Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 39
PV HeJgarþlgfi mmmjmmmw5 3? Hér er á ferðinni tækni sem sumir ættu að prufa yfir helgina. Best er að upplifa hana og finna hvort hún beri árangur. Lita- hugleiðsla er góð aðferð til að losna við neikvæðar tilfinning- ar, sérstaklega óttann. Dragðu andann djúpt með lokuð augun og láttu litina síga niður um þig. Byijaðu á hverj- um lit á höfðinu, flyttu þig síðan neðar og neðar í huganum, brjóst, magi, mjaðmir, fætur og endaðu á tánum. Mikilvægt er að vera ein/n og slaka á þegar litahugleiðslan fer fram. Þetta tekur ekki langan tíma og þú endar á því í huganum að þú stendur á toppi píramídans, í fullkomnu frelsi og sælu með sjálfinu. 1. Leggstu niður eða sittu þægi- lega. 2. Imyndaðu þér að þú standir við rætur pframfda og fyrir framan þig og ofan liggja sjö þrep f sjö litum. 3. Þú gengur hægt upp eftir þeim, þrep fyrir þrep. 4. Hvert þrep hefur lit. Byrjaðu á rauðum (mikil orka) og njóttu þess að verða rauð/ur. Blár er næstur (ástin). Gulur (gleði) er þriðja þrep- ið. Grænn (þalddæti, andleg næring) tekur síðan við. Appel- sínugult (gáfur, hugljómun) er kjörið að upplifa huglægt þar næst. Fjólublár (lækningarmátt- ur, vemd) er mikilvægur eftir það, Indigóblár (eflir orku- streymið) ætti að vera efsta þrepið. Guðrún Anna Magnúsdóttir er læröur grafískur hönnuður sem áður hét að vera auglýsingateiknari en auk þess er hún framkvæmdastjóri Auglýsingastofu Guðrún- ar Önnu sem hún hefur rekið í 17 ár. Okkur lék forvitni á að vita hvaða mann hún hefur að geyma og fengum góð ráð hjá henni fyrir ungar athafnakonur. Þá má ekkert út at bregða ef vel skal ganga „Eftir stúdentspróf fór ég í Mynd- lista- og handíðaskólann og útskrif- aðist þaðan sem grafi'skur hörmuður árið 1987. Ég og mitt góða samstarfs- fólk erum sífellt að fást við skemmti- leg og krefjandi verkefni. Um þessar mundir emm við meðal annars að hanna umbúðir utan um vörur sem koma f búðir fyrir jólin ásamt ýms- um bæklingum og auglýsingum. Eins emm við farin að undirbúa her- ferðir sem fara munu af stað seinni part vetrar,“ segir hún og heldur blaðamanni við efnið með góðri nærvem og auðskildum svömm. Sjálfstæð kona á uppleið „Ég byijaði að vinna sjálfstætt þegar fyrra bamið mitt var nýfætt. Ég var nýbyrjuð í bameignarfríi þegar mér var sagt upp störfum á auglýs- ingastofunni sem ég vann á þá, ásamt fleiri teiknurum vegna sam- dráttar. Þá var ég 25 ára. Við nýbúin að festa kaup á íbúð og frekar blönk. Ég beit það í mig að ég skyldi komast áfram og ná að sjá fyrir mér með auglýsingateiknun og síðan þróaðist það í algjöra þrjósku við að reka og byggja upp Auglýsingastofu Guðrún- ar Önnu. Ég starfaði lengi sem ein- yrki undir þessu nafni en fyrir nokkmm árum fór ég að bæta við mig fólki og núna emm við sex sem vinnum á auglýsingastofunni. Þar af fimm í fuliu starfi,“ útskýrir hún og það er áberandi í fari hennar að hún ergefandiog góð. Konur og viðskipti Þau ráð sem ég vil gefa öðmm konum sem em að byija rekstur er að færast ekki meira í fang heldur en þær ráða við í byijun, byggja frekar upp. Svo er þetta spumingin um þol- gæði, gefast ekki upp þó það taki lengri tíma að byggja upp fyrirtækið en búast hefði mátt við. Verið konur en verið ekki alltaf að hugsa um að þið séuð konur. Hugsið ykkur sem einstaklinga, berið virðingu fyrir TAROTLESNING sjálfum ykkur og því sem þið emð að gera, þá mun umhverfið líka bera virðingu fyrir því," segir þessi ein- læga kona sem talar af reynslu og einlægnin skín úr augum hennar. „Ég held að reksturinn hjá mér hafi gengið í öll þessi ár vegna þess að ég byggði hann upp smám saman. Ég byrjaði smátt og keypti mér tæki og tölvur eftir því sem þetta fór að gefa meira af sér. Sumir byrja á því að taka lán og kaupa allan búnað í bytj- un og ráða fullt af fólki en það er að mínu mati of áhættusamt. Þá má ekkert út af bregða svo fýrirtækið fari ekki á hausinn. Ég hef stundað tals- verða kynningarstarfsemi á stofunni í gegnum tíðina en fyrst og ffernst hef ég passað upp á það að vinnan og þjónustan sé alltaf fyrsta flokks, þannig helst viðskiptavinurinn ánægður og kemur aftur og aftur." Raunveruleg hamingja „Það sem er mikilvægast fyrir mig er að fólkið í kringum mig sé ham- ingjusamt og ég sjálf auðvitað líka. Fjölskyldan skiptir mig miklu máli. Ég á tvö frábær böm á unglingsaldri og yndislegan mann. Þetta er fólkið sem ég vil eyða sem mestum tíma með. Auglýsingastofan og lífið í kringum hana er mér ákveðin ástríða. Ég er sennilega ein af þeim sem hugsa um vinnuna allan sólar- hringinn vegna þess að þetta er líka mitt áhugamál. Fjölskyldan mín get- ur stundum fengið nóg af því,“ segir hún brosandi og spjallið heldur áfram: „Þegar ég er ekíd með kjarna- íjölskyldunni eða í vinnunni hitti ég oftast foreldra mína og systur og svo vinkonur mínar í saumaklúbbum." "Ég lít björtum augum á ffamtíð- ina og sé fýrir mér að auglýsingastof- an dafni. Þó svo að ég stefní ekki endilega á að þetta verði stærsta stofan á markaðnum þá vona ég að styrkur hennar á markaðnum haldi áfram að aukast," segir Guðrún Anna geislandi falleg og vonandi ánægð með tarotspá Helgarblaðsins enda bjartir og góðir tímar ffamundan hjá henni. Framtíðarspá Guðrúnar Önnu Sjónum erbeintað Guðrúnu Önnu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Töframaðurinn G uðrún Anna sækir and- legan og likamlegan mátt ómeðvitað til æðri máttarvalda og á sama tíma úr umhverfi sinu. Tæra vitund hennar er hennar andlegi grund- völlur og orkuflæðið hjá henni er gott og öflugt. Sjátfsöryggi, skipulag og agi ein- kennirþessa fallegu konu. Hún mun vafa- laust virkja drauma sina samhliða gjörðum sínum. Vitsmunir, vilji og hennar ómældi hæfileiki í mannlegum samskiptum mun koma henni á áfangastað. XXI - Heimur- inn Hún veit innra með sér að þar sem kærleikur- inn fær biómstrað þar mun rlkja jafnvægi og hérnýtur hún full- komins kærleiks sam- hliða spili þessu. Verk- efni einhverskonar er að Ijúka og farsæld erínánd.Hringur nær endum saman og Guðrún Anna fyllist afkraftiog orku sem ýtir undir jafnvægi hennar og vellíðan. Hún mun upplifa ómælda ánægju og gleði sem smitar vissulega út frá sér og það á vel við vinnustað hennar. 4 sverð Þrátt fyrir miklar annir og oft á tið- um stress virðist Guðrún ná endum saman með skipu- lagi, krafti og óbilandi dugnaði. Hér er henni hins- vegar ráðlagt að hvlla sig endrum og eins og þegar tími gefst. Hún ættiað hlusta betur á likama sinn og huga velað eigin áhugamálum og ekkisiður heilsunni. Llf Guðrúnar ein- kennist afhraða sem er afhinu góða ef hún gefur sér tíma fyrir eigin þarfir. Hún ætti að næra sálslna og llkama með því að hvíla öldurót hugans og finna hina djúpu kyrrð sem rlkir á orkusviði hennar. Emilía Björg Óskarsdóttir (Nylon er 21 árs í dag. „Hér er ábending til stúlkunnar að huga betur að ástvinum (fjölskyldu) af einhverj- um ástæðum. Annars hefur hún nýverið upp- lifað breytingar og þá I sér í lagi innra með sér sem efla hana tilj að takast á við framhaldið," segír í stjörnuspá hans. Emilía Björg Óskarsdóttir Vatnsberinn (20. yan.-;&/e(>r.j Þú átt það til aö láta bæði um- hverfi þitt og fólk ákveða viðbrögð þín af einhverjum ástæðum hérna. Yfir helgina ættir þú ekki að gleyma að þér er gefið valfrelsi. Fiskamir (?9. febr.-20. mars) Þú munt endurnærast ef þú tekur það rólega á meðal vina og fjöl- skyldu og ferð milliveginn i því sem þú tekur þér fýrir hendur þessa dagana. Hér kemur að sama skapi fram að þú býrð yfir metnaði og óbilandi trú á eigin getu kæri fiskur. Hrúturinn (21.mars-19.aprn) —————————————— Nýjar fréttir sveima hér (kring- um stjömu þína og þú ættir að svara áreiti annarra fullum hálsi þegar þér liður þannig og á það við nóvember mánuð en að sama skapi ættir þú ekki að láta umhverfið/fólkið (kringum þig hafa of mikil áhrif á hjarta þitt og tilfinninga- flæði. NaUtÍð (20. apríl-20. mal) Dagarnir framundan verða ró- legir og þú munt njóta samverunnar með þeim sem þú berð hlýjar tilfinn- ingar til. Ef þig dreymir þessa dagana ættir þú að reyna að muna þá og jafn- vel skrifa þá niður um leið og þú vaknar af einhverjum ástæðum. Tvíburamir g? . mal-2l.júnl) Ekki láta afbrýðisemi stjórna gjörðum þínum. Þú býrð nefnilega yfir miklum styrk sem hjálpar þér að gera þér grein fyrir því að þú ert ekki knúin/n til að berjast um viðurkenningar frá öðru fólki. Krabbinn(22.ji)n/-22.jú/o Ekki taka á þig skyldur sem þú ræður ekki við og hefur hreint ekki áhuga á að takast á við. Hugaðu að þér eingöngu og hlustaöu gaumgæfi- lega á þarfir þinar kæri krabbi. PLjÓnið Qljúll- 22. ágúst) Ekki leyfa afbrýðissemi að eyðileggja fyrir þér annars góða helgi. Ef þú finnur fyrir orkuleysi er ástæða fyrir þv(. Hugaðu vel að heilsu þinni og nýttu frftíma þinn vel. Meyjan /21. ágúst-22. sept.) — Temdu þér háttvlsi og virtu líöan þeirra sem þú elskar kæra meyja. Þú finnur eflaust að orka þln margfald- ast ef þú stjómar henni til góða. Hug- aðu vel að náunganum. Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú ættir að bíöa róleg/ur eftir lausn sem er bæði einstök og jafnvel furðuleg varðandi eitthvað mál sem tengist stjörnu þinni þessa dagana. Sporðdrekinn w.okt-úuóv.) Byrjaðu á eigin tilfinningum áður en þú setur út á gjörðir annarra eru einkunnarorð til þín yfir helgina. En einnig kemur fram að þú sérð oft ómeövitað það sem aörir sjá ekki(góöur kostur sem þú mættir nýta beturfram- vegis). Bogmaðurinn/22.míl'.-2;.<te.j Atburðir helgarinnar efla þig sem einstakling á margan hátt og ýmis smáatriði sem þú upplifir munu án efa upphefja þig mun hærra en þig órar fýrir. Steingeitin/22.<fe.-;9.jan.j Þú virðist jafnvel vera ósátt/ur á einhvern máta (óánægja) þegar stjarna steingeitar er skoðuð hér. Kraft- ur þinn mun aukast með hverjum degi hér eftir ef þú eflir innra jafnvægi þitt. SPÁMAÐUR.IS «1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.