einskis virði. Ég hafði borg- að af þeirri íbúð í sex ár, en verðið sem ég fékk fýrir hana var tæplega það sem ég keypti hana á. íbúðin í Suðurhólunum var miklu dýrari og ég átti ekki fyrir útborguninni. Ég tók því bankalán og fékk svolitla hjálp frá foreldrum mínum. Ég vissi heldur ekki að ég átti að skila íbúð- inni nýmálaðri og fékk reikning upp á 200 þúsund fýrir málningunni." Kristín segist þó hafa verið hepp- in og fljótlega fengið vinnu hjá launadeild Ríkisspítalanna þar sem hún var í þrjú ár. Henni tókst þó engan veginn að vinna sig út úr upp- söfnuðum fjárhagsvanda og skuld- irnir héldu áfram að hlaða á sig lög- fræðikostnaði. „Ég þorði ekki orðið að svara í símann eða fara til dyra. Menn vom alltaf að banka upp á með stefnur og hótanir og mér leið eins og mesta aumingja í heimi," segir hún og verður döpur á svipinn. Lúserstilfinningin viðvarandi Kristín varð svo fyrir því óhappi að detta illa og slíta krossbönd í fæti. Hún var sjúkraskrifuð í sex mánuði,. en það leyndist þó enn neisti í henni og þar sem alltaf hafði blundað í henni að læra meira, ekki síst hvað snerti tölvur, ákvað hún að slá tii og fara í Iðnskólann í tölvufræði, sem var lánshæft nám. „Ég reiknaði með að geta fengið betur launaða vinnu í framhaldi af því, en ég þurfti bankalán til að brúa bilið fýrstu önnina. Það gekk að sjálfsögðu ekki, ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir hvað ég var léleg- ur papppír og að enginn banki vildi lána mér. Ég byrjaði í skólanum en var búin að missa bílinn og átti oft ekki fyrir strætó, hvað þá að ég ætti fýrir mat og öðmm nauðsynjum, hvorki fyrir mig né krakkana. Það var sjálf- hætt í skólanum og mér leið ofboðs- lega illa. Mér fannst ekkert framund- an og var mjög langt niðri. Þegar maður missir svona stjórn á lífi sínu fer sjálfsvirðingin veg allrar veraldar. Ég skammaðist mín fýrir aðstæð- ur mínar, hafði sífellda sektar- kennd út af krökkunum sem ég gat ekki sinnt almennilega og fannst ég ömurleg í alla staði. A þessum tíma létust lfka foreldrar mínir með ffemur stuttu miilibili og það var mikil sorg sem fylgdi því." Kristín missti svo íbúðina sína í Suðurhólunum og fékk leigt hjá borginni, en segist hafa fengið ágætisvinnu og stefnt að því að vinna sig út úr skuldunum. „Mér líkaði vel í þessari vinnu, tók þátt í félagslífinu, söng í kórnum og vildi virkilega lifa h'finu af reisn. Mér gekk bara ekkert að vinna mig út úr skuldunum þrátt fyrir sæmileg laun. Þau dugðu bara ekki til. Ég er kannski rati í fjármálum enda fékk maður aldrei neina kennslu í þeim, en þegar útborguð laun duga ekki nema fyrir nauðþurftum og ekki einu sinni það, borgar maður ekki skuldirnar. Kjarkurinn er heldur enginn að semja því manni finnst maður svo mikill lúser og það er ekkert að semja um. Ábyrgðarmenn verða skiljanlega reiðir og pirraðir og maður dregur sig inn í skel og finnst maður hafa brugðist gjörsam- lega. Það er hægt að halda þetta út í einhvern tíma, en svo kemur að því að maður getur ekki meir." Á réttri leið Kristín segist ekki bjartsýn á að hún fari nokkurn tíma í fulla vinnu aftur en hún vonast til að einhver hafi not fyrir hana einhvers staðar. „Það yrði þá að vera vinnustaður sem tekur tillit til þessara veikinda. Ég hef enn mjög góða tungumála- kunnáttu og áralanga reynslu á vinnumarkaði en það er ekki sérlega bjart fyrir konu komna yfir fimmtugt að ætla að fóta sig á vinnumarkaði upp á nýtt. Mér finnst að alls staðar sé leitað að ungu fólki, hraðinn er svo mikill og kröfumar. Ég hef þó þrátt fyrir allt haldið mér vel við þekkingarlega og vil auðvitað gjarn- an vinna. Ég er enn að berjast við fordómana og finn að það er orðið skammaryrði að vera öryrki. Þeir sem veikjast af krabbameini eða öðmm sjúkdómum sem em „sann- anlegir" fá skilning og stuðning þjóðfélagsins en það er langt í land að fólk skilji að þunglyndi og geð- röskun er grafalvarlegur sjúkdómur sem leiðir fólk til dauða. Ég hef í mínum veikindum verið mjög ná- lægt því að taka mitt eigið líf, og þá er það ekki síst hinna vegna sem maður vill fara, manni finnst maður svo mikill baggi á öllum. Ég er samt á réttri leið," segir Kristín brosandi og enn blikar á glimtið í augunum. „Mér finnst samt ástæða til að árétta að það em margir þjóðfélagshópar sem við sinnum ekki, fólk sem hefur stritað í sveita síns andlits og reynt að fóta sig í sífellt kröfuharðari nú- tíma en einfaldlega ekki staðið und- ir því. Glansmyndin af velmegun- inni og hamingjunni á fslandi stenst nefnilega ekki ef aðeins er kafað undiryfirborðið." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.