Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 15
FRE YR
183
lagði inn, var að meðaltali 30 pund, eða mjög ná-
lægt því, og er það sú mesta meðalvigt, sem ég hefi
fengið. Voru þar í nokkrir tvílembingar. Gimbrarn-
ar undan Gylfa setti ég á flest allar. Þrifust þær
prýðilega um veturinn. Bar öllum saman um það,
að þeir hefðu aklrei séð eins fallegar gimbrar; eins
voru þær prýðisfallegar haustið eftir, veturgamlar.
Reynslan var lík haustið eftir. Þá seldi ég nokkra
beztu lambhrútana til lífs, flesta austur yfir Mýr-
dalssand. Þcir vógu um og yfir 90 pund. I haust
voru lömbin ágætlega væn. Þyngsti lambkroppur-
inn var í haust 44 pund. Tvo lambhrúta setti ég á,
er vógu 94 og 103 pund. Lömbin reynast 10 pund-
um þyngri að haustinu, til jaínaðar vegna Gylfa. Eg
á 2 tvievetra hrúta undan Gylfa. Þeir munu hafa
verið í haust um 180 pund hvor.“
Ég tel víst, að meðal þyngd á kjöti slátur-
dilka í Vik, haustið 1921, hafi ekki verið yfir
12 kg og líklega ekki náð þvi. Dilkar Magn-
úsar hafa því verið mjög vænir. Slátur-
vigtin í Vík er 1951 12.9 kg, 1952 13.66 og
1953 13.62 kg. (Árbók landbúnaðarins).
Brandur Brandsson, bóndi í Prestshús-
um í Mýrdal, skrifar mér 6. jan. 1924:
„Um ullina er það að segja, að hún er ágæt, vel
hrokkin á tog, þelmikil, illhærulaus og mikil. Hefir
ullin vaxið hjá mér svo, að nú fæ ég til jafnaðar
um I14 kg af kind (vel þvegin). Til fóðurs er
þetta fé, að mínu áliti, mjög þrifagott. Hvað kyn-
festu snertir þá er hún auðsæ, bæði á svipmóti
fjárins, holdum og ullarfari. Undan fyrri hrútn-
um frá þér seldi ég 5 lambhrúta á 75 krónur og
1 veturgamlan á 110 krónur. Hafa þessir hrútar
reynzt vel, eru fallegar kindur og eigendurnir
ánægðir með árangur kynbótanna. Ærnar undan
þingeyska hrútnum, sem ég fékk 1920, eru 8 pund-
um þyngri, til jafnaðar en heimaær, en lömbin um
10 pd. þyngri. Veturgamli hrúturinn, sem ég
fékk hjá þér 1921, vóg haustið 1923 190 pund, sem
er gríðar þyngd. Tvævetran hrút á ég nú undan
fyrri hrútnum að norðan; vóg sá í haust 180 pd.
og er mikil þyngd."
Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra-Hofi
segir til mín í bréfi frá 4. febr. 1924:
„Hrútinn Spak, frá Þórði í Svartárkoti, tel ég
góða kind. Hrútar, sem ég hefi notað undan hon-
uin og heimaám, hafa gefizt fremur vel. Nokkrir
bændur hafa fengið hjá mér hrúta undan Spak
og hafa þeir reynzt fremur vel. Arni Ófafsson í
Hlíðarendakoti, fékk hjá mér veturgamlan hrút
og lét hann ganga úti mcð 40 ám veturgömlum
um veturinn. Haustið eftir var hann mjög rýr og
var lógað. En þegar til kom voru lömbin undan
honuin og tvævetlunum vænni cn lömb Arna und-
an eldri ánum. Fyrstu árin, sem ég átti Spak,
setti ég fátt á undan honum, en lömb undan hon-
um vógu meira til frálags en venja var. Nú á ég
um 100 ær undan honum og svo hrúta. Er það
einstaklega fallcgt fé og ekki get ég lagt merki
til, að það sé vandfóðraða en annað fé, og enn
sem komið er verð ég að telja það bctra fé.“
Jóhann Kristjánsson, bóndi í Skógarkoti
i Þingvallasveit, segir i bréfi til mín 7. jan.
1924:
„Hrútinn frá Lundarbrekku, sem þú sendir mér
snemma vetrar 1919, notaði ég í 4 vetur, handa
S0—100 ám. Ég tel hann liafa bætt fé mitt mikið
bæði er snertir beitarþol, ullargæði og skrokk-
þyngd. Hefir skrokkþvngd aukizt á dilkum mín-
um síðan um 4—0 pd. til jafnaðar. Nú eru hér til
ær og ærefni undan honum 120 að tölu. Eru þær
fremur fallegar og bera af öðru fé hér að vænleik.
Þær virðast þola útiganginn hér engu síður en
annað fé heimaalið. Eg hefi selt undan norðan-
hrútsa 34 lambhrúta, sem vógu 100—120 puncl,
austur í Arnessýslu, til Borgarfjarðar og hér í
kring. Nú á ég 3 hrúta fullorðna undan honum,
sem vega um 200 pund.“
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi að Langholti
i Flóa skrifar mér 5. jan. 1924 og segir:
„Fyrstu drög til fjárstofns míns eru frá föður
mínum, Sigurði Sigurðssyni, er hér bjó. Hann fékk
hrút af þingevzku kyni frá Asmundi Benedikts-
syni, í Haga í Gnúpverjahreppi.#) Hér sáust Iengi
glögg merki þingeyzka hrútsins; féð varð jafnara,
þykkara og holdþéttara.
Jóhannes Jóhannesson Reykdal, á Set-
bergi við Hafnarfjörð, segir:
„Hrútinn, sem ég fékk úr Þingevjarsýslu haust-
ið 1919, notaði ég í 4 vetur, en seldi síðan Einari
kaupmanni Einarssyni í Grindavík. Undan hrút
þessum hefi ég fengið jafnvaxið, frítt, holdþétt og
*) Ásmundur flutti frá Stóruvöllum í Bárðar-
dal með fé sitt að Haga 1870. Þá var Baldurs-
heimsféð orðið þekkt fyrir 30 árum. — J. H. Þ.