Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.1954, Blaðsíða 30
198 FREYR SkorJcvikindi með flugvélum. Það er nú ljóst orðið, að slcorkvikindi taka sér far með flugvélum milli landa alveg óboðin. Og þetta eru hættulegir laumufarþegar vegna þess, að þeir eru venju- lega hinir verstu smitberar. En það er ekki aðeins lús og fló, flugur og mý, sem tekur sér far með flugvélum milli landa, heldur og koloradobjiillur og önnur skað- leg skorkvikindi. Flugfélögin og flugmálayfirvöld víða um heim hafa Iátið rannsaka þetta vandamál alþjóðaflugsins og gera það sem í þeirra vakli stendur til að bægja þessum óvelkomnu „farþegum“ frá farartækjum sínum. En þetta er ekki iafn auðvelt og það gæti virzt. Það hefur sem sagt komið í ljós, að fjöldi skorkvikinda kann mæta vel við sig í háloftunum. Sum skorkvikindi verpa eggjum sínum utan á flugvélaskrokkana og þar ungast þau út, jafnvel á vængjum flugvélanna, þrátt fyrir alit skrölt og veður og vind. Ein bezta vörnin er sjálfsagt að sprauta skordýra- eitri á flugvélarnar og er það víðast hvar gert. Sumstað- ar eru varnir gegn skordýrum, í og á flugvélum, lög- boðnar. Er nú til athugunar hjá Alþjóða flugmálastofn- uninni (ICAO) og Heilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO), að koma á samsoknar reglum um skordýravarnir í flugvélum í öllum löndum heims. Mestu mjólkurneytendur heims. I Hagskýrslum Sameinuðu þjóðanna fyrir 1953, er skýrt frá því, að Islendingar neyti manna mest mjólk- ur og mjólkurafurða. (Eru allar mjólkurafurðir, nema smjör, taldar með). Skýrslurnar herma, að hver íslendingur neyti að jafnaði meira en 300 kg mjólkurmatar árlega. Næstir Islendingum koma Norðmenn, Svisslendingar, Svíar og Finnar, sem einnig neyta rúmlega 300 kg árlega. I Bandaríkjunum er mjólkurneyzla um 250 kg á mann árlega, en um 200 kg á mann í Kanada, Hollandi, Bretlandseyjum, Irlandi og Danmörku. I Japan, Ilurma, Ceylon, Indó-Kína, Kgyptalandi og Tyrklandi neyta menn mjólkurmatar að jafnaði ekki nema sem svarar 30 kg á mann yfir árið. Kalíum úr sjó. I erlendum tímaritum hefur þess verið getið að und- anförnu, að tilraunir með kalívinnslu úr sjó sé nú verið að framkvæma í Hollandi, og standa að þeim tilraunum Hollendingar og Norðmenn. Svo sem kunnugt er er kalí- um léttur máltnur, sem meðal annars er í mjög miklum mæli notaður í vissum samböndum til áburðar. Ekki er þess getið hvaða orka er notuð við umræddar tilraunir, en líklegt má tel.ia að raforka sé þar hagnýtt. Fullyrt er að tilraunir í rannsóknarstofum lofi góðu um árangur af viðleitni í þessu efni en eiginleg fram- leiðsla á kalí úr sjó muni framkvæmd um þessar mundir. Það getur verið fróðlegt fyrir okkur íslendinga að fylgj- ast með árangrinum, einkum ef raforka er aðalaflgjafinn til þessara þarfa því að hér má um langa framtíð finna orkulindir í afli fallvatnanna. Árangur afurðamœlinganna. I Danmörku eru nú rúmlega 800 þúsund mjólkandi kýr innan eftirlitsfélaganna, en það eru um 60% af öll- um kúm landsins. Meðalnythæð í eftirlitsfélögunum er nú nálægt 4.000 lítrum á kú og fitumagnið er árlega frá 3,16%—4,43%, en það svarar til fitumagns, er nemur 163—180 kg. á grip. Nythæsta áhöfnin var á síðasta ári hjá Viggó Jensen við Viborg. Hann hafði 5 kýr er mjólk- uðu að meðaltali 7.238 kg. með 4.66% fitu eða 334 kg. smjörfitu á kú. Með starfi eftirlitsfélaganna er unnið tvennt. I fyrsta lagi er staðfest afurðamagn einstakra gripa og úrval til kynbóta byggt á því. I öðru lagi er auðveldara að veita einstökum gripum það sem þeir þarfnast, samanborið við afurðagramleiðslu þeirra, þegar þekkt er hvaða möguleik- ar búa í hverri skepnu. Árið 1949 voru kýrnar í Dan- mörku 327 þúsundum fleiri en þær eru nú, en þrátt fyrir fækkunina er mjólkurmagnið þó 13% meira nú en þá og fitumagnið 21% meira. Þessa framför er að Iang- mestu leyti eftirlitsfélögunum að þakka. f---------------------------------------------------------------------------------------------------------\ Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Ste.inþórsson. — Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. — Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 8-22-01. BÚNAÐARBLAÐ Áskriftarverð FREYS er kr. 50.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f. \_____________________________________—-------------------------------------------------------------------J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.