Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er á landinu til að fylgja eftir fyrstu skáldsögu sinni, í fylgd með fullorðnum. Sagan hefur fengið af- spymugóða dóma, en Steinunn, sem er ekki allsendis óvön sviðsljósinu, veit varla hvaðan á hana stendur veðrið og finnst orðið nóg um fjölmiðlafárið. Hún er þó að vonum ánægð með móttökurnar. Steinunn hóf að skrifa bókina fyrir þremur árum en lauk við hana í Los Angeles þar sem hún er búsett með unnusta sínum, Stefáni Karli Stefáns- syni leikara, og tveimur dætrum þeirra. Við Steinunn Olína ákveðum að tíunda ekki sérstaklega efni bókarinnar, en henni þykir vænt um að heyra að mér fannst bókin skemmtileg og í henni mikil hlýja og jafnvel galdur. „Já, takk fyrir það,“ segir hún. „Ég er auðvitað ánægð ef bókin gleður lesand- ann, en mér líður svolítið eins og ég sé í frjálsu falli með þetta allt saman. Þetta er glæný reynsla, en mjög skemmtileg." Steinunn hefur búið í Los Angeles í tæpt ár og komið sér fyrir í litlu, sætu húsi með bakgarði, rósarunnum og hvítri girðingu í kring. Húsið minnir á breskt „cottage" og samhliða því að fjölskyldan var að aðlagast nýjum að- stæðum var Steinunn á ferð með tölv- una innan girðingarinnar og skrifaði ýmist í garðinum, bílskúrnum eða inni í húsinu sjálfu. „Það fer allt eftir veðrinu, það er nefnilega oft kalt á kvöldin," út- skýrir hún. Með stjörnum í LA Steinunn segist ekki alltaf vera að rekast á frægt fólk í LA, en hefur samt anað beint í fangið á Jamie Lee Curtis og séð marga fræga á ferli. „Ég viður- kenni að það var svolítið magnað „mó- ment'1 að rekast á Jamie. Ég var samt aðallega hissa á því hvað hún var stór. Hún er örugglega einn og níutíu á hæð. Svo hef ég líka beðið á rauðu ljósi við hliðina á Jack Nicholson," segir Stein- unn sem vill samt ekkert vera að gera of mikið úr þessu. Eru einhverjir frægir íþínu hverfí? „Ja, innan hverfisins eru náttúrlega svona „lókal“-pöbbar og veitingastaðir og það kemur fyrir að frægt fólk stingur þar inn nefi. Þá hugsar maður auðvitað með sér, ó, ætli hann búi í þessu hverfi? Meira veit ég svo sem ekki um það.“ Steinunni líkar vel í Los Angeles en segist ekki hafa kynnst fólki mjög per- sónulega, ekki enn að minnsta kosti. „Ég hef samt oft lent í mjög skemmtilegum samræðum við fólk. Vitneskja þess um ísland er ekki mikil og margir sem hafa aldrei hitt íslendinga fyrr og vita ekkert hvar landið er í heiminum. Mér finnst það ofureðlilegt. Fólkið sem á búðina þar sem við verslum spurði okkur til að byrja með í hvert skipti sem við komum hvaðan við værum. Nú eru þau hætt að spyrja um það en spyrja í staðinn hvern- ig veðrið sé á írlandi. Mér finnst það allt í lagi og er ekkert að leiðrétta það.“ Kanadamenn sýna Regnboga- börnum áhuga Sambýlismaður Steinunnar, Stefán Karl, sem nota bene bað hennar í beinni útsendingu hjá Sirrý í vikunni, er með ýmis verkefni í bígerð. Steinunn segist taka þátt í þeim góðu verkefnum af lífi og sál. „Kanadamenn hafa sýnt mikinn áhuga á verkefni eins og Regnboga- börnunum á íslandi og beðið Stefán liðsinnis í að koma þessu módeli á í Kanada. Það finnnst okkur mjög spennandi og stór fyrirtæki í Kanada hafa lýst sig reiðubúin að styrkja þetta. Stefán er líka að leita fýrir sér með hlut- verk og er með frábæran umboðsmann sem vinnur vel fyrir hann. Hann mætir af og til í áheyrnarpróf og aldrei að vita nema það skili einhverju. Umboðs- maðurinn hans er hörkukona á miðj- um aldri sem þekkir þennan heim út og inn.“ Einhverjir þekktir sem hún hefur komiö á framfæri? „Það er leyndarmál." En var ekki svolítiö amerískt að fá bónorö íbeinni? „Jú, ægilega amerískt, en kannski ekki eins rómantískt og maður gæti haldið þar sem við verðum að gifta okkur til að fá græna kortið." Aðgát skal höfð... Dætur Steinunnar, Elín ijögurra ára og Bríet níu ára, taka þátt í ævintýrinu með foreldrum sínum og stunda skóla og leikskóla í LA. „Þær hafa aðlagast vel þó að Bríet sakni auðvitað vina sinna á íslandi," segir Steinunn. „ILA eru krakkar ekkert á ferðinni einir og sér og þarf að skipu- leggja með nokkurra daga fyrirvara að fá leikfélaga í heimsókn. Það eru vissu- lega viðbrigði fyrir hana. Elín er á leik- skóla nokkra tíma á dag en við erum með kúbverska heimilishjálp sem talar spænsku þannig að hún er að verða þrítyngd." I bókinni sinni fjallar Steinunn Ólína einmitt um bernskuna en hún telur að lengi búi að fyrstu gerð og að fullorðnir vanmeti oft hversu næm börnin eru. „Þau sjá lengra en nef þeirra nær. Það er með börnin eins og dýrin. Kettir og hundar koma og hugga eigendur sína þegar þeim líður illa. Eins er með börnin, þau hafa hárfína tilfinningu fyrir því sem er í gangi og sjá auðveld- lega undir yfirborðið. Þess vegna er svo nauðsynlegt að sýna aðgát í nærveru sálar." edda@dv.is Húsið og bílskúrinn Fjöl- skyldan festikaup á forláta Kadilakk árgerð '84 sem er klæddur bláu flaueli að innan. Bríet og Elín Upplifa eevintýrið með mömmu c pabba. Hér í Disneylandi. Varúð Að sjálfsögðu varð að vara við fljúg- andi nornum við húsið. OANGER V L°W FLYING > \ WITCMES A Ritstörf í bíiskúrnum Bil- skúrinn hefur verið innrétt- aðursem vinnuaðstaða og lerofsalega kósí. Bakgarðurinn Steinunn ersér- staklega ánægð með bakgarðinn og rósarunnana. Hrekkjavaka Fjölskyldan er að aðlagast Ifinul Bandarikjunum og hélt að sjálfsögðu hrekkjavok- una hátiðlega. Mæðgurnar bjuggu sig sem vamp■ irur að ósk stelpnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.