Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 19

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 19
FRE YR 187 24 kg., sjá töflu 2. Ennfremur urðu hlut- fallslega fleiri tvævetlur lamblausar af þeim, sem misstu veturgamlar en af báðum hinum flokkunum. Annars er ekki hægt að draga ákveðnar ályktanir út frá þessu dæmi, því að í mörgum tilfellum er það sjúkdómsfyrirbrigði, að kindin missir lamb- ið, einkum ef hún lætur fóstri, eins og margar þessar gimbrar gerðu. Ennfremur geta verið í hópi lambsgotnanna einstakl- ingar, sem ganga með erfðagalla, sem valda vanþroska eða ófullburða fóstri. Helzt má álykta út frá þessu, að aldrei eru það með- mæli með á til ásetnings, að hún hafi misst lamb. V. Lömb undan skyldum og óskyldum foreldrum. Haustið 1953 var gerður samanburöur á dilkum undan skyldum og óskyldum for- eldrum á Hesti. Samanburðinum var hagað þannig, að þeim ám frá bæjum á Vestfjörð- um, sem HestsbúiÖ átti einnig hrút frá, var íkipt í tvo flokka, sem jafnasta, áður en fengitími hófst. Ærnar í öðrum flokknum frá hverjum bæ fengu hrút frá sama bæ, sem í hverju tilfelli mun hafa verið meira og minna skyldur ánum, ef til vill hálfbróðir margra þeirra. Ærnar i hinum flokknum fengu við óskyldum hrútum, þó fengu hyrndar ær við hyrndum hrútum og koll- óttar ær við kollóttum hrútum. Tafla 3. Meðalþungi einlembingsdilka undan skyldum og óskyldum foreldrum, kg: Mæður: Lömb undan skyldum foreldrum Hrútlömb Gimbrarlömb Lömb undan óskyldum foreldrum Hrútlömb Gimbrarlömb 03 SJ p — V ’So Ct 'O c C3 '5b o Tvævetlur frá o & £í. 7 19 Arngerðareyri Roði 5 47.0 41.1 19.3 Laugabóli Steinn 4 42.5 41.5 I7.fi Skjaldfönn Skjöldur 2 39.3 42.0 16.5 Kinnarstöðum Prúður 8 41.9 40.2 16.8 Vatnsfirði Hnykill 3 42.3 42.9 18.2 Eyri í Sevðisf. Nökkvi 3 41.2 40.5 16.7 Samt. og vegin meðaltöl 25 42.8 41.1 17.6 a 'C3 '5b C3 'bO a V Q ’5b n w '03 ’5b 19 3 a c3 72 19 19 H A i— A H A 4 36.5 Skjöldur 5 43.6 39.4 17.2 8 40.3 3 35.7 Grettir o.fl. , 2 46.0 42.4 19.5 5 35.3 3 35.2 Nökkvi 3 41.7 39.2 16.3 2 39.3 6 35.8 Roði 8 44.4 41.1 18.2 8 40.1 5 34.5 Malkus 5 46.5 41.8 19.4 4 39.3 Skjöldur 5 44.1 40.4 17.8 2 40.5 !1 35.5 28 44.4 40.7 18.1 29 39.2 Tafla 3 sýnir, að hrútlömbin undan skyldum foreldrum vega 1.6 kg. minna að meðaltali en undan óskyldum foreldrum, og meðalfallþungi þeirra fyrrnefndu er 0.5 kg. lægri en þeirra síðarnefndu Þess skal getið, að tveir skyldleikaræktuðu og fjórir óskyldleikaræktuðu lambhrútarnir voru settir á vetur. Fallþungi þeirra hvers fyrir sig er reiknaður miðað við meðalkjötpró- sentu hrútlamba undan sama hrút í sama flokki. Einnig sýnir tafla 3, að gimbrar- lömbin undan skyldu foreldrunum vógu 3.7 kg. minna að meðaltali en undan óskyldu foreldrunum. Sá munur mundi hafa svarað til a. m. k. 1.6 kg. á meðalfallþunga hefði gimbrunum verið slátrað. Að vænleikamun- ur skyldleikaræktuðu og óskyldleikarækt- uðu lambanna skuli vera meiri á gibrunum en hrútunum orsakast fyrst og fremst af því undarlega fyrirbrigði, að hrútlömbin undan ám frá Arngerðareyri og hrútnum þaðan, Roða, eru mun vænni en hrútlömb- in undan hinum Arngerðareyraránum og óskyldum hrút. Roði er sá eini af þessum hrútum, sem að þessu sinni gefur jafn væn lömb að meðaltali með skyldum ám og óskyldum. Hinn mikli munur á vænleika hrúta og gimbra undan Roða og ánum frá

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.