Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Blaðsíða 26
26. WmmmJZNÓVEMBMlOQS tiajgsÉM pv Ásgeir Kolbeinsson, dagskrárstjóri FM 957 og Popptíví, er einn heitasti piparsveinn bæjarins. Hann er samt ekkert að flýta sér og bíður rólegur eftir hinni einu réttu. Enda veit hann hvað raunveruleg ástarsorg er. Ásgeir hefur upplifað margt og allir virðast hafa skoðun á honum. Fáir vita þó hversu náinn Ásgeir er syni sínum, ívan Degi, og hversu einlægur hann er. Hann er ekki maður sem fer í felur með tilfinningar sínar. Hann er hinn mjúki maður. Metró. „Ég hef algjörlega tvö andlit, sýni það andlit sem fólk sér á mér á síðum blaðanna og er svo allt annað andlit í vinnunni eða heima hjá mér,“ segir Ásgeir Kolbeinsson dagskrárstjóri. Ásgeir segir það vera kost að kunna að lesa fólk og er á því að hann fari í ákveðið hlutverk sem eigi við í hvert sinn. „Það gerir það að verkum á mótí að fólk sér mig eingöngu á djamminu eða á síðum blaðanna og hefur mest gaman af því að lesa um þegar maður misstfgur sig," segir hann og hlær. Ásgeir á virkilega góða vini sem hafa staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt, og hann er mjög þakklátur fyrir það fólk sem hann á í kringum sig. „Það er ekki sjálfsagt mál að eiga góða að," segir hann og bætír við að það sé einmitt fólkið sem þekki hann hvað best. Ásgeir hefur engan áhuga á því að allir viti hvemig hann er. Hann segist vera viðkvæmur og taka hlutína mikið inn á sig. „En það er líka alveg ógerlegt að þóknast öllum," segirhann. Hann upplifir það oft að fólk sé búið að dæma hann fyrirfram og að hann komi fólki á óvart þegar það kynnist honum. „Vá hvað þú ert allt öðmvísi en ég hélt," segir hann að séu ekki óalgeng viðbrögð frá fólki þegar það kynnist honum. Ásgeir fær sér sopa af kaffinu og brosir út í annað áður en hann bætir við að hann líti á sig sem úrræðagóðan vin. „Ég held að ég sé vinur vina minna. Já, og traustur, skipulagður og vinnu- samur ijölskyldumaður. Sumir sýna „Afþví ég veit hvað ást er og hvað það þýðir að vera í ást- arsorg veit ég hverju ég er að leita að þegar kemur að ást- armálum." aðeins vissar hliðar á sjálfum sér og þeir einir sem þekkja mann vita hvemig maður í raun og vem er. Ég er mjög viðkvæmur þótt ég beri það ekki með mér og það skiptir mig máli hvað öðrum finnst um mig. Ég á það til að reyna að hafa áhrif á fólk og hegðun mín mótast í samræmi við væntíngar fólks til mín," segir hann og lítur hreinskilnislega upp. Þolir ekki slúður „Ég þoli ekki slúðurblöð og finnst ekkert ömurlegra en að opna þau og sjá enn eitt ruglið sem verið er að skrifa um mig," segirÁsgeir íbygginn á svip. Lmynd hans er þess vegna í margra augum sú að hann sé djamm- fflcill sem vefji stúlkum um fingur sér, helst til að fara illa með þær. „En það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu," segirÁsgeir. Ásgeir viðurkennir einnig að hann getí orðið væminn en það sé nokkuð sem þóttí ekki mjög karlmannlegt hér í eina tíð. „Karlmenn gefa jafnan þá mynd af sér að þeir séu töff en þegar á reynir eru þeir viðkvæmir innst inni og gera allt sem þeir geta til að koma í veg íyrir að aðrir sjái þá hlið þeirra. Ég er ekkert öðmvísi en aðrir, mjúkur að innan." Ásgeir segist vera meðvitaður um sjálfan sig þegar hann er innan um fólk og spá heilmikið í það hvémig hann eigi að hegða sér í það og það skiptið. Pabbinn Ásgeir Kolbeins FöðurhLutverkið er Ásgeiri afar mikilvægt og það skín af honum þegar minnst er á sólargeislann í lífi hans, ívan Dag. „Ég mundi aldrei skipta á neinu í heiminum og syni mínum og þeim kærleika sem ég ber til hans og hann tíl mín. Þetta er hreinasta ást sem hægt er að upplifa, það er einhvem veginn ekki hægt að skýra það út fýrir þeim sem eiga ekki bam." í byrjun hræddi það hann að verða faðir, enda fýlgir því mikil ábyrgð að ala upp bam. „Sonur minn verður þriggja ára í janúar og ég nýt þess í botn að eiga stundir með honum. Það er svo mikil ást á milli okkar og ég segi honum það öllum stundum hvað ég elska hann mikið," segir hann og ljóm- aríframan. Á kvöldin hefur hann vanið sig á það að fara með faðirvorið með syni sínum áður en hann fer að sofa. Þegar foreldmm líður vel líður bömunum vel lflca, og Ásgeir segir að það sé ótrú- lega gott samband á mUli hans og móður drengsins. „Ég er mjög þakklátur fyrir það hvað hún heáir reynst mér vel og ver- ið góður vinur, enda finn ég það vel á ívan Degi hvað honum h'ður vel þegar sambandi okkar er þannig háttað," segir Ásgeir óhræddur við að tjá til- finningar sínar til sonar síns ívans Dags sem gefur honum svo mikið. Er metró og hugsar um útlitið Orðið metró er orð sem hefur fýlgt Ásgeiri í þó nokkum tíma, bæði sem jákvætt og neikvætt. „Já, ég er metró í þeirri merkingu sem það er í dag. Fyrir einhverju síðan þóttí metró vera hallærislegt og menn vom nánast taldir samkynheigðir. Ég hugsa um útlitíð, ég spái í föt og vil líta vel út,“ segir hann og fær sér meira kaffi. Heldur síðan áffam: „Ég pæli lflca mildð í lykt og ég held ég hafi ofurlyktarskyn og lyktarminni, ef ég finn vonda lykt man ég hana í langan tíma, en að finna góða lykt af konu er eitt af því kynþokkafyllsta sem ég veit og ég legg mikið upp úr því að lykta vel sjálfur og vera hreinlegur." Hann er með viðkvæma og þurra húð og álcvað að lcynna sér lcrem fýrir herra og segist ekkert skammast sín fyrir það að nota krem. „Krem em al- veg eins fýrir karlmenn eins og konur: Karlmenn þurfa að hugsa um húðina eins og konur." Ásgeir notar bestu sjampóin sem hægt er að kaupa hverju sinni og bestu raksápu sem hægt er að fá. „Fyrir mér er að vera metró að líða vel með sjálfum sér og pæla f útlitinu," segir Ásgeir sem heldur að metró- maðurinn sé að verða jákvæð ímynd fýrir karlmenn sem hugsa um útlitíð, húðina og sjálfa sig rétt eins og konur. Upplifði mátt bænarinnar Trúin hefur verið feimnismál hjá þjóðinni, hún er eitthvað sem fólk er ekki tilbúið að tjá sig um opinberlega og varla í góðra vina hópi. „Já, ég er trúaður, sumt er ég mjög trúaður á og annað minna trúaður á. Ég trúi á líf eftir dauðann og trúi á æðra vald, trúi því að allir hafi sinn til- gang í h'finu, og er mjög andlega sinn- aður. Mín reynsla er sú að ef þú send- ir jákvæðar hugsannir út þá upp- skerðu jákvæðni. Það þarf að koma rétt fram til að geta þroskað sálina þó að það misjafnt hjá fólki hvað það tel- ur vera rétt," segir Ásgeir og útskýrir að Guð sé ekki einhver persóna sem hann trúir. á, heldur æðra vald og það góða í manninum. Ásgeir segist leggja áherslu á að fólk komi heiðarlega fr am og komi vel fr am við náungann og ræktí andann í sjálfu sér á jákvæðan máta. Honum finnst oft að fólk þurfi að lenda í erfiðri reynslu tíl að breyta viðhorfum sínum til sjálfs sín og náungans. „Ég fer með bænir og sendi út já- kvæðar hugsanir og bið um það sem ég vil að gerist," útskýrir Ásgeir. „Ég hef upplifað það sjálfur að hafa beðið og trúað og fengið það sem ég bið um. Hver sem það er þama úti, Guð eða æðra vald, þá trúi ég að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.