Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 3

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 3
XLIX. ARGANGUR NR. 12-13 REYKJAVIK, JUNI 1954. PALL ZÓPHÓNÍASSON: Útlitsgervið og erfðaeðlið Nokkrar umræður hafa orðið' um grein Jóns bónda Sigurðssonar i Yztafelli, um bókvitið og askana. í orðahnippingum þess- um hefur ýmislegt verið sagt, sem höfund- ar mundu gjarnan viljað hafa látið ósagt, þegar mesti bardagahitinn er farinn úr þeirn. Ekki ætla ég að blanda mér í téðar deil- ur né vera sáttasemjari milli manna. Þó vil ég benda á nokkur atriði, sem ég tel að bændur hefðu gott af að hugsa um, í sam- bandi við téðar deilur. í ungdæmi mínu, fyrir og um síðustu aldamót, var allstaðar fært frá. Þá var sumarnytin talinn aðalarður ærinnar, og biiklum mun minna lagt upp úr lambinu og ullinni, sem þó voru líka hluti af árs- arðinum. Ég þekkti þá nokkra bændur, seni gerðu sér ferðir á kvíabólið til þess að spyrja mjaltakonurnar, hvaða ær þær teldu beztu mjólkurærnar. Þetta gerðu þeir af því, að undan þeim ætluðu þeir sér að velja lífhrútana, en með því hugðust þeir fá framtíðar ærnar, mjólkurlagnar og arð- samar. Þegar sauðaútflutningurinn stóð sem hæzt, byggðist arðsemi fjárins að nokkuð miklu leyti á lifandi þunganum. Sauðirnir og geldu ærnar voru seldar eftir lifandi vikt. Suður-Þingeyingar unnu þá, með kynbót- um, að því að fá sem mestan þunga skepna á fæti. Þetta töldu þeir sig að nokkru geta séð af útlitsgervinu og lögðu sig því eftir að ná þvi byggingarlagi á fénu, sem þeir töldu gefa mestan lifandi þunga. Og þeim tókst þetta. Jafngamlir sauðir úr Þingeyjarsýslu voru til muna þyngri en sauðir úr öðrum byggðarlögum. En þetta höfðu þeir gert of

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.