Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 4

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 4
172 FREYR einhliða. Féð hafði lága kjötvikt, miðað við lifandi þunga, vantaði stælingu í alla vöðva, svo að hrútum gekk illa að lemba, og ám að bera, það hafði siginn, linan hrygg og oft mikinn baggakvið og mör. Þegar útflutningur sauðanna hætti, hefði mátt ætla, að breyting hefði orðið á kyn- bótastefnu Þingeyinga, en henni seinkaði, vafalaust mest af því, að lengi eftir að sauðaútflutningurinn hætti héldu kaup- menn áfram að kaupa fé á fæti, og var verðið þá oft miðað við lifandi þungann. Nú er Jlestum Ijóst, að útlitsgervið og erfðaeðlið er sitt hvað, og að erfðaeðlið verður ekki nema að mjög litlu leyti lesið af útlitsgervinu. Sé kynbótaskepna valin eftir útlitsgervinu einu, er mjög líklegt að valið mistakist. Búfjáreigendurnir þurfa því sjálfir að reyna að átta sig á reynslu skepnanna, og af henni álykta hvert erfða- eðlið sé. Þetta skilst mönnum ekki alltaf. Ég hef verið skammaður á opinberum fundi fyrir það, að vera að verðlauna kýr, sem voru „alla vega litar“. Ég ætti aðeins að verðlauna rauðar kýr, sagði Þingeying- urinn, sem var að finna að þessu. Það hefði verið auðgert, en hvort það hefði bætt arð- semi kúnna, er annað mál. Annar Þingey- ingur hefir á öðrum fundi fundið mjög að því, að 'ég skyldi vera að verðlauna hyrnd- ar kýr. Ég sagði honum þá, að vist teldi ég hornin galla, en hitt teldi ég þó mest um vert, að kýrin væri arðsöm eiganda sín- um, og með tilliti til þess, hvaða skoðun ég gæti skapað hér um það vildi ég haga dómum mínum. Einu sinni verðlaunaði ég ekki kú með ágœtt útlitsgervi, af því að hún átti til kúa að telja, sem bæði mjólk- uöu lítið og höfðu mjög magra mjólk. Eig- andinn, sem var Árnesingur, fann mjög að þessum dómi, og vildi láta útlitsgervið ráða. Hann firtist svo, að hann kom ekki á tvær næstu sýningar, sem haldnar voru í hreppnum. Stribolt réðist á sínum tíma á dóma um gripi, sem byggðir væru einhliða á útlits- gervinu, og varð lítið ágengt. Jón i Felli gerir þetta nú, þó í nokkuð annari mynd sé. Milli þessara greina og þeirra umræðna, er þær komu af stað, liggja nokkrir ára- tugir ,og á þeim hafa mörg ný sannindi í erfðafræði orðið ljós. Nú viðurkenna allir, að erfðaeðlið verður ekki nema að litlu leyti séð af útlitsgervinu, og sizt hvað snert- ir ýmsa þá eiginleika, sem arðsemi grips- ins er fyrst og fremst háð. Þetta viðurkenna nú allir. Vegna þessa eru nú haldnar af- kvæmasýningar, og þar tekið sérstakt til- lit til erfðaeðlisins. En aðkomumaðurinn, sem kemur á sýningu til að kveða upp dóma um hæfni gripanna, getur ekki þar séð annað en útlitsgervið, en verður áður og að öðrum leiðum að vera búinn að kynna sér ættir þeirra og reynslu á forfeðrunum, svo og reynsluna á hinum sýndu gripum, systkinum þeirra og afkomendum, ef til eru. Og af þeim upplýsingum verður hann að reyna að mynda sér skoðun um erfða- eðlið. En hér leggja bændurnir sjálfir grunninn. Og það er bæði til þess að brýna fyrir þeim að leggja þann grunn traustan og til þess að þeir átti sig sem bezt á erfða- eðli gripa sinna, sem ég skrifa þessa grein. Og ég endurtek: Áttið ykkur sem allra bezt á arðsemi hverrar einstakrar skepnu! Haldið skýrslur um afurðamagn þeirra! Berið saman vænleik lambanna undan einstökum hrútum, og finnið á þann hátt hver þeirra er beztur! Með slíkum athug- unum og skýrslum hjálpið þið til að upp- lýsa erfðaeðlið, en það er fyrst og fremst það, sem þarf að vera mönnum ljóst, þeg- ar kynbótaskepna er valin.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.