Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAQUR 12. NÓVEMBER2005 ... .............. 1 ■' .... .. Fréttir Gunnar er ákveöinn og metnaöarfullur maður. Gunnar heldur með Manchester United og helst illa d kvenfólki. „Hann er hvers manns hugljúfi, gífurlega metnaðar- fullur og samvisku- samur. Dugnaðarfork- ur sem hefur stefnt að þvl að slá í gegn I at- vinnumennsku frá þvl hann var á leikskóla. Hann er vinur vina sinna og snyrtipinni fram í fingurgóma. En það er al- veg feriegt hvað honum helst illa á kvenfólki." Þorsteinn Gunnarsson iþróttafrétta- maður. „Ég þekki Gunnar afjákvæðu einu, bæði skemmtilegur og ein- lægur drengur. Eitt það mest að- laðandi við hann sem iþróttamann er hvað hann hefur mikið sjálfs- traust. Það líturþannig út að þetta sé allt mjög auðvelt hjá honum. Hann hefur komið mjög mikið á óvart og menn bjuggust ekki við þvl að hann yrði svona góður. Utanað- komandi aðstæður hafa lltil áhrifá hann og hann bognar ekki afvirðingu fyrir frægari og reyndari leikmönnum. En þvl miður hefég bara enga galla fundið á honum, nema kannski að hann hafði ekki likamsburði til að bera I atvinnumennsku fyrst um sinn, en hann hefur unnið vel á þeim veikieika." Logi Ólafsson landsliðsþjálfari. „Gunnar er nettur. Góður vinur og ómissandi karakter. Við vor- um náttúrulega bestu vinir upp alla flokka, enda ólumst upp saman I Eyjum. Það var alltaf dálltill rlgur á milli Týs og Þórs á sínum tlma og við ÍTý vorum auövitað betri, en hann hefur tekið sig vel upp slðan þá. Hann er markaskorari afGuðs náð og tekst á við verkefnin af fullum krafti. Hann stendur sig með sóma og fer létt með það enda kenndi ég honum allt sem hann kann. En hann er Þórsari, heldur með Manchester United og þykist vera lélegur I golfi. “ Atli Jóhannsson, fótboltamaöur og vln- ur. Gunnar Heiöar er fæddur 1. aprll 1982 og því 24 ára. Hann leikur meÖ Halmstad I Svl- þjóö og hefur veriö valinn einn afstjörnum framtlöar hins virta fótboltatlmarits World Soccer. Hann ersagöur ákaflega marka- gráöugur, enda hefur hann náö titli marka- kóngs I deildinnl. Var Bond Snæfellingur? Fyrirmynd rithöfundar- ins Ians Fleming að sögu- hetjunni James Bond var Snæfellingurinn Sir William Stephenson. Þetta kom fram í fyrirlestri Inga Hans Jónssonar að því er segir á grundarfjord- ur.is. Ingi Hans segir foreldra Williams hafa verið Snæfell- inga sem fluttu til Kanada: „William var fæddur í Kanada og átti ævintýralegt líf, hann var stríðshetja og auðjöfur, einn af aðalskipu- leggjendum leyniþjónust- unnar CIA og skrifaði ásamt Ian Fleming stofn- skrá CIA.“ Hótanir manna sem taldir eru tengjast mannráninu í Bónus í byrjun september gegn starfsfólki verslunarinnar halda áfram. Á fimmtudagskvöldið var blysum skotið að verslunarstjóranum í Bónus á Seltjarnarnesi, Jóni Ingvari Þorsteinssyni Honum hefur áður verið hótað að hann hljóti verra af, beri hann vitni í málinu gegn mannræningjunum. „Það er grafalvarlegt að mönnum sem sinna borgaralegri skyldu sinni og bera vitni í sakamálum sé hótað eða beittir ofbeldi," segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn en starfsfólki Bón- uss hefur verið hótað því að það hljóti verra af beri það vitni í málinu gegn Axel Karli Gíslasyni. Á fimmtudagskvöldið héldu hót- anirnar gegn starfsfólki Bónus á Sel- tjarnamesi áfram. Áður höfðu borist símtöl frá mönnum sem taldir em tengjast mannráninu í versluninni í september en í þetta skiptið létu þeir sér það ekki nægja og mættu á svæð- ið. Fórnarlambið nýfarið heim Klukkan var hálfníu. Nokkrir starfsmenn verslunarinnar stóðu fyr- ir utan. Þeir höfðu verið að taka inn vömbretti eins og vanalega er gert á kvöldin. Drengurinn sem Axel Karl Gíslason og félagar hans rændu þann 2. september hafði verið að vinna en var nýfarinn heim. Verslunarstjórinn Jón Ingvar Þor- steinsson lýsir því sem næst gerðist í bloggfærslu á heimasíðu sinni: „...þegar við vorum búnirmeð brett- in áðan þá fór ég út og þar var grun- samlegur búl út á plani og ég gekk í átt að honum. Þá var skotið blysi að mér sem sprakk fyrir ofan mig með miklum hvell og búlinn brunaði í burtu og voru þá mættir þama gutt- arnir úr mannráninu að taka á móti mér. “ Beinist eingöngu að vitnun- um Lögregla var kölluð á svæðið og „Þá var skotið blysi að mér sem sprakk fyrir ofan mig með miklum hvell." yfirheyrði vitnin. Mennimir sem skotið höfðu á Jón Ingvar vom á hvít- um Mitsubislri Lancer en lögreglan hafði ekki tekið skýrslu af þeim þegar DV hafði samband við varðstjóra í gær. Móðir drengsins sem rænt var segir að engar hótanir hafi borist syni sínum enn og því virðist sem hótanir þessara manna beinist eingöngu að hugsanlegum vimum í marmráns- málinu en réttað verður í því innan skamms. Starfsfólkið ekki hrætt Verslunarstjórinn Jón Ingvar sagði í samtali við DV skömmu eftir árásina að þótt þessir menn héldu að starfsfólkið í Bónus væri óttaslegið yfir þessum hótunum væri það al- rangt. Þrátt fyrir að starfsfólkið í Bónus láti engan bilbug á sér finna og óttist mannræningjana og kumpána þeirra ekki, var þungt í Herði Jóhannessyni yfirlögregluþjóni þegar DV ræddi við hann um málið í gær. Hann segir að vitni njóti sérstakrar verndar í lög- um sem nýverið voru sett og það sé alvarlegt í lýðræðis- og réttarríki að fólki, sem sinnir borgaralegri skyldu sinni, sé hótað eða beitt ofbeldi. Allir lausir nema einn Allir þeir sem tóku þátt í mann- ráninu í september ganga lausir, fyr- ir utan einn. Höfuðpaurinn Axel Karl Gíslason situr á Litla-Hrauni. Einhveijir af félögum hans munu þó líklega sameinast honum í vistinni á Hrauninu innan skamms eða eftir að dómur felfur í mannránsmálinu. andri<s>dv.is Sex handteknir í Lindahverfi Fíkniefnadeild Lögreglunnar í Kópavogi réðst til húsleitar í Linda- hverfi rétt fyrir miðnætti á fimmtu- dagskvöld vegna gruns um frkni- efnamisferli. Grunurinn reyndist á rökum reistur og voru sex manns á milli tvítugs og þrítugs handteknir eftir leitina en í henni fundust ríf- lega 200 grömm af fíkniefnum. Var þar aðallega um að ræða hass, en einnig amfetamín og sterar. Fjórum var sleppt fljótlega eftir leitina en tveir mann anna játuðu að eiga efnin. Þeim var síðar sleppt að loknum yfirheyrslum. Fyrir rúmum mán- uði síðan voru fjórir handteknir eftir að lögreglan gerði hús- leit í vesturhluta Kópavogs vegna gruns um sömu brot. Fíkniefnaleitar- hundur Aðstoðaði fikniefnadeild Lög- reglunnar í Kópa- vogi við leitina. þeirri leit kom í ljós að húsráð- endur höfðu undir höndum rúmlega 60 e-töflur, 100 steratöflur og of- skynjunarsveppi. Einnig var lagt hald á kannabisefni og am- Hass Töluvert magn af c , . hassiogöðrumfíkniefn- fetamin en um fannst i Kópavogi magn þess talið skipta tugum gramma. Fíkniefnahundur Toll- gæslunnar aðstoðaði við báðar leit- irnar. gudmundur@dv.is Stefán frekar en Steinunni Reykvíkingar treysta Stefáni Jóni Hafstein mun betur en Steinunni Valdísi Óskarsdóttur til að verða næsti borgarstjóri sam- kvæmt könnun sem Frjáls versl- un gerði fyrir vefsvæðið heim- ur.is. Af þeim sem tóku afstöðu treystu 67 prósent Stefáni Jóni betur en um 33 prósent Stein- unni. Lítill munur er á afstöðu kynjanna. Þó hafði Stefán Jón litlu meira fylgi meðal kvenna. Stuðningur við Stefán Jón var mun meiri en við Steinunni hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Framsóknarflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.