Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 26

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 26
194 FREYR 10. Hvaða korntegund ræktuðu menn eina hérlendis á þjóðveldistímanum? 11. Teljið upp þrjár kartöflutegundir, sem nú eru eink- um ræktaðar hér á landi. 12. Hvaða sex grastegundir eru algengastar í íslenzk- um túnum? 13. a) Hvaða fóðurjurtir afla sér köfnunarefnis úr loftinu? b) Með hvaða hætti gerist það? c) Greinið frá hagnýtu gildi þessa eiginleika fyrir bændur. d) A hvern hátt er beinlínis hægt að stuðla að þessu köfnunarefnisnámi? 14. a) Hvaða ár voru jarðræktarlögin sett? b) Hvert gildi hafa þau haft fyrir íslenzkan land- búnað? 15. Hvaða þrjár tegundir erlendra barrtrjáa hafa verið fluttar til Islands síðustu árin? 16. a) Hvaða breytingar urðu í íslenzku atvinnulífi á 14. og 15. öld, og b) hvaða afleiðingar höfðu þær breytingar fyrir bú- setu í sveitum? 17. Hvaða húsdýr höfðu bændur almennt á þjóðveldis- tímanum, þau er nú eru fágæt í íslenzkum sveit- um? 18. a) Teljið upp fjögur aðalefni, sem eru í tilbúnu áburði. b) Greinið frá því, sem þið vitið um gildi hvers þessara efna fyrir gróðurinn. 19. Hvenær lagðist kornrækt niður með öllu á Islandi, og hver var aðalbrautryðjandi ,er hún hófst að nýju? 20. Ritgerð: Hehtu breytingar á íslenzkum landbúnaði síðustu hundrað árin. Þetta voru spurningar, er svara skyldi. Um úrlausnir er Frey ekki kunnugt, en ósennilegt er að öllum hafi verið svarað til hlitar, enda mundi fleirum en 16—17 ára unglingum hafa vafizt tunga um tönn við sumar spurningarnar. NILS HOLMQUIST linangrun og loílræsting Það eru aðallega tvö atriði, sem ákveða, hversu heilnæmt loft er í gripahúsum. Hið fyrra er, að einangrun húsanna sé það góð, að hitaframleiðsla dýranna nægi bæði til þess að bæta upp hitatap, sem verður út í gegnum veggi, og einnig til þess að hita upp það loftmagn, sem þarf til að flytja burt þá vatnsgufu, sem dýrin gefa frá sér. Síð- ara atriðið er, að loftræstikerfið verður að vera það gott, að það starfi á fullnægjandi hátt í öllum veðrum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem hægt er að fá um hita- og vatnsgufuframleiðslu dýra, svo og um eðlisfræðilega eiginleika lofts og byggingarefna, er hægt — fræði- lega — að reikna út einangrunar- og loft- ræstiþörf húsa. En reynslan dæmir því mið- ur þessa útreikninga oft á tíðum hart. Það geta verið ýmsar aðstæður, sem eru breyti- legar frá einum stað til annars og haft geta áhrif á hæfni einangrunar og loft- ræstikerfis. En misfellurnar koma ekki í ljós fyrr en i reyndinni og er þá oft kostn- aðarsamt að ráða bót á þeim. Tilraunastöð sveitabygginga í Svíþjóð hefir gert athug- anir á einangrunarhæfni veggja og hefir komið í ljós, að hitaleiðslutala byggingar- efna hefir reynzt allt að því tvisvar sinn- um hærri heldur en gefið var upp af fram- leiðendum. Þetta stafar af því, að einangr- unarefnið hefir ekki verið prófað sem skyldi af framleiðanda við ýmis skilyrði. Athugan- ir, sem gerðar hafa verið, sýna, að hita- mótstaða veggja í gripahúsum er mjög mis- munandi eftir því hvar er á veggnum. Hættast er við rakamyndun í hornum og annars staðar, þar sem skepnurnar standa ekki eins þétt og í miðjum húsum. Það þarf því að einangra horn betur en aðra hluti veggjanna. Hvað varðar loftræstikerfið, getur það stundum verið meira til tjóns en gagns. Eigi góður árangur að nást er eitt höfuð- skilyrði, að loftventlinum sé valinn réttur staður. Áríðandi er einnig, að hann nái um

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.