Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 29

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 29
FREYR 197 inn áður fór maður frá innsta bænum hér í Suðurdal inn á afrétt. Þarna hagar svo til, að ef fé verður eftir í svokölluðum Múla eða Suðurfellshrauni, stöðvazt það milli tveggja áa, en að þeim báðum er nokkurt gil en báðar falla í Kelduá. Framan við fremri ána fann maðurinn 4 kindur — tvær ær og tvo hrúta —. Voru ærnar í beztu holdum, en hrútarnir höfðu lagt nokkuð af. Þessi næstliðni vetur var mjög rigninga- samur. En hér, meðfram suðursíðu dalsins, fylgir rigningunni alltaf stormur þó að logn sé undir fjallinu norðanverðu. Menn urðu því oft að standa í forarmokstri, stundum dag eftir dag, því fáir hafa járnvarin hús. Ég er nú svo heppinn að hafa járnvarin hús og þó aðeins tvö þeirra séu með góðu járni en önnur tvö með skálajárni, sem hvolft er yfir þau, þá er hið sfðarnefnda llka gott en aðeins erfitt að hindra að það fjúki. Það fer illa með skepnur að standa í húsum sem leka. Man ég svo langt, að við hér urðum að reka féð út í skóg undir nótt- ina vegna forar í húsum. Hét ég því þá, að ég skyldi koma járni yfir skepnurnar ef ég passaði þær til lengdar. Hef ég efnt það að nokkru leyti þó ei sé það til frambúðar allt. Nú, þegar þetta er ritað, er að bregða til kaldari veðráttu, en við vonum að það verði ekki til lengdar, þv: þó að hey séu nokkur, eru þau mjög léleg. * Óvenjulegur vetur gekk yfir þetta land — óvenjulegur að því leyti, að langt mun síðan annar jafn mildur hefir okkur gist. Eins og áður hefir verið frá greint var veðrátta til jóla svo mild, að með eindæm- um þótti, enda voru útistörf víða rækt eins og á vori væri. En þó að miður vet- ur kæmi, harðnaði veðrátta ekki eins og hér er venja, heldur hélzt hagstæð veðr- átta lengst af og fór batnandi er nær dró sumarmálum. íslenzkt vetrarríki var því eigi um að ræða í þetta sinn, enda voru þess dæmi, að unnið var allan veturinn að framræslu. Vorstörfin hófust og snemma, enda var sumarblíða um sumar- málin og jörð þá tekin að gróa um allt land og voru naumast nokkursstaðar snjó- ar um þær mundir nema í fjöllum uppi. Með maíkomu gerði kuldakast, og það svo harkalegt, að gróðurinn blánaði og visnaði sumsstaðar. Var þá sumar nætur allt að 7 stiga frosti i uppsveitum bæði norðan lands og sunnan, vindátt norð-austlæg og fóru naprir næðingar um landið. Eigi snjó- aði þá svo að heitið gæti, var aðeins hregg með köflum og él gengu yfir um norðaust- urhluta landsins. Stóð kuldakast þetta 9—10 daga, en þá hlýnaði aftur og jörð tók að gróa fyrir al- vöru úr 10. maí. Þegar þetta blað var í smíðum tjáðu bændur víðsvegar um land, að hér fyrr á árum hefði fé verið sleppt aö fullu í veðráttu og gróðri eins og var um þessar mundir nú, en menn fóðra fé sitt mikið betur en gerðist fyrir nokkrum ár- um og einkum gæta menn þess að vetr- arfóðrið verði ekki að engu með því að sleppa snemma, heldur fóðri menn allt fé meðan það vill eta, svo að það missi ekki vetrarhold, en ærnar mjólka vel ef vel er að þeim búið á vorum og það er undir- stöðuatriði til þess að fá væna dilka. Vax- andi fjöldi bænda hefir nú þetta viðhorf og það er vel.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.