Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Fréttimfy Andropov kjörinn aðalritari Kommúnistaflokksins I dag Á þessum degi árið 1982 tók Yuri Andropov við völdum í Sovétríkjun- um þegar hann var kjörinn aðalritari Kommúnistaflokksins. Þetta gerðist tveimur dögum eftir að Leonid Brezhnev, fyrrverandi leiðtogi flokks- ins, lést. Andropov var fæddur í Rússlandi árið 1914. Strax þegar hann var sextán ára var hann orðinn virkur í Komm- únistaflokknum. í síðari heimsstyij- öldinni leiddi hann hóp sérsveitar- manna sem starfaði innan svæðis nasista. Framganga hans í stríðinu vakti athygli og varð til þess að hann fékk ýmsar stöður þegar stríðinu lauk. Meðal annars var hann skipaður sendiherra í Ungverjalandi árið 1953. Árið 1956 sannaði hann hollustu sína gagnvart flokknum þegar Ungverjar gerðu uppreisn. Andropov blekkti for- sætisráðherrann sem varð til þess að sovéskir skriðdrekar komust nánast óáreittir inn í landið. Affek Andropovs í Ungverjalandi kom honum aftur til Moskvu þar sem hann hélt áfram að klífa metorðastiga Kommúnista- flokksins.Árið 1967varhannskipaður yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB og gegndi því starfi allt til 1982. Valdatíð Andropovs var ekki löng, en þó viðburðarík. Hann gerði tilraun áriö 1967 fluttu síðustu tíu íbúarnir úr Flatey á Skjálfanda. Nokkrum árum áöur bjuggu þar um hundrað manns. til að rífa efnahag landsins upp, tók á spillingu innan flokksins og réðst gegn útbreiddum alkóhólisma meðal íbúa. í utanrQdsmálum átti hann í hörðum deilum við Bandaríkjamenn, en þar var Ronald Reagan við völd. Frá 1983 átti Andropov við mikil veikindi að stríða og hann lést þann m'unda febr- úar 1984. Arftaki hans var Konstantin Chemenko. Úr bloggheimum Bölvaðir apar! „Mikið væri ég tii í að vera 8 ára og byggja snjóhús. Þegar maður var lltill hlakkaði maður til sumarsins þegar það var snjór og maður hlakk- aði til vetrarins þegar það var sól. Það var ekkert skemmtilegra en þegar fyrsti snjórinn kom. Meö árunum varð maður samt stressaður fyrsta snjó- daginn yfir þvl að strákarnir myndu kaf- færa manni þegar maður kæmi I skól- ann. Þessir bölvuðu apar.“ Alma Joensen - citizencru.blogspot.com Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Stækkum flugvöllinn - og þurrkum tjörnina upp Flugvallarunnandi skrifar: Nóg finnst mér komið af umræð- um um flutning flugvallarins, smækk- un hans eða eyðileggingu. Ég segi að nú sé tími til að venda kvæði í kross Lesendur og snúa til sóknar. Það er tjörn þama niðri í bæ sem hefur þann tilgang ein- an að vera gróðrarstía skíts og drullu sem kemur af fuglum þeim sem hana sækja. Þetta er ógeðslegt mýrarvatn sem var leitt þangað í hallæri þar sem ekki vom til ráð við að fá allt þetta vatn út í sjó. En nú höfum við tæknina svo ég legg til að tjörnin verði þurrkuð upp. Þannig gætu borgaryfirvöld náð enn meira landi undir byggingar. Ég sæi Háskólann vera vel settan með góðu athafnarými á þeim stað sem tjömin flæðir yfir nú. BESHBU9H Einnig væri hægt að leggja Hring- brautina í stokk, lengja norður-suður flugbrautina yfir hana og þannig gera Reykjavíkurflugvöll að góðum milli- landaflugvelli sem gæti enn frekar ýtt undir hagsæld Reykjavíkurbúa. Allir vita að sveitarfélögin á Suðumesjum lifa góðu lífl á þeim flugvelli sem þar er og mér finnst tími til kominn að við Reykvfldngar fáum eitthvað af þeirri köku. Landsins mesta ún/al af amerískum ísskápum með eða án klakavélar. Hvítir, svartir eða stál Verð frá kr. 128.900.- tneö klakavél------------------ f • ir - ' , í: * Ú) Mt ! 51 J , i £4;.. ’’ K® ' ’M 30" ELFUNK-LCD skjár AGTV3008 32" ELFUNK-LCD skjár AGTV3208 Magnari - Utvarp - DVD spilari 700 W.CD/DVD, VÍdeol (Rear AV), Video2(rear AV), FM/AM (JPEG & MP3) Sound Effect XTS, XTS Pro, DTS, Dolby Digital, Dolby Prologic, Dolby Prologic II DSP Souncf mode, 2Ch Stereo o.m.fl. 49.900- Upplausn: WXGA 1366x768 Skerpa: 600:1 27' ELFUNK-LCD skjár AGTV2708 mr * 6904~* Kreditkort: kr. 51,397,- Afborgunarverð: kr. 53.393.- 138.900.- Upplausn: WXGA1366x768 Skerpa: 600:1 78.900.- Uppiausn: WXGA 1280x720 Skerpa: 600:1 LG RflFTeJÍIUERZLUNÍSLflNDSff 'ood -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • ri@ri.is *kr.150.- greiðlsugjald bætist við . hverja greiðslu. Opið laugard. 11:00 -16:00 Ballerínan segir Ungir, heimskir Bretar Ég bý í London. Flutti þangað fyr- ir rúmu ári til að mennta mig í dansi og leikhús- listum og leita frama á sviði. Ég hélt að Englend- ingar væru svipaðir okkur en það er öðru nær. Meðalmaður- inn veit ekki einu sinni hvar ís- land er. Ég fæ viðbrögð við þjóðerninu líkt og ég væri frá Narníu. Fyrstu vikuna sýndu skólafélagarnir mér símana sína og tölvurnar og sögðu hægt: „G- S-M-SÍMF' og „FAARTÖLVAA". Ég er frá fslandi, ekki 1940. Ég get aðeins réttlætt heimsku þeirra með aldri. Meðalaldurinn í skólanum er aðeins 19 ár (og það verður að segjast, að Bretar eru mjög seinir). Þeim finnst 25 ára ég ótrúlega gömul. Eitt sinn komu tvær stelpur upp að mér í tíma: „Svava, segðu Lucy hvað þú ert gömul." „25 ára," svaraði ég. „Sko, ég sagði þér það," sagði hún og sló létt í Lucy. „Vá, þú hefur virkilega haldið kúlinu þínu!" sagði Lucy þá. Eftir þetta varð ég einhvers konar goðsögn í skólanum. Fór á endanum til eins skólastjórans (hef 3). Enginn veit hvað hún er gömul því: 1. Hún hefur verið dansari alla ævi og 2. Maðurinn hennar er lýtalæknir. Spurði hvort ég gæti ekki verið yngri á orði. „Elskan mín, í þessum geira ljúga allir. Vertu bara 21 árs. Ég er búin að vera það svo lengi að ég á börn sem eru eldri en ég,“ sagði hún. Þannig var aldursmálið leyst. Nú verð ég 21, allavega þar til dóttir mín nær þeim aldri. Svo sé ég til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.