Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 25

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 25
FRE YR 193 Búnaðarfræðsla við alþýðuskóla Frá því hefur veriö sagt í Frey, að við vissa alþýðuskóla í sveitum hér séu starf- andi kennarar, sem veita nokkra leiðsögn í búfræðum þeim nemendum, er þess óska. Að öðru leyti hafa kennarar þe.sir beint athygli nemenda að þvi er varðar hlutverk bænda og búskapar svo sem ástæður hafa leyft. Veturinn 1952—53 voru kennarar við þrjá alþýðuskóla, er höfðu þessi hlut- verk til meðferðar, en s'ðastliðinn vetur á tveim stöðum. Félag íslenzkra búfræðikand:'data hafði forgöngu um, að þessi leið yrði prófuð og naut til þess samþykkis og aðstoðar frá f ræðslumálat krif stof unni. Leiðin er nýmæli í skólamálum hér, en hefur annarsstaðar verið reynd með ágæt- um árangri um áratuga skeið og átt sívax- andi hylli að fagna. Meira að segja-er á vissum stöðum enn lengra gengið, eins og t. d. í Svíþjóð, en þar er nú athugun og undirbúningur að því gerður að hafa bún- aðarfræðslu sem námsgrein í unglinga- skólum allt niður að 12 ára aldri. Hliðstætt er — en ekki bundið föstu skólakerfi — viðfangsefni víða um lönd með bóklega og verklega mennt í félags- legu starfi unglinga. Um árangur af umræddri viðleitni í borðsstóla, 1 straubretti, 4 eldhúskolla, 2 vegghillur, 3 ferðatöskur. — Áætlað verð þessara smíðisgripa er 35—40 þús. kr. Verðlaun úr verðlaunasjóði bændaskól- ans hlaut Jón Guðmundsson frá Eiríks- stöðum, A-Húnavatnssýslu. Sjálfur skólinn veitti tveimur nemendum verðlaun, þeim Indriða Ketilssyni, frá Ytra-Fjalli í Aöal- dal og Bjarna Gíslasyni, frá Eyhildarholti i Skagafirði. Bjarni er sjöundi bróðirinn frá Eyhildarholti, sem lýkur námi frá skól- anum. nefnda átt hér á landi skal engu spáð. Um það virðast þó skiptar skoðanir, hvort hinn stóri hópur unglinga, sem á skólabekkjum situr frá 13—16 ára aldri, skuli hljóta nokkra mola af borðum búfræðiþekkingar eða eigi. Sumir telja það fáránleg viðhorf að hyggja slíkt. Aðrir telja eðlilegt að miðla unglingum á þessum aldri nokkru af vitneskju frá vettvangi búfræða ef verða mætti að hugir þeirra hneigðust frekar inn á brautir náms á því sviði. En hvað um það. Þetta hefur verið próf- að, og meðal annars við Skógaskóla undir Eyjafjöllum, en þar hefur sami kennarinn haft þessi hlutverk til meðferðar í tvö ár og tengt fræðslu um búfræðileg efni við hlið annarra greina Til þess að sýna al- menningi hvaða viðfangsefni hafa þar ver- ið rædd, þyrfti auðvitað að rekja nokkurn vef. Það skal ekki gert hér, heldur aðeins veitt tækifæri til að álykta hvað til með- ferðar hefur verið. en ráða má það af verk- efnum þeim, sem skólinn lét nemendur fá til úrlausnar í vor við gagnfræðapróf (mið- skólapróf). Spurningarnar, sem nemendur skyldu svara, og voru einn liður í prófraun- um þeirra, fara hér á eftir: Búnaðarf ræði: 1. Hvaða embættismaður fer með æðsta vald í land- búnaðarmáium á Islandi? 2. a) Hvenær var Búnaðarfélag íslands stofnað, og b) hver eru höfuðviðfangsefni þess? 3. Hvert er hlutverk Búnaðarbings? 4. Hvenær var Stéttarsamband bænda stofnað og hver eru höfuðviðfangsefni þess? 5. Teljið upp hinar fjórar íslenzku tilraunastöðvar í jarðrækt, hvar þær eru og hvert gildi þær hafa fyrir íslenzkan landbúnað. 6. a) Hverjar eru tvær höfuðgreinar landbúnaðar í heiminum? b) Skýrið frá ástæðunum fyrir því, að einungis önn- ur þessara höfuðgreina herur iafnan verið stund- uð á íslandi? 7. Greinið frá núverandi búfjáreign Islendinga. 8. Hver var einn merkasti búnaðarfrömuður hér á landi á 19. öld. Greinið frá þrennu, er hann vann til hagsbóta íslenzkum landbúnaði. 9. Hvað er „að færa frá“?

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.