Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1954, Side 11

Freyr - 01.06.1954, Side 11
FREYR 179 beizli, sem auðvelt er að tengja í dráttar- vél Nú snúum við framenda heyvagnsins að beðjunni, leggjum lausan pall ofan á beizli vagnsins og setjum stein eða kubb við hjólin svo að vagninn færist ekki und- an þegar Farmallinn ýtir beðjunni upp á vagninn. Þetta gengur vel, en gengi þó enn betur ef við hefðum Ferguson-dráttarvél með ýtu á kjálkum þeim, sem tilheyra á- mokstursskúffum Fergusonvélarinnar. Hér verður Farmallinn að fara með framhjólin ögn upp á pallinn til þess að geta ýtt aftur á miðjan vagn. Nú, að þessu búnu er vagn- inn tengdur í jeppann og hlassið flutt heim að votheysturni. Þar tekur saxblásarinn við og kastar upp í turn. Á þennan hátt snertir mannshönd ekki á starfi nema við stýringu véla — — að undanskildum mokstri af vagni í saxblásara, en það er erfitt verk og nóg fyrir tvo. — Þú tekur þá ekki undir með þeim, sem telja saxblásarann seinvirkt verkfæri, sem myndi flöskuháls í kerfuðu starfi við vot- heysverkun? — Nei, það er tveggja manna starf að moka á saxblásara og er erfitt verk ef unn- ið er allan daginn, svo mikilvirkur er hann. Það er nr. 7, sem ég hef. — En hvað um þurrheysverkunina? — Hún var nú auðveld síðastliðið sumar, og af því að veðráttan var svo hagstæð þá var aldrei tvíverknaður við þurrheyshirð- ingu. Þar notaði ég Farmallinn og ýtuna eins og við votheyið. Þó snerum við því auð- vitað, bæði með hrífum og vél. Með rakstr- arvél var það svo fært í garða, á enda garð- anna var svo farið með ýtuna og stundum settum við þurrheyið í lanir á túninu og fluttum þá heim næsta dag. Sökum storma og stórviðra hér lætur maður hey aldrei standa lengur en til næsta dags. Lanirnar lætur maður alltaf á vagna með höndun- um. Síðan ökum við heim í hlöðu á hey- vögnunum og þar er mokað eða dregið af þeim .Við látum fyrst til beggja hliða í hlöð- una til þess að halda ganginum opnum sem lengst. Það er með þurrheyið eins og vot- heyið, að maður snertir varla á starfi með höndum eða handverkfærum. Við getum ýtt upp á vagninn þurrheyi eins og vot- heyinu, en hlassið verður varla nógu stórt á þann hátt svo að hægt er ef vill — eink- um ef langt er að flytja — að bæta ofan á með handafli á vagninn. — En hvernig er það með rakstur eftir ýtuna? — Túnið hérna er nú yfirleitt vel slétt, enda er það svo, að hvort sem um er að ræða hirðingu i þurrhey eða vothey þá er ekkert eftir — eða svo lítið, að það tekur því ekki að raka, þegar búið er að sópa saman með ýtunni. Það verða kannske eftir smá blettir eða smá beðjur, sem lenda utan við ýtuna, en þá tekur maður það strax án þess að raka heilu spildurnar. — Er það svo fleira, sem þú hefðir að greina frá og aðrir mundu geta tekið til eftirbreytni? — Ég held að ég sé engum til fyrirmynd- ar .Eins og ég sagði áðan eru það fleiri en ég, sem fara svona að. Síðan dráttarvél- arnar komu hafa menn verið að læra þetta og einn prófar eitt, annar þetta og svona færir reynslan mönnum heim hvernig hyggilegt er að vinna. En ég mundi þó vilja bæta við, að mér sýnist nóg að hafa tvo vagna til að flytja heyið heim á, nema ef mjög langt er að flytja, þá getur veriö að hentugra sé með þrjá vagna, en svo langt er það ekki hér, aðeins nokkur hundruð metr- ar úr slægju og heim að hlöðu. ★

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.